Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 16

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 16
14 erlendis er sennilega kominn tími annað hvort til að endurskoða þau stig sem gefin eru fyrir mismunandi verk og hvetja til enn meiri gæða í rannsóknum eða að endurskoða kerfið í heild. Ég tel þó að síðarnefndi valmöguleikinn sé ekki fyrir hendi eins og er í því umhverfi sem rannsóknir fara fram í á Islandi í dag. Ljóst er að matsreglurnar hafa gríðarlegt vald til að stýra starfsemi Kennaraháskólans en miðað við lögbundið hlutverk hans má greina í notkun þeirra nokkrar mótsagnir eins og ég ýjaði að hér á undan. Kennaraháskólinn er starfsmenntunarháskóli og ber skylda til að rækja tengsl við þá sem starfa á vettvangi. Reglurnar hvetja ekki til mikils framlags á sviði endurmenntunar né þjónustu vegna áherslunnar sem lögð er á formlegar rannsóknir. Leita þarf leiða til að styrkja tengsl við starfandi fagfólk í þeim greinum sem skólinn menntar fólk til. En það eru til fleiri reglur en matsreglur í starfi háskóla, svo sem reglur um vinnuskýrslur, um rannsóknamisseri og rannsóknarsjóði. Sumar reglur eru einnig óskráðar. Mikið er talað um að nú sé kominn tími til að efla samvinnu kennara. Það sem er kannski helst til trafala í því santbandi er þörf á mótun siðareglna um samvinnuverkefni. Við þurfum í menntarannsóknum umræðu um hvenær fólk á rétt á því að vera meðhöfundar og hvenær ekki, og hvað eru eðlileg samskipti milli leiðbeinanda og nemanda í rannsóknartengdu námi. Nokkrir rannsóknarhópar hafa verið settir á laggirnar nýlega og stefnt er að því að stofna fleiri. Nauðsynlegt verður að taka til umræðu álitamál sem fylgja slíkri samvinnu. Verkfæri í þróun rannsókna Lykilatriði í athafnakenningunni eru þau verkfæri sem gerendur nota til að vinna verkefnið og til að skapa þær afurðir sem stefnt er að. Grundvallaratriði í kenningunni er að um leið og farið er að nota verkfæri þá breytist athöfnin sjálf. Verkfæri eru notuð til að auðvelda okkur verkið en hafa um leið áhrif á hvernig við vinnum það og breyta því þar með. Við verðum að skoða hvort þau verkfæri sem við höfum kosið að nota í rannsóknum leiði til þess að afurðirnar uppfylli þær væntingar sem lagt var af stað með. Ekki ætla ég í dag að tala um um verkfæri eins og greinaskrif, ráðstefnur o.fl. sem öll hafa mótunaráhrif á það sem við erum að vinna að. Hér mun ég beina athyglinni að tvennu: aðferðum sem við notum í rannsóknum og þeirri tækni sem við getum beitt. Hvað af því sem við gerum mótar sýn okkar eða breytir því sem við erum að reyna að gera? Hvernig nálgumst við rannsóknir og hvaða áhrif hefur það á rannsóknirnar sjálfar? Ég tek aðallega dæmi erlendis frá. Nýlega fóru hátt í 20 manns frá íslandi á ráðstefnu systurfélags okkar í Bretlandi. Ég kaus að eyða fyrsta deginum í að hlusta á doktorsnema sem eru við nám í Bretlandi en kornu í mörgum tilfellum víða að úr heiminum. Ég hlustaði t.d. á erindi um rannsókn á menntakerfi og gildi menntunar í augum foreldra í Nepal (Simkhada, 2003) og um viðhorf menntakerfisins í Zambíu til skóla án aðgreiningar (Tembo, 2003). Þetta vakti mig til umhugsunar um að Bretar eru þarna að mennta fólk með ákveðna sýn á rannsóknir sem það síðan flytur með sér heim og sem mun í framhaldinu verða verkfæri í heimalöndum nemanna. Þess virtist gætt til hins ítrasta að fylgja aðferðafræðinni; rannsóknarverkefnin byrjuðu ávallt á vönduðum forrannsóknum sem gátu tekið allt að eitt ár áður en lagt var út í aðalrannsóknina. Gerð var rækilega grein fyrir vali á aðferðum. Og þetta var ekki neinn leikur sem eingöngu nemendur áttu að fara í gegnum; frásagnir af öðrum rannsóknum gáfu til kynna að háskólakennarar og aðrir fræðimenn höfðu oft tamið sér sömu vinnubrögð. Mortimore (2000:14-15) hefur bent á fleira sem Bretar hafa gert vel, svo sem langtímarannsóknir og þróun aðferða jafnt í tölfræðilegum greiningum sem í úrvinnslu flókinna eigindlegra gagna. Ég sótti málstofu þar sem voru saman komnir fulltrúar nokkurra stofnanna sem hafa það meginverkefni að taka saman og koma á framfæri yfirlitsskýrslum um alls konar mál. Kerfisbundin nálgun þeitxa Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.