Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 71

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 71
 71 ungu stjórn kirkjulegra stjórnvalda þótt hann verði að öðru leyti að hlíta margvíslegum starfsreglum sem eðli máls samkvæmt hljóta að eiga við á viðkomandi vinnustað. Ákvæði 2. mgr. er efnislega samhljóða 1. gr. laga nr. 36/1931 um embættis- kostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. Verði frumvarp þetta að lögum verða þau lög felld úr gildi, sbr. 51. gr. frv. Um 34. gr. Ákvæði 1. mgr. er samhljóða 34. gr. núgildandi laga. Í 2. málslið er skilgreining á sóknar- prestsembættinu samkvæmt guðfræðilegri og kirkjuréttarlegri hefð. Ákvæði 2. mgr. er samhljóða 2. gr. laga nr. 36/1931 að öðru leyti en því að biskup Íslands kemur í stað ráðuneytisins, sbr. athugasemd við 33. gr. frv. Efnisatriði 3.-5. mgr. koma fram í 35., 36., 44. og 45. gr. núgildandi laga. Ákvæði 6. mgr. Um gjaldskrá fyrir aukaverk presta á sér samsvörun í 3. gr. laga nr. 36/1931, sbr. athugasemd við 33. gr. frv. Hér er hins vegar lagt til að Kirkjuþing setji gjaldskrá um aukaverk presta í stað kirkjumálaráðherra. Um 35. gr. Efnisatriði þessarar greinar koma fram í 38. gr. núgildandi laga. Ekki þykir ástæða til að kveða á um lágmarksaldur prestsefna enda er það óraunhæft og biskup hefur getað veitt undanþágu í þeim efnum. Þá þykir nægja að biskup Íslands geti leitað álits guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands um aðrar menntastofnanir en háskólann en sé það ekki skylt eins og nú er. Um 36. gr. Greinin er efnislega samhljóða 39. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að nægilegt þykir að umsóknarfrestur sé þrjár vikur í stað fjögurra. Um 37. gr. Ákvæði um veitingu prestsembætta og auglýsingu embættis að skipunartíma liðnum koma fram í 37. og 40. gr. núgildandi laga, sbr. lög nr. 82/2007. Með 1. mgr. eru lagðar til breytingar á þeim ákvæðum. Biskup Íslands tók við því valdi úr höndum kirkjumálaráðherra með lögum nr. 82/2007 að skipa í embætti sóknarpresta. Eðlilegt er að veitingarvaldi biskups Íslands séu settar skorður af bindandi niðurstöðu valnefndar eða almennra kosninga í prestakalli. Hins vegar þykir nauðsyn bera til að biskup hafi óbundnar hendur til að veita prestsembætti ef niðurstaða næst ekki með framangreindum hætti. Í 2. mgr. 23. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er mælt fyrir um að hafi maður verið skipaður tímabundið í embætti, til fimm ára í senn, skuli honum tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sá sem veitt hefur embætti hefur um þetta óbundnar hendur innan þeirra marka er kröfur stjórnsýsluréttar um vandaða og málefnalega stjórnsýslu setja. Eðlilegt er að biskup Íslands sé að þessu leyti jafnsettur öðrum þeim er fara með veitingarvald embætta ríkisins. Því er lagt til í 3. mgr. að biskup Íslands geti tekið ákvörðun í þessu efni án þess að tillaga um það þurfi að koma fram í söfnuði eins og kveðið er á um í 40. gr. núgildandi laga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.