Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 71
69
Hvert skal haldið?
Hér er ekki lagt til að rannsóknir á sviði sérþarfa
og fötlunar skuli unnar aðgreint frá öðrum
rannsóknum í menntunarfræði, félagsfræði eða
sálfræði. Þvert á móti tel ég mikilsvert að
rannsóknir á þessu sviði séu skilgreindar sem
hluti af rannsóknum á menntun almennt og
öðrum félagslegum viðfangsefnum. Ein ástæða
er það sjónarmið að litið skuli á sérþarfir og
fötlun sem hluta af mannlegri fjölbreytni sem
vinna skuli með í almenna kerfinu; önnur
ástæða er smæð samfélagsins og takmarkaðir
möguleikar til að stofnanabinda rannsóknir á
afmörkuðum sviðum; þriðja ástæðan er sú að
samkeppni um rannsóknarfé fer vaxandi og þar
eiga hópar rannsakenda, einkum þverfaglegir
hópar, mun meiri möguleika en einstaklingar. I
slíkri samvinnu þurfa rannsakendur að komast
að samkomulagi um kenningalegar áherslur.
Þar sem áhersla er lögð á styrk einstaklinga með
fötlun fremur en veikleika þeirra og sjónum
beint að tilreunum opinberra þjónustukerfa við
að koma til móts við þarfir þeirra ættu rannsóknir
að vera unnar í félagslegu samhengi og beinast
að félagslegum aðstæðum barna og unglinga
jafnt sem að bömunum sjálfum og víxlverkan
þessara áhrifaþátta. Rannsóknaraðferðir sem
beitt er við rannsóknir á félagslegu samhengi
og víxlverkan einstaklings við umhverfl sitt
geta ekki byggst einvörðungu á forsendum
vissuhyggju um sannleika og hlutlægni heldur
þurfa þær ekki síður að hafa þær kenningar í
forgmnni sem gera ráð fyrir því að félagsleg
fyrirbæri ráðist í samhengi sínu.
Við þörfnumst rannsókna sem lýsa, greina,
meta og leita úrlausna á fjölmörgum viðfangs-
efnum: Athygli okkar þarf að beinast að því að
skoða reynslu bama og unglinga með sérþarfir
og fötlun og hvernig samfélagið bregst við
stöðu þeirra og þörfum. Við eigum að leita svara
við spurningum eins og hvaða gildi speglast í
stefnu, hvernig stefna samræmist framkvæmd,
hvaða afleiðingar núverandi framkvæmd
hefur, hvernig skýra megi núverandi ástand
°g hvernig ná megi menntunarmarkmiðum
þjóðarinnar. Það er þörf á rannsóknum á sviði
félagslegrar stefnumótunar sem afla yfirsýnar
og fara í saumana á ákvörðunum stjórnvalda.
Við þurfum að beita langtímarannsóknum til
að rannsaka nám sem ævilangt ferli og bera
niðurstöður saman við ámóta rannsóknir í
öðrum löndum. Samvinna er mikilvæg
meðal rannsakenda í félags-, heilbrigðis- og
menntastofnunum. Til þess þurfa þeir að tala
saman um hugmyndir sínar. Brýn þörf er því
fyrir regluleg rannsóknarþing þar sem tekist er
á um álitamál.
En áður en nokkuð af ofangreindu verður
unnið þarf að hvetja og efla rannsóknarvirkni
þeirra sem starfa við menntamál. I þessu felst
að efla færni og bæta aðstæður þeirra sem sinna
eða gætu sinnt rannsóknum, meðal annars tengsl
þeirra við vettvang skólastarfs og möguleika
þeirra til samvinnu og útgáfu. Mikilvægast á
þessu stigi er að venja fleiri einstaklinga við
rannsóknarhugsun og rannsóknarvinnubrögð
og hjálpa þeim að breyta vinnuvenjum sínum
f þá átt.
Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um svið
svo ókannað sem menntarannsóknir á íslandi,4
eru líkur á að sú saga sem hér er sögð af
rannsóknum á sviði sérþarfa og fötlunar barna
síðast liðin 30 ár eigi við um rannsóknir á fleiri
undirsviðum menntarannsókna: að þær séu
einangraðar, viðkvæmar plöntur sem spretta
fremur tilviljanakennt að frumkvæði og undir
verndarvæng duglegra einstaklinga og hverfa
síðan gjaman í næsta áhlaupi. Ef svo er eiga
íslenskir rannsakendur mikið starf fyrir höndum
að stofnanabinda rannsóknarstarf sitt svo að
byggja megi upp langtíma þekkingargrunn sem
nýta má til ákvarðanatöku í menntamálum.
Slíkur grunnur þarf meðal annars að innihalda
kenningar og orðræðu sem eiga við íslenskar
aðstæður svo smám saman megi þróa tungumál
um rannsóknir í menntamálum hér á landi.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti
(1999). Reykjavík: Menntamála-
ráðuneytið.
4 Þegar þetta er skrifað er verið að vinna að yfirlitskönnun á stöðu menntarannsókna á íslandi.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004