Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 34

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 34
 34 Mál lögð fram á Kirkjuþingi 2008 1. mál Kirkjuþings 2008. Skýrsla Kirkjuráðs ásamt greinargerðum, skýrslum og öðrum fylgigögnum Skýrsla þessi er lögð fyrir Kirkjuþing 2008 skv. starfsreglum um Kirkjuráð nr. 817/2000. Að venju er vísað til Árbókar kirkjunnar þar sem m.a. er að finna skýrslur um kirkjustarfið. 2. mál Kirkjuþings 2008. Fjármál Þjóðkirkjunnar Að venju eru fjármál Þjóðkirkjunnar lögð fram á Kirkjuþingi . Reikningar stofnana og sjóða vegna ársins 2007 eru aðgengilegir öllum kirkjuþingsfulltrúum. Útdráttur úr helstu ársreikningum er í Árbók kirkjunnar. Lögð er fram áætlun vegna prestsembætta 2009 sem fylgiskjal með fjármálum Þjóðkirkjunnar. Ríkisendurskoðun hefur skilað endurskoðunarskýrslu vegna sjóða kirkjunnar og Biskupsstofu fyrir árið 2007, án athugasemda. Þó var bent á í skýrslu um Jöfnunarsjóð sókna að huga þurfi að endurskoðun útreikninga og aðferðafræði við ákvörðun á tillagi til ábyrgðardeildar sjóðsins. 3. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007 Biskup Íslands flytur málið. Lagt er til að Búrfells-, Mosfells- og Stóru-Borgarsóknir, Mosfellsprestakalli, Árnessprófastsdæmi, sameinist í eina sókn, Mosfellssókn. Enn fremur að Reykholts- og Stóra-Ásssóknir, Reykholtsprestakalli, Borgarfjarðarprófasts- dæmi, sameinist í eina sókn, Reykholtssókn. Sameining öðlist gildi 1. desember 2008. 4. mál Kirkjuþings 2008. Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun þjóðkirkjulaga Vísað er til umfjöllunar hér að framan um ályktun Kirkjuþings 2007 í 7. máli um skipun nefndar til að endurskoða löggjöf um Þjóðkirkjuna. Nefndin leggur áfangaskýrslu fyrir Kirkjuþing 2008, þar sem gerð er grein fyrir störfum nefndarinnar, og drög að frumvarpi sem umræðugrundvöll. 5. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar Á Kirkjuþingi 2006 var samþykkt að beina því til Kirkjuráðs að skipa nefnd til að vinna tillögur að heildarskipan þjónustu Þjóðkirkjunnar á grundvelli Stefnu og starfsáherslna Þjóðkirkjunnar 2004-2010. Nefndina skipuðu sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur og kirkjuþingsfulltrúi, sem jafnframt var einn af flutningsmönnum tillögunnar; Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri stefnumótunar á Biskupsstofu; og sr. Þorvaldur

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.