Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 66

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 66
 66 Um 9. gr. Um skipan Kirkjuþings er mælt fyrir í 21. gr. núgildandi laga. Rétt þykir að einfalda þann lagaramma og láta Kirkjuþingi eftir að kveða á um kjör til þingsins og þingsköp, seturétt annarra en kjörinna fulltrúa á þinginu og hversu oft þingið skuli koma saman. Um 10. gr. Greinin er samhljóða 3. og 4. mgr. 23. gr. núgildandi laga og þarfnast ekki skýringar. Um 11. gr. Lagt er til í 1. mgr. að ákvæði um ábyrgð forseta Kirkjuþings á starfsemi þingsins, undirbúningi þess og eftirfylgd verði skerpt en í núgildandi lögum er ekki að finna önnur ákvæði um forseta Kirkjuþings en að þingið kjósi sér þingforseta úr röðum leikmanna, sbr. 5. mgr. 21. gr, og að Kirkjuráð skuli hafa samráð við forseta Kirkjuþings við undirbúning þingsins og hvernig ráðið fylgi eftir samþykktum þess, sbr. 1. mgr. 27. gr. Hér er lagt til að forseti Kirkjuþings kalli þingið saman og beri ábyrgð á starfsemi þess auk þess að stjórna þingfundum. Þá skuli hann undirbúa fundi Kirkjuþings í samráði við Kirkjuráð og fylgja eftir samþykktum þess með sama hætti. Áhersla er þannig lögð á frumkvæðisskyldu forseta gagnvart málefnum Kirkjuþings en rétt er og nauðsynlegt að samráð sé um þetta milli hans og Kirkjuráðs sem fer með framkvæmdavald innan Þjóðkirkjunnar, sbr. 12. gr., 15. gr. og 23. gr. frv. Í 2. mgr. er lagt til að forseti Kirkjuþings birti á eindæmi sitt starfsreglur frá Kirkjuþingi og aðrar réttarskapandi ákvarðanir þess. Í núgildandi lögum er ekki mælt fyrir um hver skuli annast birtinguna og hefur það verk verið á hendi biskups Íslands. Um leið og staða forseta Kirkjuþings er skýrð þykir rétt að hann birti ákvarðanir þingsins fremur en biskup Íslands sem situr á Kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétti en án atkvæðisréttar. Um 12. gr. Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða 1. mgr. 26. gr. núgildandi laga. Ákvæði 2. mgr. er efnislega samhljóða tveimur fyrri málsliðum 2. mgr. 26. gr. Ekki þykir ástæða til þess hér að hafa sérstakt ákvæði um þá stöðu sem upp kann að koma verði biskup Íslands vanhæfur í Kirkjuráði vegna fyrri aðkomu hans að máli, enda tæki varaforseti Kirkjuráðs þá sæti hans við úrlausn þess í ráðinu, sbr. 13. gr. frv. Um 13. gr. Lagt er til að Kirkjuþingi verði fengið ákvörðunarvald um skipan Kirkjuráðs og umboð kirkjuráðsmanna að öðru leyti en því er varðar setu biskups Íslands í ráðinu og forsæti hans. Kirkjuþing ákveði þannig hlutfall vígðra og leikra í Kirkjuráði og kjör varaforseta þess. Með þessu móti yrði horfið frá því að lögbinda skipan Kirkjuráðs og umboð þess um annað en sæti biskups Íslands, sjá 25. gr. núgildandi laga. Um 14. gr. Lagt er til í 1. mgr. að ótvírætt skuli vera að Kirkjuráð beri ábyrgð gagnvart Kirkjuþingi en slíkt ákvæði er ekki í núgildandi lögum. Þetta felur í sér að Kirkjuþing getur vikið einstökum kirkjuráðsmönnum frá öðrum en biskupi Íslands. Nánari ákvæði um fram- kvæmd þessa setur Kirkjuþing í starfsreglur, sbr. 17. gr. frv.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.