Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 156
Múlaþing
f. • *
Jón Halldórsson, Guðbjörg Bjarnadóttir og Dag-
rún Jónsdóttir Hóli í Breiðdal.
Ljósm.; Nicoline Weywadt Héraðsskjalasafn Aust-
firðinga 70-505.
til Salnýjar vorið 1879. Hann kvæntist Þór-
unni Bjarnadóttur næsta vor.
Salný hætti búskap vorið 1880, fluttist
að Skeggjastöðum á Jökuldal og með henni
tvö af börnunum, Einar og Guðbjörg. Þar
bjó Sigríður systir Salnýjar, gift Jóni Magn-
ússyni. Skeggjastaðir voru ein stærsta jörð-
in austan ár á Dal og þarna var mannmargt
heimili. Jón og Sigríður bjuggu þar 42 ár
„og standa ráð hans djúpt í búnaði“, segir
Jón Pálsson í ritgerðinni „Um JökuldaD í
Óðni 1910 og í Múlaþingi 24. bindi 1997.
Vorið 1883 fluttust Salný og börn
hennar frá Skeggjastöðum. Einar fór til
Ameríku en mæðgurnar að Keldhólum á
Völlum. Þar bjó Guðný dóttir Salnýjar, gift
Jóni Halldórssyni. Guðbjörg varð vinnu-
kona en Salný var þar „sjálfrar sín“. Arið
1885 fór hún til Þórunnar dóttur sinnar, sem
þá bjó í Grófargerði en Guðbjörg var áfram
á Keldhólum. Salný var í Grófargerði til
vors 1899 en þá fluttist hún að Hóli í
Breiðdal. Guðbjörg dóttir hennar og Jón
Halldórsson voru þá flutt þangað frá Keld-
hólum. Salný dvaldist í Breiðdal til vors
1912 er hún fluttist að Hvammi á Völlum
og var þar á vegum Einars sonar síns. Hún
lést í Hvammi 29. júlí 1917.
Börn B jarna og Salnýjar
Guðný Bjarnadóttir (1089) giftist Jóni
(128) Halldórssyni árið 1881. Þau bjuggu á
Keldhólum og eignuðust fimm böm, sem
öll dóu ung. Guðný lést á Keldhólum 5. júlí
1890. Heilsuleysi hékk eins og nakið sverð
yfir þessari fjölskyldu.
Guðbjörg Bjarnadóttir varð vinnukona
á Keldhólum árið 1883. Stóð við hlið Guð-
nýjar systur sinnar í sjúkdóms- og dauða-
stríði hennar og barnanna. Eftir lát Guð-
nýjar tók Guðbjörg við búsforráðum innan
stokks og giftist Jóni Halldórssyni 1892.
Þau fluttust að Hóli í Breiðdal það vor
og bjuggu þar alla stund síðan. Böm þeirra
urðu sex: Bjarni, sem bjó fyrst á Hóli en
fluttist til Stöðvarfjarðar og bjó á Oseyri;
Anna húsfreyja Þverhamri; Bogi sem
byggði nýbýlið Gljúfraborg í landi Þver-
hamars; Guðný, Guðlaug og Stefán settust
öll að í Reykjavík. Guðbjörg lést árið 1926
en Jón árið 1928.
Einar yngri Bjarnason lifði af sjúk-
dómsfaraldurinn í ársbyrjun 1861. Var
blæstur á máli og talið stafa af sköddun í
hálsi. Fór til Ameríku 1883. Vann þar við
ýmislegt, m. a. við jámbrautarlagningu.
Lýsti því síðar með mjög dökkum litum.
Aðbúnaður starfsmanna var hörmulegur,
lítil hjúkrun í veikindum og þeir sem létust
voru huslaðir eins og hræ. Hann kom aftur
til íslands 1889. Var fyrst í Grófargerði hjá
Þórunni systur sinni. Varð vinnumaður í
Hvammi á Völlum 1892. Þá bjuggu þar
154