Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 51

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 51
 51 4. mál - Ályktun um frumvarp til Þjóðkirkjulaga Kirkjuþing 2008 beinir þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að hann flytji eftirfarandi frumvarp til Þjóðkirkjulaga, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Frumvarp til Þjóðkirkjulaga. I. kafli. Skilgreining og réttarstaða. 1. gr. Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. 2. gr. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda Þjóðkirkjuna samkvæmt 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þjóðkirkjan ræður starfi sínu og nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu nema lög mæli á annan veg. Þjóðkirkjunni ber að tryggja að allir landsmenn geti átt kost á kirkjulegri þjónustu. 3. gr. Við málsmeðferð og ákvarðanir kirkjulegra stjórnvalda samkvæmt lögum þessum skal fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga eftir því sem við getur átt. Hinu sama gegnir um sérstakt hæfi kirkjulegra stjórnvalda til meðferðar einstakra mála. Þá taka upplýsingalög jafnframt til stjórnsýslu Þjóðkirkjunnar eftir því sem við getur átt. 4. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur með höndum tengsl við Þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins. Ráðuneytið hefur umsjón með því að ríkisvaldið veiti Þjóðkirkjunni þann stuðning sem því ber að veita henni lögum samkvæmt. 5. gr. Skírn í nafni heilagrar þrenningar veitir aðild að Þjóðkirkjunni. Um aðild að, inngöngu í og úrsögn úr Þjóðkirkjunni fer að öðru leyti samkvæmt 8. gr. og 9. gr. laga um skráð trúfélög og þeim starfsreglum sem Kirkjuþing setur. Um stöðu Þjóðkirkjunnar sem trúfélags fer samkvæmt lögum um skráð trúfélög eftir því sem við getur átt. II. kafli. Kirkjuþing. 6. gr. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar nema lög mæli á annan veg. Kirkjuþing setur starfsreglur um starfsemi Þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing markar Þjóð- kirkjunni þannig og með öðrum samþykktum stefnu í málefnum hennar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.