Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 16
14
erlendis er sennilega kominn tími annað hvort
til að endurskoða þau stig sem gefin eru fyrir
mismunandi verk og hvetja til enn meiri gæða
í rannsóknum eða að endurskoða kerfið í heild.
Ég tel þó að síðarnefndi valmöguleikinn sé
ekki fyrir hendi eins og er í því umhverfi sem
rannsóknir fara fram í á Islandi í dag.
Ljóst er að matsreglurnar hafa gríðarlegt
vald til að stýra starfsemi Kennaraháskólans
en miðað við lögbundið hlutverk hans má
greina í notkun þeirra nokkrar mótsagnir eins
og ég ýjaði að hér á undan. Kennaraháskólinn
er starfsmenntunarháskóli og ber skylda til
að rækja tengsl við þá sem starfa á vettvangi.
Reglurnar hvetja ekki til mikils framlags á sviði
endurmenntunar né þjónustu vegna áherslunnar
sem lögð er á formlegar rannsóknir. Leita þarf
leiða til að styrkja tengsl við starfandi fagfólk í
þeim greinum sem skólinn menntar fólk til.
En það eru til fleiri reglur en matsreglur í
starfi háskóla, svo sem reglur um vinnuskýrslur,
um rannsóknamisseri og rannsóknarsjóði.
Sumar reglur eru einnig óskráðar. Mikið er
talað um að nú sé kominn tími til að efla
samvinnu kennara. Það sem er kannski helst
til trafala í því santbandi er þörf á mótun
siðareglna um samvinnuverkefni. Við þurfum
í menntarannsóknum umræðu um hvenær fólk
á rétt á því að vera meðhöfundar og hvenær
ekki, og hvað eru eðlileg samskipti milli
leiðbeinanda og nemanda í rannsóknartengdu
námi. Nokkrir rannsóknarhópar hafa verið
settir á laggirnar nýlega og stefnt er að því að
stofna fleiri. Nauðsynlegt verður að taka til
umræðu álitamál sem fylgja slíkri samvinnu.
Verkfæri í þróun rannsókna
Lykilatriði í athafnakenningunni eru þau
verkfæri sem gerendur nota til að vinna
verkefnið og til að skapa þær afurðir sem
stefnt er að. Grundvallaratriði í kenningunni
er að um leið og farið er að nota verkfæri þá
breytist athöfnin sjálf. Verkfæri eru notuð til að
auðvelda okkur verkið en hafa um leið áhrif á
hvernig við vinnum það og breyta því þar með.
Við verðum að skoða hvort þau verkfæri sem
við höfum kosið að nota í rannsóknum leiði til
þess að afurðirnar uppfylli þær væntingar sem
lagt var af stað með.
Ekki ætla ég í dag að tala um um verkfæri
eins og greinaskrif, ráðstefnur o.fl. sem öll
hafa mótunaráhrif á það sem við erum að vinna
að. Hér mun ég beina athyglinni að tvennu:
aðferðum sem við notum í rannsóknum og
þeirri tækni sem við getum beitt. Hvað af því
sem við gerum mótar sýn okkar eða breytir
því sem við erum að reyna að gera? Hvernig
nálgumst við rannsóknir og hvaða áhrif hefur
það á rannsóknirnar sjálfar? Ég tek aðallega
dæmi erlendis frá.
Nýlega fóru hátt í 20 manns frá íslandi
á ráðstefnu systurfélags okkar í Bretlandi.
Ég kaus að eyða fyrsta deginum í að hlusta
á doktorsnema sem eru við nám í Bretlandi
en kornu í mörgum tilfellum víða að úr
heiminum. Ég hlustaði t.d. á erindi um
rannsókn á menntakerfi og gildi menntunar í
augum foreldra í Nepal (Simkhada, 2003) og
um viðhorf menntakerfisins í Zambíu til skóla
án aðgreiningar (Tembo, 2003). Þetta vakti
mig til umhugsunar um að Bretar eru þarna
að mennta fólk með ákveðna sýn á rannsóknir
sem það síðan flytur með sér heim og sem mun
í framhaldinu verða verkfæri í heimalöndum
nemanna.
Þess virtist gætt til hins ítrasta að fylgja
aðferðafræðinni; rannsóknarverkefnin byrjuðu
ávallt á vönduðum forrannsóknum sem gátu
tekið allt að eitt ár áður en lagt var út í
aðalrannsóknina. Gerð var rækilega grein fyrir
vali á aðferðum. Og þetta var ekki neinn leikur
sem eingöngu nemendur áttu að fara í gegnum;
frásagnir af öðrum rannsóknum gáfu til kynna
að háskólakennarar og aðrir fræðimenn höfðu
oft tamið sér sömu vinnubrögð.
Mortimore (2000:14-15) hefur bent á
fleira sem Bretar hafa gert vel, svo sem
langtímarannsóknir og þróun aðferða jafnt í
tölfræðilegum greiningum sem í úrvinnslu
flókinna eigindlegra gagna. Ég sótti málstofu
þar sem voru saman komnir fulltrúar nokkurra
stofnanna sem hafa það meginverkefni að taka
saman og koma á framfæri yfirlitsskýrslum
um alls konar mál. Kerfisbundin nálgun þeitxa
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004