Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 71

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 71
 71 ungu stjórn kirkjulegra stjórnvalda þótt hann verði að öðru leyti að hlíta margvíslegum starfsreglum sem eðli máls samkvæmt hljóta að eiga við á viðkomandi vinnustað. Ákvæði 2. mgr. er efnislega samhljóða 1. gr. laga nr. 36/1931 um embættis- kostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. Verði frumvarp þetta að lögum verða þau lög felld úr gildi, sbr. 51. gr. frv. Um 34. gr. Ákvæði 1. mgr. er samhljóða 34. gr. núgildandi laga. Í 2. málslið er skilgreining á sóknar- prestsembættinu samkvæmt guðfræðilegri og kirkjuréttarlegri hefð. Ákvæði 2. mgr. er samhljóða 2. gr. laga nr. 36/1931 að öðru leyti en því að biskup Íslands kemur í stað ráðuneytisins, sbr. athugasemd við 33. gr. frv. Efnisatriði 3.-5. mgr. koma fram í 35., 36., 44. og 45. gr. núgildandi laga. Ákvæði 6. mgr. Um gjaldskrá fyrir aukaverk presta á sér samsvörun í 3. gr. laga nr. 36/1931, sbr. athugasemd við 33. gr. frv. Hér er hins vegar lagt til að Kirkjuþing setji gjaldskrá um aukaverk presta í stað kirkjumálaráðherra. Um 35. gr. Efnisatriði þessarar greinar koma fram í 38. gr. núgildandi laga. Ekki þykir ástæða til að kveða á um lágmarksaldur prestsefna enda er það óraunhæft og biskup hefur getað veitt undanþágu í þeim efnum. Þá þykir nægja að biskup Íslands geti leitað álits guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands um aðrar menntastofnanir en háskólann en sé það ekki skylt eins og nú er. Um 36. gr. Greinin er efnislega samhljóða 39. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að nægilegt þykir að umsóknarfrestur sé þrjár vikur í stað fjögurra. Um 37. gr. Ákvæði um veitingu prestsembætta og auglýsingu embættis að skipunartíma liðnum koma fram í 37. og 40. gr. núgildandi laga, sbr. lög nr. 82/2007. Með 1. mgr. eru lagðar til breytingar á þeim ákvæðum. Biskup Íslands tók við því valdi úr höndum kirkjumálaráðherra með lögum nr. 82/2007 að skipa í embætti sóknarpresta. Eðlilegt er að veitingarvaldi biskups Íslands séu settar skorður af bindandi niðurstöðu valnefndar eða almennra kosninga í prestakalli. Hins vegar þykir nauðsyn bera til að biskup hafi óbundnar hendur til að veita prestsembætti ef niðurstaða næst ekki með framangreindum hætti. Í 2. mgr. 23. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er mælt fyrir um að hafi maður verið skipaður tímabundið í embætti, til fimm ára í senn, skuli honum tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sá sem veitt hefur embætti hefur um þetta óbundnar hendur innan þeirra marka er kröfur stjórnsýsluréttar um vandaða og málefnalega stjórnsýslu setja. Eðlilegt er að biskup Íslands sé að þessu leyti jafnsettur öðrum þeim er fara með veitingarvald embætta ríkisins. Því er lagt til í 3. mgr. að biskup Íslands geti tekið ákvörðun í þessu efni án þess að tillaga um það þurfi að koma fram í söfnuði eins og kveðið er á um í 40. gr. núgildandi laga.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.