Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 84

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 84
 84 14. mál - Samþykkt um staðfestingu stofnskrár fyrir Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, rannsókna- og fræðaseturs í trúarbragðafræðum og guðfræði Flutt af Kirkjuráði Frsm. Kristján Björnsson Inngangur 1. gr. Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar er í eigu Þjóðkirkjunnar. 2. gr. Aðsetur stofnunarinnar er í Kapellu ljóssins á Vallarheiði í Reykjanesbæ. Hún er stofnuð í samstarfi við Guðfræðistofnun Háskóla Íslands og starfar þar í samvinnu við Alþjóða- háskólann Keili. Stofnunin skal stefna að samvinnu við erlendar guðfræðistofnanir, erlenda og innlenda háskóla, rannsóknarstofnanir í trúarbragðafræðum, aðrar kirkjudeildir og Samráðsvettvang trúarbragða. Hlutverk og aðstaða 3. gr. Hlutverk Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar er að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúarbragðafræði og guðfræði í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á trúar- brögðum heimsins og stuðla að sáttargjörð ólíkra trúarviðhorfa, vinna gegn tortryggni og efla skilning og umburðarlyndi. 4. gr. Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar veitir aðstöðu til fræðslu, ráðstefnuhalds, námskeiða og rannsókna. 5. gr. Stofnunin skal varðveita í Kapellu ljóssins hin sýnilegu tákn þess að húsið hefur frá upphafi verið helgidómur ólíkra trúarbragða. Auk þess hefur stofnunin annað húsnæði í eigu Kirkjumálasjóðs á svæðinu til umráða samkvæmt nánari ákvörðun Kirkjuráðs. Stjórn og skipan 6. gr. Kirkjuráð skipar fimm menn í stjórn stofnunarinnar til fjögurra ára. Þar af tilnefnir biskup Íslands formann og varaformann og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands einn stjórnarmann. 7. gr. Í samráði við biskup Íslands er stjórninni heimilt að skipa allt að fimm manna fagráð til eins árs í senn, sem er stjórn og forstöðumanni til ráðuneytis. Leita má tilnefninga til fagaðila, stofnana og samtaka er starfa á sviði stofnunarinnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.