Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 157
Fólk að baki hluta á minjasafni
Árni Ámason (9755) og Þórey Gísladóttir.
Vinnukona þar var Hólmfríður systir Þór-
eyjar. Vinnuhjúin giftust 1894 en fluttust ári
síðar að Hóli í Breiðdal til Guðbjargar syst-
ur Einars. Komu aftur í Hvamm frá Jórvík í
Breiðdal vorið 1908, voru þar til 1917,
síðan á Úlfsstöðum á Völlum til 1922 að
þau fóru enn í Hvamm og þar lést Hólm-
fríður árið eftir.
Um þetta leyti varð Einar fyrir fleiri
áföllum. Hann féll niður um ís á Grímsá en
var bjargað nærri dauða en lífi af kulda.
Hann skarst á ljá við slátt og missti mikið
blóð. Eftir þetta var honum ráðstafað á
vegum Vallahrepps. Var í Hvammi til vors
1924, næsta ár í Grófargerði en var ráðstaf-
að í Egilsstaði vorið 1925. Þar þóttist hann
verða fyrir ertni stráka og leið svo illa að lét
nærri algerðri stulun, hvarf þaðan að nætur-
lagi, fór inn að Grímsá móts við Hvamm og
kallaði á ferju. Lögferja var á Grímsá frá
Hvammi til 1828 að brúin var byggð
skammt innan við túnið í Hvammi.
Alfreð Eymundsson var heimildarmaður
um þessi atriði.
Fóstursonur Árna og Þóreyjar í
Hvammi, Þórður Helgason og kona hans
Vilborg Guðmundsdóttir tóku við búskap
þar árið 1924. Einar þekkti Þórð vel, bað
þau hjónin að taka við sér og féllust þau á
það, Vilborg þó með nokkrum efa. Einar var
þeim ákaflega þakklátur með hlýjum fyrir-
bænum. Einar og Vilborg voru bæði mikið
lesin og minnug og gátu rætt margt saman,
þekktu t. d. mikið af ljóðum góðskáldanna.
Síðar á ævi taldi Vilborg hafa verið gæfu-
spor þeirra hjóna að hafa veitt þessum
gamla manni lið, þegar mest lá við. Einar
lést í Hvammi 28. janúar 1928 á 71. aldurs-
ári.
Hólmfríður Gísladóttir Hvammi. Ljósm.; Eyjólfur
Jónsson. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 70-1070.
Þórey Gísladóttir húsfreyja Hammi Völlum.
Ljósm.; Eyjólfur Jónsson. Héraðsskjalasafn
Austfirðinga 70-1071.
155