Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 32
30
1996). Hopkins (1994) og samstarfsmenn
hans trúa því að samvinnan geti stutt hvern
einstakan kennara, leitt til vel skipulagðra
starfa og veitt hverjunr kennara styrk til að
bregðast við á þann máta sem hann telur best.
Aðferðir kennararannsókna gefa kennurum
tækifæri til að endurskoða skipulag og tilgang
skólans í ljósi nýrra forsenda sem byggðar eru
á breyttum þjóðfélagsháttum og þörfum, koma
skoðun sinni á framfæri og um leið fær innri
rödd skólans að hljóma.
Fyrir mig sem kennara hafa kennararann-
sóknir haft mikið að segja, að taka þátt í
skólabreytingum og skólaþróun skiptir mig
miklu máli, að skapa í stað þess að láta
stjórnast, að eiga hlut að nýsköpun sem
reynir að taka tillit til hinna ólíku þarfa hvers
nemanda er meginmál fyrir mig. Hér á aftir
mun ég greina frá aðferðum sem voru notaðar
í starfendarannsókn sem ég vann að í samstarfi
við hef kennara.
Rannsakað með kennurum
Margir kennarar telja að utanaðkomandi aðilar
geti aldrei skilið í raun hvemig það er að vera
kennari (Anderson, Herr og Nielen, 1994;
Bogdan & Biklen, 1992). Þessi skoðun byggist
á því að utanaðkomandi aðilar skilji ekki
innilega gleði kennarans þegar vel tekst til
eða vonbrigðin þegar fátt gengur upp. Þar
sem ég var grunnskólakennari til margra ára
og móðir skólabarna hef ég mikla reynslu
af grunnskólum hér á landi og það gerir það
að verkum að ég tel mig þekkja og skilja
skólamenninguna mjög vel. Þetta tel ég vera
kost, því mér líður vel í skólastofunni og
ég hef góða tilfinningu fyrir þeim þáttum
sem kennurum finnst mikilvægir. En um leið
verð ég líka að vera vör um mig gagnvart
hlutdrægni og meðvituð um að ákveðnir þættir
geti farið framhjá mér vegna þess að þeir eru
svo kunnuglegir eða að ég leiti eftir þáttum
sem ég hef mestan áhuga á. Reynsla mín og
þekking hefur haft mikil áhrif á undirbúning
og framkvæmd rannsókna minna, bæði á það
hvernig ég vil vinna en einnig hvernig ég
vinn með kennurum. Mér finnst skipta miklu
máli að vinna að rannsóknum með kennurum
meira máli en að gera rannsóknir á þeim
og starfi þeirra, en þá er líka spurningin
hvernig getum við farið að. Hér á eftir mun ég
fjalla um nokkrar aðferðir sem reyndust okkur
kennurunum vel við að rannsaka og ígrunda
starfið okkar. Eg mun segja frá því hvernig
við unnum að vettvangsathugunum og hvaða
aðferðir við notuðum við að þróa samræður
okkar og faglega ígrundun.
Starfíð í skólastofunni
Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ég ætlaði
að fara að við vettvangsathuganir því í
flestum skrifum um rannsóknaraðferðir þá
var athugandinn frekar óvirkur og ég átti erfitt
með að sjá hvernig ég ætlaði að fara að því. Ég
byrjaði á því að sitja úti í horni og fylgjast með
því sem var að gerast í skólastofunni en smátt
og smátt fór ég að aðstoða nemendur. Það er
alveg sama hve kennarinn er fær, kröfurnar í
stórum og blönduðum bekkjum eru alltaf það
miklar að ekki veitir af aðstoð. Ég var á ferð um
stofuna og hjálpaði nemendum eftir þörfum. I
öllum bekkjunum báðu nemendur mig um
aðstoð eða vildu sýna mér það sem þeir voru að
gera. Ég var ekki að athuga nemendur í þessari
rannsókn en með því að taka á mig hlutverk
samstarfskennara þá nýttist það á margan
hátt í rannsóknarverkefninu: (a) það gaf mér
tækifæri til að fylgjast með kennaranum, (b)
kennararnir voru þakklátir aðstoðinni og með
því gat ég hlúð að samstarfinu, (c) ég kynntist
nemendunum svo vel að í samræðunum okkar
skyldi ég kennarana betur, (d) mér leið betur
við rannsóknina að he.fa eitthvað ákveðið að
gera, það hentaði kennaranum í mér betur en
að sitja og fylgjast með (e) að lokum er ég
alveg vissum að ég hafði ekki truflandi áhrif,
því ég tók þátt í starfinu og smátt og smátt
vöndust bömin mér og voru farin að tengjast
mér eins og ég væri kennarinn þeirra.
Þátttaka mín í bekkjarkennslunni var til þess
að færa samræður okkar inn í skólastofuna en
einnig til þess að geta betur rætt um það sem
gerðist í skólastofunni. Þetta hjálpaði okkur að
skoða kennsluna á miklu dýpri hátt og það var
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004