Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 136

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 136
Múlaþing skoðað það gaumgæfilega og eins rætt við iðnaðarmenn sem unnið hafa ýmis verk í kringum byggingar bæjarstæðisins, þótti nokkuð ljóst að svæðið væri mikið raskað af seinni tíma byggingum og öðrum fram- kvæmdum þeim tengdum. Jarðsjáin sýndi einnig fram á mikið rask þama. Samt sem áður var ákveðið að halda áfram við gröft í öðrum skurðinum, merktum með bók- stafnum D, þ.e. þeim sem tekinn var rétt sunnan við Gunnarshús, og kanna ástand minja þar undir (1. mynd). Grunur um rask reyndist réttur. Jarð- vegur í könnunarskurði D á svæði I var mikið raskaður nema hálfur metri af vest- asta enda hans. Þar mátti greina brot af byggingu sem gæti verið frá upphafi mið- alda, jafnvel eldri. Meðal þess sem annars fannst í skurðinum var þakpappi, gos- flöskubrot og verksmiðjusmíðaður ljár. Niðurstöður Framkvæmd forkönnunarinnar gekk vonum framar og afrakstur hennar varð meiri en búist var við. Þegar öll gögn frá henni hafa verið yfirfarin er ljóst að niður- stöður benda eindregið til þess að rústir klaustursins séu á svokölluðu Kirkjutúni (sjá svæði II á 1. mynd). Þau atriði sem lögð voru til grundvallar þessari ályktun eru bæði aldur ákveðinna rústa á þessu svæði samkvæmt greiningu gjóskulaga11, og um- fang þeirra og gerð. Þversnið könnunar- skurðanna sem teknir voru á svæði II sýna svo ekki verður um villst að miklar bygg- ingar stóðu á Kirkjutúninu á tímum klaust- urhalds á Skriðu. Þær virðast bæði hafa verið voldugar að gerð en einnig rniklar að umfangi. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru með jarðsjá er túnið raskað á um 2300 fer- metra stóru svæði norðan og austan við kirkjurústina.12 Þversnið könnunarreits 3, sem tekinn var sunnan og vestan við kirkju- rústina, sýndi einnig leifar bygginga frá klausturtímanum. Samkvæmt því sem í ljós kom í könnunarreitum 1 og 2 liggja sams- konar byggingarleifar að norðanverðu undir hlaðna, ferhyrnta kirkjugarðsveggnum sem umlykur vel greinanlega meinta kirjurúst. Ekki hafa fundist neinar heimildir, hvorki munnlegar né ritaðar, um að bygg- ingar hafi staðið á Kirkjutúninu svonefnda á tímum klausturhalds í Fljótsdal, fyrir utan klausturkirkjuna. Þó er vitað til þess að á 20. öldinni var þar reist fjárhús, þó nokkru neðan við svæðið sem rannsakað var. Rústir þess eru enn þann dag í dag vel greinilegar. Eins og áður sagði, sýndi könnunarrann- sóknin fram á miklar byggingar sem byggðar voru á þessum stað á tímabilinu 1500-1700.13 Ritaðar heimildir um sveita- býli landsins eru nánast undantekningar- laust til varðveittar frá þeim tíma. Af þessu má því draga þá ályktun að þarna sé um að ræða byggingar klaustursins, sem sam- kvæmt því hafa ekki staðið á bæjarstæðinu sjálfu. Með jarðsjármælingunum var, eins og áður hefur verið greint frá, hægt að mæla umfang rústa klaustursins og áætla þar með stærð fyrirhugaðs rannsóknarsvæðis. Það kom jafnframt mjög á óvart hversu miklar byggingar klausturhúsanna hafa verið. Þær eru einnig sýnilega betur varðveittar en að sama skapi umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Þversnið könnunarskurðanna sem teknir voru á rústasvæðinu sýndu að ekki hefur verið byggt aftur á rústum klaust- ursins eftir að það var lagt af. Rústimar eru 11 Magnús Sigurgeirsson 2000. 12 Friðrika Marteinsdóttir 2000. 12 Magnús Sigurgeirsson 2000. 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.