Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 75

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 75
 75 5. mál - Þingsályktun um heildarskipan þjónustu kirkjunnar Flutt af Kirkjuráði Frsm. Karl Sigurbjörnsson Kirkjuþing 2008 samþykkir meginhugmyndir sem fram koma í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Áfram verði unnið að verkefninu með gerð tillagna um skipan prestakalla og prófastsdæma. Kirkjuþing 2008 beinir því til Kirkjuráðs að sameina í eitt skjal skýrslu um heildarskipan þjónustu kirkjunnar, 5. mál Kirkjuþings 2008, samþykktir um innri málefni kirkjunnar, 6. mál 2008 og þingsályktun um sérþjónustu kirkjunnar, 7. mál Kirkjuþings 2008. Jafnhliða verði skoðað hvort bæta skuli inn í það skjal viðeigandi starfsreglum eða ákvæðum í þeim og til verði einn bálkur er fjalli um grunnforsendur, umfang og umgjörð þjónustu kirkjunnar. Málið í heild sinni verði til umfjöllunar á Kirkjuþingi 2009.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.