Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 154
Múlaþing
Skjöldur af söðli. Salný Jónsdóttir frá Snjóholti í
Eiðaþinghá, síðar húsfreyja í Kollsstaðagerði í
Vallahreppi, átti skjöldinn, sem er meðfangamarki
hennar. MA 10811948.
Myndað með leyfi Minjasafns Austurlands.
Finnur Bjarnason kvæntist Jarðþrúði
Eyjólfsdóttur (1218). Þau fluttust til Amer-
íku frá Vestdalseyri í Seyðisfirði 1876 með
börn sín þrjú.
Helga Bjarnadóttir giftist Stefáni
(2340) Einarssyni á Gunnlaugsstöðum á
Völlum og bjuggu þau þar. Hún var síðari
kona Stefáns. Hann átti tvö böm af fyrra
hjónabandi.
Helga Bjamadóttir var „lengi yfirsetu-
kona Vallamanna, orðlögð fyrir greind,
gætni og myndarskap í hvívetna“. Um tíu
ára aldur varð hún fyrir reynslu, sem hún
sagði þó ekki frá fyrr en áratugum síðar.
Fjölskyldan átti þá heima í Kollsstaða-
gerði. Fyrir ofan bæinn er dálítil silungs-
tjöm. Net var lagt með spíru í tjömina og
var krókur í enda spírunnar. Helga var send
til að vitja um netið, dró spíruna að sér og
sá að á króknum hékk mannshauskúpa og
sá í holar augnatóftir. Fleiri bein voru áföst
við höfuðkúpuna svo og fatadruslur. Helga
fylltist ótta og viðbjóði en tókst þó að losa
þetta af króknum og féll það ofan í botn-
leðju tjarnarinnar. Þóttist hún vita að þetta
væru bein Nikulásar frá Gíslastöðum en
hann hvarf í göngum aldarfjórðungi áður.
Engum þorði hún að segja frá þessu, því
hún óttaðist að sýslumaður færi að rekast í
þessu eins og hann hafði gert haustið þegar
Nikulás hvarf. Við sýslumanninn var hún
hrædd. Föngu síðar sagði hún Þuríði Jóns-
dóttur ljósmóður í Arnkelsgerði frá þessurn
atvikum en hún sagði þetta aftur Guðlaugu
Sigurðardóttur kennara á Utnyrðingsstöð-
um. Frá henni er þetta komið hér á blað.
Helga sagði einnig Gunnari Jónssyni
sjúkrahúsráðsmanni á Akureyri frá þessum
atvikum.
Ymsum getum var á sínum tíma leitt að
hvarfi Nikulásar og var jafnvel talið hafa
orðið af mannavöldum en ekkert sannaðist
í því efni.
Prestsþjónustubók Vallanessóknar segir
Nikulás Eyjólfsson frá Gíslastöðum hafa
orðið úti á Aurunr haustið 1826 í kuldaslag-
viðri og ekki fundist.
Frá þessum atvikum er margt sagt í
Grímu hinni nýju, 2. bindi bls. 329-338.
Jafnast það á við mergjaða leynilögreglusögu.
Pétur Metúsalem Bjarnason kvæntist
Sigþrúði Þorkelsdóttur frá Stóra-Sandfelli.
Hún var stjúpdóttir Einars bróður Péturs.
Fóru til Ameríku 1875.
Bjarni frá Krossi og Salný frá Snjó-
holti
Maður var nefndur Jón (1073) Einars-
son og bjó í Snjóholti í Eiðaþinghá um
miðja 19. öld, kvæntur Guðnýju (8334)
yngri Sigfúsdóttur (8309) Guðmundssonar
prests á Ási í Fellum. Snjóholt er lítil jörð,
víða votlend, góðar engjar í blám en þurr-
lendi með lyngi og kvisti á Snjóholtsás.
Margar kolagrafir vitna um horfna skóga, en
gjallhaugar heima við bæ um rauðablástur.
152