Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 132

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 132
Múlaþing í sér fomleifarannsókn á rústum Skriðu- klausturs. Rannsóknarverkefni þetta mun án efa svara mörgum spumingum er varða það og vonandi einnig varpa skýrara ljósi á heildarmynd klausturhalds hérlendis á miðöldum. Að verkefninu munu standa Minjasafn Austurlands og Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri í samvinnu við Þjóðminja- safnið og ítölsku viðargreiningastofuna Instituto per la Ricerca sul Legno í Flórens. Undirbúningur vegna fornleifarann- sóknarinnar hófst með forkönnun sem fram fór á staðnum sumarið 2000. Hér á eftir verður greint frá niðurstöðum hennar og framhaldi fornleifarannsókna á staðnum.6 Forkönnun sumarið 2000 Markmiðið með forkönnuninni var að eyða ýmsum óvissuþáttum varðandi klaustrið áður en ráðist yrði í frekari rann- sókn á staðnum. I fyrsta lagi var ætlunin að staðsetja rústir klaustursins á jörðinni, því eins og greint var frá hér að ofan var ekki ljóst hvar byggingar þess stóðu. I öðm lagi var markmiðið að kanna umfang rústanna og ástand þeirra. Forkönnunin hófst á því að farið var yfir munnlegar og ritaðar heimildir um klaustrið en þeim hafði þá þegar verið safnað saman í eina ritgerð af Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi.7 Ritgerð sr. Heimis Steins- sonar, Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal, var jafnframt höfð til hliðsjónar við heim- ildavinnu. Samhliða þessu var loftmynd8 af jörðinni skoðuð og vettvangskönnun gerð á jörðinni. Að lokinni þessari fjölþættu yfirferð þótti ljóst að tvö svæði á jörðinni voru lík- legri en önnur til að geyma rústir klausturs- ins. Tvö afmörkuð svæði voru valin til frek- ari könnunar með skurðum. Þau voru: I) Bæjarstæði gamla Skriðubæjarins, þ.e. svæðið sunnan við Gunnarshús. II) Kirkjutúnið svokallaða, þ.e. þar sem kirkjurústin liggur (1. mynd). Þegar þessi ákvörðun lá fyrir voru könnunarskurðir teknir. Jafnframt þessu voru svæðin tvö mæld með jarðsjá. Könnunarskurðir á svæði II Könnunin hófst á svæði II, um 300 metrum neðan við Gunnarshús. Voru teknir þrír skurðir þar, merktir A, B og C, sem voru eins metra breiðir og fimm metra langir, eftir að hnitakerfi hafði verið sett upp á svæðinu. Skurður C var notaður til viðmiðunar við greiningar á gjóskulögum því jarðlög í honum reyndust óröskuð. Skurður A var tekinn örfáum metrum norð- an við kirkjugarðinn sem þama er afmark- aður umhverfis kirkjurústina, en skurður B var tekinn nokkrum metrum austan við hann (1. mynd). Skurðir A og B voru grafnir upp með 6 Eftirtaldir aðilar og stofnanir komu að forkönnuninni sumarið 2000: Höfundur skýrsiu stjómaði framkvæmd forkönnunarinnar; Guðný Zoega réttarmannfræðingur, Jón Ingi Sigurbjörnsson sagnfræðingur og Ingibjörg Jónsdóttir landfræðinemi unnu ásamt henni við töku könnunarskurða. Guðný vann einnig að greiningu mannabeina og Ingibjörg vann að heimildavinnu fyrir könnun og skráði jafnframt öll gögn frá henni. Friðrik Ingólfsson frá Valþjófsstað opnaði alla könnunarskurði með vélskóflu. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur safnaði öllum heimildum, munnlegum og rituðum, um Skriðuklaustur og skráði þær niður í eina ritgerð. Að rannsókninni komu einnig: Magnús Sigurgeirsson jarðfræðingur sem greindi gjóskulög á staðnum, og Friðrika Marteinsdóttir jarðfræðingur hjá Línuhönnun hf en hún sá um jarðsjármælingar á rústasvæðunum tveimur. Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri lánaði rannsóknaraðilum verkefnisins gistiaðstöðu á staðnum. Loks var gengið frá gripum og gögnum frá könnuninni á Minjasafni Austurlands, þar sem þau hafa síðan verið varðveitt. ^ Helgi Hallgrímsson 2000. ^ Landmælingar íslands 1955. 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.