Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 35

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 35
 35 Karl Helgason, biskupsritari. Nefndin hefur haldið alls 25 fundi, þar með talið kynningar- og samráðsfundi með prestum og djáknum. Nefndin fór þá leið að ræða fyrst um innihald þjónustunnar, þ.e. grunnþjónustu sóknar. Þær meginhugmyndir voru kynntar með skýrslu Kirkjuráðs á Kirkjuþingi 2007. Á þessu Kirkjuþingi eru lagðar fram ýtarlegri tillögur um grunnþjónustu sóknar og tillaga að útfærslu á þeim með samstarfssvæðum. 6. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um drög að samþykktum um innri málefni kirkjunnar Biskup Íslands hefur unnið tillögur að samþykktum um innri málefni kirkjunnar. Samkvæmt þjóðkirkjulögum skulu samþykktir um kenningarleg málefni, guðs- þjónustuhald, helgisiði, skírn, fermingu og altarissakramenti sæta umfjöllun Prestastefnu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á Kirkjuþingi. Prestastefna 2008 fékk tillögurnar til umfjöllunar og var samþykkt að óska eftir því að fjallað yrði um málið að nýju á Prestastefnu 2009. Rétt þykir að leggja tillögurnar fyrir Kirkjuþing 2008 til að fá umræðu og skoðanaskipti. Stefnt verði að því að ljúka afgreiðslu málsins á Kirkjuþingi 2009. 7. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um stöðu prestsembætta á vegum Þjóðkirkjunnar í sérþjónustu Tillagan miðar að því að auka bein tengsl sérþjónustunnar við grunnþjónustu í öllum prestaköllum, grunneining í verklegri sálgæslu (CPE) verði skilyrði fyrir vígslu, stofnað verði prófastsdæmi sérþjónustunnar hér á landi og erlendis, samstarf við systurkirkjur verði aukið og leitað framlaga til að viðhalda þjónustu kirkjunnar erlendis og starfsstyrkjum vegna prestsþjónustu meðal Íslendinga í útlöndum verði fjölgað. 8. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna Kirkjuráð leitar heimildar Kirkjuþings fyrir kaupum á nýju Kirkjuhúsi, prestsbústað á Þórshöfn, sölu þriggja aflagðra prestssetursjarða, tveggja prestsbústaða og landspildu á prestssetursjörð. Auk þess er óskað heimildar til sölu Kirkjuhússins, Laugavegi 31, Reykjavík. Enn fremur er óskað heimildar til makaskipta á landi úr prestssetursjörðinni Grenjaðarstað og grannjörð. Kirkjuráð telur rétt að taka sérstaklega fram að hvorki verði eignir seldar né keyptar, nema viðunandi verð og skilmálar séu í boði. 9. mál Kirkjuþings 2008. Tillaga til þingsályktunar að fjárfestingarstefnu Þjóðkirkjunnar Á Kirkjuþingi 2007 var því beint til Kirkjuráðs að leggja fram tillögu að fjár- festingarstefnu Þjóðkirkjunnar. Vísað er til umfjöllunar um 2. mál Kirkjuþings 2007 og greinargerðar með tillögunni í þessu máli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.