Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 32

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 32
30 1996). Hopkins (1994) og samstarfsmenn hans trúa því að samvinnan geti stutt hvern einstakan kennara, leitt til vel skipulagðra starfa og veitt hverjunr kennara styrk til að bregðast við á þann máta sem hann telur best. Aðferðir kennararannsókna gefa kennurum tækifæri til að endurskoða skipulag og tilgang skólans í ljósi nýrra forsenda sem byggðar eru á breyttum þjóðfélagsháttum og þörfum, koma skoðun sinni á framfæri og um leið fær innri rödd skólans að hljóma. Fyrir mig sem kennara hafa kennararann- sóknir haft mikið að segja, að taka þátt í skólabreytingum og skólaþróun skiptir mig miklu máli, að skapa í stað þess að láta stjórnast, að eiga hlut að nýsköpun sem reynir að taka tillit til hinna ólíku þarfa hvers nemanda er meginmál fyrir mig. Hér á aftir mun ég greina frá aðferðum sem voru notaðar í starfendarannsókn sem ég vann að í samstarfi við hef kennara. Rannsakað með kennurum Margir kennarar telja að utanaðkomandi aðilar geti aldrei skilið í raun hvemig það er að vera kennari (Anderson, Herr og Nielen, 1994; Bogdan & Biklen, 1992). Þessi skoðun byggist á því að utanaðkomandi aðilar skilji ekki innilega gleði kennarans þegar vel tekst til eða vonbrigðin þegar fátt gengur upp. Þar sem ég var grunnskólakennari til margra ára og móðir skólabarna hef ég mikla reynslu af grunnskólum hér á landi og það gerir það að verkum að ég tel mig þekkja og skilja skólamenninguna mjög vel. Þetta tel ég vera kost, því mér líður vel í skólastofunni og ég hef góða tilfinningu fyrir þeim þáttum sem kennurum finnst mikilvægir. En um leið verð ég líka að vera vör um mig gagnvart hlutdrægni og meðvituð um að ákveðnir þættir geti farið framhjá mér vegna þess að þeir eru svo kunnuglegir eða að ég leiti eftir þáttum sem ég hef mestan áhuga á. Reynsla mín og þekking hefur haft mikil áhrif á undirbúning og framkvæmd rannsókna minna, bæði á það hvernig ég vil vinna en einnig hvernig ég vinn með kennurum. Mér finnst skipta miklu máli að vinna að rannsóknum með kennurum meira máli en að gera rannsóknir á þeim og starfi þeirra, en þá er líka spurningin hvernig getum við farið að. Hér á eftir mun ég fjalla um nokkrar aðferðir sem reyndust okkur kennurunum vel við að rannsaka og ígrunda starfið okkar. Eg mun segja frá því hvernig við unnum að vettvangsathugunum og hvaða aðferðir við notuðum við að þróa samræður okkar og faglega ígrundun. Starfíð í skólastofunni Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ég ætlaði að fara að við vettvangsathuganir því í flestum skrifum um rannsóknaraðferðir þá var athugandinn frekar óvirkur og ég átti erfitt með að sjá hvernig ég ætlaði að fara að því. Ég byrjaði á því að sitja úti í horni og fylgjast með því sem var að gerast í skólastofunni en smátt og smátt fór ég að aðstoða nemendur. Það er alveg sama hve kennarinn er fær, kröfurnar í stórum og blönduðum bekkjum eru alltaf það miklar að ekki veitir af aðstoð. Ég var á ferð um stofuna og hjálpaði nemendum eftir þörfum. I öllum bekkjunum báðu nemendur mig um aðstoð eða vildu sýna mér það sem þeir voru að gera. Ég var ekki að athuga nemendur í þessari rannsókn en með því að taka á mig hlutverk samstarfskennara þá nýttist það á margan hátt í rannsóknarverkefninu: (a) það gaf mér tækifæri til að fylgjast með kennaranum, (b) kennararnir voru þakklátir aðstoðinni og með því gat ég hlúð að samstarfinu, (c) ég kynntist nemendunum svo vel að í samræðunum okkar skyldi ég kennarana betur, (d) mér leið betur við rannsóknina að he.fa eitthvað ákveðið að gera, það hentaði kennaranum í mér betur en að sitja og fylgjast með (e) að lokum er ég alveg vissum að ég hafði ekki truflandi áhrif, því ég tók þátt í starfinu og smátt og smátt vöndust bömin mér og voru farin að tengjast mér eins og ég væri kennarinn þeirra. Þátttaka mín í bekkjarkennslunni var til þess að færa samræður okkar inn í skólastofuna en einnig til þess að geta betur rætt um það sem gerðist í skólastofunni. Þetta hjálpaði okkur að skoða kennsluna á miklu dýpri hátt og það var Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.