Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 23
23
lýsingar kirkna og réttinda þeirra, nýbyggingar prestsbústaða, hugsanlegt nýtt Kirkjuhús,
úrlausn Óbyggðanefndar um mörk lands Valþjófsstaðar og úrskurð matsnefndar um
endurgjald fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar. Enn fremur margvísleg mál er
varða tilteknar fasteignir í eigu Kirkjumálasjóðs. Má vísa til kafla skýrslu þessarar um
fasteignir vegna frekari upplýsinga um störf Kirkjuráðs að málefnum fasteigna
Kirkjumálasjóðs.
Starfsmenn Kirkjuráðs
Endurskoðað stjórnkerfi fasteigna var tekið upp í ársbyrjun 2008 og þá tók einnig til
starfa stjórn prestssetra, sbr. starfsreglur um prestssetur nr. 1027/2007. Stjórn-
kerfisbreyting þessi hafði töluverð áhrif á starfsmannahald og var starf framkvæmdastjóra
Prestssetrasjóðs formlega afnumið um áramót. Ákveðið var að fyrstu þrír mánuðir ársins
yrðu nýttir til aðlögunar og nýtt fyrirkomulag með nýjum eða breyttum starfslýsingum að
fullu innleitt 1. apríl 2008.
Ráðinn var verkefnisstjóri lögfræðimála til starfa í ársbyrjun, Anna Guðmunda
Ingvarsdóttir lögfræðingur, einkum á fasteignasviði. Um nýtt starf er að ræða. Verksvið
er margvísleg samningsgerð, þ.m.t. gerð haldsbréfa vegna prestssetra og ýmiss konar
hagsmunagæsla og samskipti við stjórnvöld vegna fasteigna Kirkjumálasjóðs. Verkefnis-
stjórinn undirbýr fundi stjórnar prestssetra með öðrum verkefnisstjórum sem að því koma
og fylgir eftir ákvörðunum stjórnarinnar.
Þá starfar á fasteignasviði verkefnisstjóri utanhússframkvæmda, skipulagsmála og
ráðgjafarsviðs, Höskuldur Sveinsson arkitekt. Verksvið hans samkvæmt nýrri skipan er
umsjón verkefna er lúta að framkvæmdum utanhúss og nýbyggingum á vegum Kirkju-
ráðs og stjórnar prestssetra, ýmis samskipti við stjórnvöld, hönnuði og verktaka, svo og
skipulagsmál. Enn fremur annast verkefnisstjórinn undirbúning funda bygginga- og
listanefndar og undirbýr úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna ásamt verkefnisstjóra sókna á
Biskupsstofu. Einnig annast verkefnisstjórinn ráðgjöf til sókna vegna verklegra
framkvæmda.
Verkefnisstjóri innanhússframkvæmda á fasteignasviði er Kristín Mjöll Kristinsdóttir
innanhússarkitekt. Verkefnisstjórinn annast verklegar framkvæmdir innanhúss í prests-
bústöðum og öðru íbúðar- og skrifstofuhúsnæði á vegum Kirkjuráðs, ræður iðnaðar-
menn/verktaka til verka og fylgist með verklegum framkvæmdum. Verkefnisstjórinn sér
enn fremur um innkaup á innréttingum og öðrum búnaði eftir þörfum.
Verkefnisstjóri landmælinga í 25% starfshlutfalli á fasteignasviðinu, Sigurgeir Skúlason
landfræðingur, annast gerð afstöðumynda og hnitasettrar afmörkunar lóða umhverfis
kirkjur, kirkjugarða, íbúðarhús á prestssetursjörðum og aðra eignarhluta sem ákveðið er að
afmarka með sjálfstæðum hætti. Um er að ræða samstarfsverkefni með Kirkjugarðaráði.
Jóhannes Ingibjartsson byggingatæknifræðingur, formaður bygginga- og listanefndar,
hefur starfað hjá Kirkjuráði í hlutastarfi að ráðgjöf fyrir sóknarnefndir sem standa í
verklegum framkvæmdum, gerð kostnaðaráætlana o.fl., en lét af því starfi 30. september
2008 og hafa þau verkefni færst til verkefnisstjóra ráðgjafarsviðs, sbr. hér að framan.
Jóhannes mun þó áfram verða formaður bygginga- og listanefndar.