Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 41

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 41
 41 Stjórn prestssetra Hinn 1. janúar 2008 tók til starfa stjórn prestssetra skv. starfsreglum um prestssetur nr. 1027/2007. Á sama tíma var Prestssetrasjóður formlega lagður niður. Hlutverk stjórnar prestssetra er að fara með almennt fyrirsvar vegna prestssetra, fara með málefni prestssetra sem falla ekki undir Kirkjuráð og fara með stjórn prestssetra gagnvart prestum skv. ábúðarlögum, húsaleigulögum og öðrum lögum. Þá útbýr stjórn prestssetra fjárhagsáætlun og tekur ákvarðanir um meiriháttar viðhald á prestssetrum. Um skipan stjórnarinnar má lesa fyrr í þessari skýrslu. Stjórnin fundar að jafnaði mánaðarlega, og yfirleitt á Biskupsstofu. Fasteignasvið leggur stjórn prestssetra til starfsfólk en Anna Guðmunda Ingvarsdóttir lögfræðingur, verkefnisstjóri lögfræðimála á fasteignasviði Kirkjuráðs, hefur fyrirsvar fyrir stjórnina í samskiptum við einstaklinga, stjórnvöld og aðra. Tillögur stjórnar prestssetra um nýbyggingar Stjórn prestssetra gerði tillögu að þremur nýbyggingum prestssetra, á Sauðárkróki, í Stafholti og á Kolfreyjustað. Í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu ákvað Kirkjuráð á fundi sínum 16. október 2008 að fresta öllum nýframkvæmdum. VII. Stofnanir á vegum Kirkjuráðs Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fyrr hefur verið greint frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem Kirkjuráð vill vekja athygli Kirkjuþings á. Skálholt Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Nú hefur verið unnið eftir nýju skipulagi á starfsemi Skálholts í tvö ár og er Skálholtsskóli og Skálholtsstaður rekinn sem ein rekstrareining. Framkvæmdastjóri er Hólmfríður Ingólfsdóttir og rektor dr. Kristinn Ólason. Unnið hefur verið að því að efla starfsemi Skálholtsskóla og er óhætt að fullyrða að góður árangur hafi náðst í því efni. Dagskráin er bæði fjölbreytt og metnaðarfull. Aðsókn hefur verið góð í flesta dagskrárliði. Má nefna kyrrðardagastarfið, sem einnig felur í sér lokaða kyrrðardaga fyrir valdar starfsstéttir, heilsudaga, fermingar- og fræðslu- námskeið, prédikunarnámskeið, þrettándaakademíu, fjölmörg málþing og ráðstefnur af ýmsum stærðargráðum. Fjölmennasta ráðstefnan á þessu ári var með 120 þátttakendur. Þá hefur verið afar farsælt samstarf um Sumartónleikana í Skálholti með góðri aðsókn, en auk þeirra má nefna fjölmarga aðra tónlistarviðburði. Sjá nánar um einstaka viðburði á heimasíðu Skálholtsstaðar og í skýrslu rektors í Árbók kirkjunnar. Aðsókn að Skálholtsstað hefur aukist jafnt og þétt og hafa tekjur staðarins aukist nokkuð. Áætlað er að allt að 260 þúsund manns sæki staðinn árlega innan fárra ára og því er margt gert til að bæta þjónustu við ferðamenn og ráðstefnugesti. Í þessari þróun felast ný sóknarfæri. Nú er lokið öllum undirbúningi vegna nýbyggingar í Skálholti en framkvæmdinni hefur verið frestað um sinn vegna óvissu um fjármögnun. Hilmar Örn Agnarsson, organisti, lét af störfum á árinu þegar starfið var lagt niður. Tónlistarmál staðarins eru til umfjöllunar hjá stjórn Skálholts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.