Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 67
67
Í 2. mgr. er ákvæði efnislega samhljóða 3. mgr. 26. gr. núgildandi laga. Áréttað er
að einstökum ákvörðunum Kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjórnsýslu verði
ekki skotið til Kirkjuþings til endanlegrar ákvörðunar. Einstakir kirkjuþingsmenn geta
hins vegar haft frumkvæði að því að málið verði rætt á Kirkjuþingi, sem gæti þá bæði
ályktað um það eða vottað kirkjuráðsmönnum, einum eða fleirum, vantraust vegna
málsmeðferðarinnar, sbr. 1. mgr.
Um 15. gr.
Greinin er efnislega samhljóða 1. mgr. 27. gr. núgildandi laga. Vísað er til athugasemda
við 11. gr. frv. um aukinn þátt forseta Kirkjuþings við undirbúning þingsins og eftirfylgd
samþykkta þess.
Um 16. gr.
Greinin er efnislega samhljóða fyrri ml. 4. mgr. 27. gr. núgildandi laga og þarfnast ekki
skýringar. Lagt er til að l. nr. 22/1993 um Skálholtsskóla falli brott, en þá gæti Kirkjuþing
sett starfsreglur um skólahald í Skálholti skv. almennri heimild í 49. gr. frv. Umtalsverðar
breytingar hafa orðið á rekstri skólans og fjárhag. Rekstur skóla og staðar hefur verið
sameinaður. Ekki er lengur um að ræða sérgreind framlög á fjárlögum til skólans eins og
lögin gera ráð fyrir, heldur eru framlögin nú á grundvelli samnings ríkis og kirkju um
kirkjueignir og prestssetur, sbr. l. 82/2007 um breyting á lögum um stöðu, stjórn og
starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997.
Um 17. gr.
Greinin þarfnast ekki skýringar.
Um 18. gr.
Greinin er samhljóða 1. mgr. 6. gr. núgildandi laga. Til þess er ekki vilji innan Þjóð-
kirkjunnar að skipta landinu í fleiri biskupsdæmi en biskuparnir í Skálholti og á Hólum
eru biskupi Íslands til aðstoðar í biskupsdæminu, sbr. 25. gr. frv.
Um 19. gr.
Greinin er efnislega samhljóða 2. mgr. 6. gr. núgildandi laga. Lagt er til að í starfsreglum
frá Kirkjuþingi verði unnt að kveða nánar á um tilhögun yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar. Þá
þykir rétt að taka fram að Biskupsstofa sé embættisskrifstofa biskups Íslands.
Um 20. gr.
1. mgr. er samhljóða 7. gr. og 9. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að lagt er til að
skipunartími biskups í embætti verði ótímabundinn. Heimild til þess er að finna í 1. mgr.
23. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem segir að
embættismenn skuli skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í
lögum. Veigamikil rök hníga að því að biskup Íslands gegni embætti sínu án þeirrar
takmörkunar sem felst í framangreindu lagaákvæði, eins og starfsbræður hans í
systurkirkjunum í nálægum löndum. Þess er einkum að gæta að biskup Íslands er
trúarleiðtogi Þjóðkirkjunnar og biskupskjör liggur að baki skipunar hans í embætti.
Í 2. mgr. er nýmæli sem lýtur að því að Kirkjuþing sem æðsta valdastofnun
Þjóðkirkjunnar getur með auknum meirihluta þingfulltrúa kallað fram biskupskjör við