Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 56

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 56
54 stað sem það ólst upp á, sagðist vera frá tilteknum stað úti á landi, Reykvíkingur eða af höfuðborgarsvæðinu. Þrír sögðust þó vera íslendingar fyrst og fremst, þó þeir væru úr Reykjavík. Einn sagðist vera allt í senn og fyndi ekki fyrir neinum átökum þar á milli, annar sagðist vera reykvískur heimsborgari og enn annar lagði áherslu á að hann liti fyrst og fremst á sig sem heimsborgara. Háskólanemarnir eru yfirleitt stoltir af því að vera Islendingar, en margir nefna þjóðrembu sem þeirn finnst oft svífa yfir vötnunum ineðal Islendinga. Heyrum fyrst í Höllu, en segja má að hennar afstaða endurspegli ráðandi orðræðu eins og hún birtist hjá háskólanemum: Mín sjálfsmynd sem Islendingur held ég tengist því að við erum fámenn eyþjóð fjarri öðrum ... hún mótast ... held ég ... ákaflega mikið af þeirri sögu og menningu sem ég hef alist upp við og þeirri sjálfsvitund sem ég hef fengið í gegn um grunn- og menntaskólann ... að við séum fámenn þjóð, fáir tala tungumálið okkar, við erum að mörgu lcyti einstök. Eg trúi því að við séurn það, því fámennið gerir það að verkum að við þurfum að vera betri í flestu heldur en stærri þjóðir, og erum það og fjölhæfari. Þannig að sjálfsmynd mín sem Islendingur er afskaplega sterk og ég er mjög stolt af því að vera íslendingur, án þess að það valdi þjóðernisrembu eða sterkri vitund um að Islendingar séu bestir eða mestir, þá held ég að umhverfið hérna hafi mótað okkur, lífsbaráttan hér hafi gert það, en það er náttúrulega svoldið í gegnum þessa söguvitund sem haldið hefur verið að manni. Ég er allt í senn Reykvíkingur, Islendingur og alþjóðleg ... og það eru í rauninni engin átök á milli þessarra þátta. Oddur háskólanemi virðist líta á sjálfsmyndina meira sem spurningu um val, fremur en fastmótaða: Ég myndi lýsa mér sem íslendingi af þeirri kynslóð, sem lítur á sig sem svona alþjóðlega, fsland er rosalega mikið inni á kortinu hjá mér, mér finnst það mjög kúl að vera íslendingur, það er rosalega mikið „hype“ í gangi... mér finnst það vera mjög trendí að vera íslendingur, það er svona eins og að vera í frægri hljómsveit ... Svo get ég líka alveg verið einhver öðruvísi íslendingur. Ég held að íslendingar hugsi mjög mikið um það hvemig út á við þetta kemur út allt saman, svona hvemig aðrir hugsi og svona ... Mér finnst það mjög góð tilfinning að vera ekki bara hluti af landi eða borg heldur einhverjum stórum heimi. Ég er Reykvíkingur sem heldur að hann sé heimsborgari eða eitthvað álíka. Aldursmunurinn í svörunum sýnir að þjóðar- sjálfsmyndin mótast sterklega á unglingsárum. Háskólanemarnir skilgreina sig gjarnan út frá sínum heimabæ, og sem Islendinga en framhaldsskólanemarnir eru afstæðari í hugsun, með allt undir ennþá. Margir framhaldsskólanemarnir nefndu að það hefði yfirleitt ekki hvarflað að þeim að þeir væru Islendingar fyrr en eftir að þeir fóru fyrst til útlanda. Grunnskólanemar sem eru aðfluttir utan af landi eða erlendis frá skilgreindu sig helst sem Islendinga og finna þannig leið til samkenndar, til að vera eins og hinir í Reykjavík, þó þeir telji sig ekki Reykvíkinga. Eins og framangreind svör gefa til kynna virðist ekki mikið um átök á milli íslenskrar og hnattvæddrar samkenndar, þó að flestir finni fyrir þeim breytingum sem hnattvæðingin er. Heyrum í tveimur háskólanemum til viðbótar, fyrst Huldu: Ég held að til að geta (notið sín) ... í heimi sem er síbreytilegur og fullur af áreiti, þá verði maður fyrst og fremst að þekkja sjálfa sig mjög vel, hafa rnjög sterkar rætur... Ég held að í hverjum ungum Islendingi búi tvær sjálfsmyndir ... annars vegar þessi alþjóðlega og hinsvegar þessi íslenska og smám saman erum við að samtvinna þær ... og þá verður að byggja á grunni sem við þekkjum og er traustur. Ef við þekkjum hana (íslenska menningu) ekki mjög vel, munum við aldrei læra að þekkja okkur sjálf, þannig hefur þetta persónulega þýðingu. Páll sem einnig er háskólanemi telur ráðlegast að hugsa ekki mikið um áhrif hnattvæðingar á sjálfsmyndina: En ég held að Islendingar séu alltaf að verða meiri Evrópubúar, vilji vera í evrópsku hagkerfi og meira að segja núna vilja þeir vera eitthvað í SÞ ... þó við séum ekki einu sinni með her ... En hvort að þessi hnattvæðing ... eigi eftir að láta mig vilja verða meiri Islending eða minni, held ég sé bara hollast að hugsa ekkert rosalega mikið á þeim nótum. íslendingar í framtíðinni? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.