Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 35

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 35
 35 Karl Helgason, biskupsritari. Nefndin hefur haldið alls 25 fundi, þar með talið kynningar- og samráðsfundi með prestum og djáknum. Nefndin fór þá leið að ræða fyrst um innihald þjónustunnar, þ.e. grunnþjónustu sóknar. Þær meginhugmyndir voru kynntar með skýrslu Kirkjuráðs á Kirkjuþingi 2007. Á þessu Kirkjuþingi eru lagðar fram ýtarlegri tillögur um grunnþjónustu sóknar og tillaga að útfærslu á þeim með samstarfssvæðum. 6. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um drög að samþykktum um innri málefni kirkjunnar Biskup Íslands hefur unnið tillögur að samþykktum um innri málefni kirkjunnar. Samkvæmt þjóðkirkjulögum skulu samþykktir um kenningarleg málefni, guðs- þjónustuhald, helgisiði, skírn, fermingu og altarissakramenti sæta umfjöllun Prestastefnu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á Kirkjuþingi. Prestastefna 2008 fékk tillögurnar til umfjöllunar og var samþykkt að óska eftir því að fjallað yrði um málið að nýju á Prestastefnu 2009. Rétt þykir að leggja tillögurnar fyrir Kirkjuþing 2008 til að fá umræðu og skoðanaskipti. Stefnt verði að því að ljúka afgreiðslu málsins á Kirkjuþingi 2009. 7. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um stöðu prestsembætta á vegum Þjóðkirkjunnar í sérþjónustu Tillagan miðar að því að auka bein tengsl sérþjónustunnar við grunnþjónustu í öllum prestaköllum, grunneining í verklegri sálgæslu (CPE) verði skilyrði fyrir vígslu, stofnað verði prófastsdæmi sérþjónustunnar hér á landi og erlendis, samstarf við systurkirkjur verði aukið og leitað framlaga til að viðhalda þjónustu kirkjunnar erlendis og starfsstyrkjum vegna prestsþjónustu meðal Íslendinga í útlöndum verði fjölgað. 8. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna Kirkjuráð leitar heimildar Kirkjuþings fyrir kaupum á nýju Kirkjuhúsi, prestsbústað á Þórshöfn, sölu þriggja aflagðra prestssetursjarða, tveggja prestsbústaða og landspildu á prestssetursjörð. Auk þess er óskað heimildar til sölu Kirkjuhússins, Laugavegi 31, Reykjavík. Enn fremur er óskað heimildar til makaskipta á landi úr prestssetursjörðinni Grenjaðarstað og grannjörð. Kirkjuráð telur rétt að taka sérstaklega fram að hvorki verði eignir seldar né keyptar, nema viðunandi verð og skilmálar séu í boði. 9. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar að fjárfestingarstefnu Þjóðkirkjunnar Á Kirkjuþingi 2007 var því beint til Kirkjuráðs að leggja fram tillögu að fjár- festingarstefnu Þjóðkirkjunnar. Vísað er til umfjöllunar um 2. mál Kirkjuþings 2007 og greinargerðar með tillögunni í þessu máli.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.