Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 4

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 4
 4 Herra Ólafur Skúlason, biskup, andaðist hinn 9. júní s.l. á 79. aldursári. Hann varð vígslubiskup Skálholtsstiftis 1983 og var biskup Íslands 1989-1997. Herra Ólafur var for- göngumaður hinnar starfssömu kirkju sem kallar unga sem eldri til starfa að málefnum kirkjunnar og eflir leikmenn til forystu. Þjónustuár hans á biskupsstóli voru tímar vaxtar og grósku. Hann beitti sér fyrir nýskipan samskipta ríkis og kirkju, sem leidd var til lykta fyrir atbeina hans, og reyndist Þjóðkirkjunni heillaspor. Á sviði samkirkjumála átti herra Ólafur ríkan þátt í að binda styrk vináttu tengsl milli norrænu og anglíkönsku kirknanna. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Ebba Sigurðardóttir. Herra Sigurbjörn Einarsson lést 28. ágúst, 97 ára að aldri. Hann gegndi embætti biskups Íslands 1959 til 1981 og hefur markað djúp heillaspor í kirkju og trúarlífi og menningu landsmanna og naut óskoraðrar virðingar innanlands sem utan. Hann stóð fyrir endurnýjun guðfræðiiðkunar á Íslandi, efling og endurnýjun helgihalds og sálmasöngs kirkjunnar, uppbygging Skálholts, Hallgrímskirkju og Hjálparstarfs kirkjunnar. Herra Sigurbjörn ruddi nýjar brautir fyrir fagnaðarerindið á róstusamri öld ágengra tilvistar- spurninga og siðferðislegra álitamála. Til æviloka var hann sístarfandi og mikilvirkur og gefandi, sem andlegur leiðtogi og sálusorgari þjóðar og einstaklinga. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritsmíða á sviði vísindaiðkunar og prédikunar. Sálmar hans og bænir bera uppi helgihald kirkjunnar og trúarlíf einstaklinga hér í landi, og veita leiðsögn og huggun trúar og vonar. Við minnumst þessara leiðtoga vorra með söknuði og hugheilli þökk og tjáum virðingu, þökk og samhug með því að þingheimur rís úr sætum. Drottinn minn gefi dánum ró og hinum líkn sem lifa. Amen. Samstarf og samvinna Þjóðkirkjan, eins og þjóðin öll, horfist í augu við breytta tíma og heimsmynd. Möguleikar Þjóðkirkjunnar að bregðast við aðstæðum og sýna frumkvæði og sveigjanleika, hafa reynst ómetanlegur styrkur. Atburðir undanfarið hafa sýnt að samstarf yfir sóknamörk og embætta er kirkjunni nauðsyn. Við höfum séð þá margvíslegu möguleika sem felast í samstarfi og samvinnu, í afli og áhrifum þess þegar tekið er höndum saman, inn á við og við stofnanir og félagasamtök út á við andspænis verkefnum og áskorunum dagsins. Við höfum opnar kirkjur og gestrisna söfnuði sem leggja sig fram um að þjóna samfélaginu. Prestar, djáknar og forystufólk safnaðanna taka höndum saman yfir markalínur samfélagsins sem biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Sem öflugur liðsmaður við uppbygging og mótun bjartar framtíðar í okkar góða landi. Samfélag kirkjunnar og þátttaka í þjóðlífinu birtist í trúfesti og umhyggju í önnum og hvíld hversdagsins, samfélagi við Guð og náungann í guðsþjónustum og helgihaldi, í athöfnum á krossgötum ævinnar. Það birtist í sjálfboðastarfi safnaðanna, það birtist í kórastarfi og barnastarfi og ungmennastarfi alls konar. Það birtist í þátttöku í fjáröflun Hjálparstarfs kirkjunnar. Það birtist í því þegar sorgin knýr dyra, þegar áföll verða og syrtir að í lífi einstaklinga og samfélags, þá sækir fólk í það samfélag sem umfaðmar og reisir upp með máttugu orði Guðs og atferli vonar, trúar og kærleika. Umhyggjan er

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.