Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 15

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 15
 15 orðræðan! Gagnrýnin og málefnaleg umræða er til þess fallin að auka traust á því starfi sem fram fer á vettvangi Alþingis, sem og Kirkjuþings. En um leið þurfum við að gæta þess að öll framkvæmd og framvinda mikilsverðra mála drukkni ekki í innantómri orðræðu. Orðræða þarf ætíð að vera öguð og stefna að ákveðnu marki til þess að hún geti bæði verið áhugaverð og trúverðug. Við Íslendingar upplifum mikla ógnar tíma um þessar mundir, ef ekki þá erfiðustu á lýðveldistímanum. Við slíkar aðstæður er uppbyggileg og gagnrýnin umræða nauðsynleg. Alþingi er höfuðvettvangur þjóðmálaumræðunnar, en kirkjan á líka að vera vettvangur markvissar umræðu þar sem kennimenn setja fram brennandi og krefjandi spurningar fyrir söfnuði sína. Um þessar mundir vantar ekki siðferðilegar spurningar að glíma við - þær eru sannarlega við hvert fótmál. Kirkjan er vettvangur þar sem boðskap um kristilegt siðferði er komið á framfæri og lagt í hendur hvers einstaklings að fylgja. Hið tvöfalda kærleiksboðorð og gullna reglan eru vegvísarnir; leiðarsteinar hins sanna kristilega lífernis. Kristur felur okkur það verkefni að elska náungann eins og sjálf okkur og setja okkur í spor hans í öllum okkar gjörðum. Slík samhygð er sannarlega grund- völlur farsæls lífs. Góðir þingfulltrúar. Víst er að erfiðleikar í efnahag þjóðarinnar og þá um leið heimilanna valda spennu og kvíða, sem aftur geta leitt til upplausnar og uppgjafar. Við stjórn- málamenn stöndum daglega frammi fyrir einstaklingum sem áfellast stjórnvöld fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart þeim sem hafa misnotað frelsið og með glannaskap ógna hagsmunum þúsunda einstaklinga og jafnvel hagsmunum og sjálfstæði okkar sem þjóðar. Það er jafnframt alið á sundrung meðal þjóðarinnar með því að halda því fram að ef við hefðum verið búin að fórna verulegum hluta fullveldis okkar hefðum við ekki lent í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna þegar alþjóðleg fjármálakreppa skellur á okkur með ógnarafli og alvarlegum afleiðingum. Úr því sem komið er verður ekki aftur snúið og sagan mun dæma öll mannanna verk. Við þessar aðstæður allar þarf samstöðu þeirra sem fara með völdin og það er mikilvægt að varðveita og styrkja fjölskylduna og tengsl milli manna. Nú þurfa þeir sem leiða þjóðfélagsumræðuna að slíðra sverðin, nú eiga ekki að tíðkast hin breiðu spjót á meðan þjóðin er í miðjum brimgarðinum. Við núverandi aðstæður gegnir kirkjan stóru hlutverki. Nú sem aldrei fyrr ríður á að okkur auðnist að sýna samhygð í orðum og verkum. Megi orð Frelsarans um náungakær- leika og boðskapur kristilegs siðferðis vera okkur öllum leiðarljós. Megi blessun fylgja störfum Kirkjuþings!

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.