Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 77
75
(Strachan 1999:311). Einnig gengur hin kven-
fræðilega hugmyndafræði út á að stjórnandi
verði að vera samvinnufús, að hann kjósi
teymisvinnu, sé gæddur innsæi, sýni tilfinningar
og samúð. Vegna þess að hin kvenfræðilega
hugmyndafræði þótti vera einkennandi fyrir
konur voru þær taldar viðkvæmar og óhæfar
til að stjórna stórum stofnunum. Því var hin
kvenfræðilega stjómunarhegðun ekki talin vera
skilvirk og því ekki eftirsóknarvert að taka upp
slíka hegðun (Gold og Evans 1998:27).
Rannsóknir hafa sýnt að þau hugtök sem vísa
til karllegra gilda eru völd, keppni, skilvirkni
og árangur. í samskiptum við aðra birtist
stjómunarleg hegðun karla á þann hátt að þeir
leita lausna við vandamálum af ákafa og festu.
Það sem er jákvætt við þetta er að þeir eru ineð
hugann við að leita lausna en það neikvæða
er að þeir íhuga ekki málin nægilega og taka
fyrstu lausnina sem þeir frnna. Karlar deila
uni málefnin. Þeir eiga betra með að einbeita
sér að málefnum og þeir eiga auðvelt með að
starfa með þeim sem eru ósammála þeim og
geta því skoðað málefnin út frá mismunandi
stjórnarhornum. Karlar segja starfsmönnum
sínum hvað þeir eiga að gera og eru ekki að
eyða tímanum í að ræða hlutina ofan í kjölinn
(Colwill ogTownsend 1999:209-210).
Þau hugtök sem talin eru vísa til kvenlegra
gilda eru samskipti, tengsl, samvinna og
skilningur. Stjórnunarleg hegðun kvenna
birtist í því að samskipti geta haft áhrif á
markmiðin. Konur ræða um hlutina, ekki til
að leita lausna við vandamálum heldur til að
^grunda fleiri sjónarhorn. Konum mislíkar.
Þær eiga betra með að einbeita sér að fólki og
tengslum. Konur biðja starfsmenn sína um að
gera eitthvað og nota samræðuna til að safna
upplýsingum til að skilja tilfinningar og til að
byggja upp skilning sinn á málinu (Colwill og
Townsend 1999:209-210).
Bæði karlar og konur sem hafa tileinkað sér
hin hefðbundnu gildi kvenna mæta andstöðu
h'á íhaldssamari stjórnendum vegna þess að
stofnanamenning er ennþá karlamenning. En
Colwill og Townsend benda á að þörf sé
a stjórnendum með góða samskiptahæfni,
hæfni til að spyrja spuminga, íhuga vandamál
og leysa vandamálin sameiginlega með
starfsmönnum. Stjórnandi framtíðarinnar
verður því að hafa bæði kvenlegu og karllegu
gildin að leiðarljósi til þess að geta verið talinn
skilvirkur stjórnandi.
Þá hafa fleiri fræðimenn s.s. Blackmore,
verið að skoða mun á stjórnunarlegri hegðun
karl- og kvenskólastjóra. Fræðimenn hafa sett
fram gildi sem talin em einkenna stjómunarlega
hegðun skólastjóra og þau flokkuð eftir því
hvort þau séu karlleg eða kvenleg. Karlleg
gildi standa fyrir regluveldi, íhaldssemi, stöðlun,
samkeppni, mat, aga, hlutlægni, og formfestu.
Kvenleg gildi standa fyrir umhyggju, sköpun,
innsæi, næmi á einstaklingsmun, að vera ekki
samkeppnismiðaður, þolinmæði, huglægni og
óformleika. Rannsókn Coleman sýndi að þau
gildi sem einkenndu kvenskólastjóra voru:
umhyggja, sköpun, innsæi, næmi á einstakl-
ingsmun, matsmiðaður, agamiðaður og hug-
lægni. Gildin sem einkenndu kvenskóla-stjórana
voru því bæði karlleg og kvenleg og það styður
þá skoðun Colwell og Townsend að skólastjóri
framtíðarinnar verði að hafa bæði karlleg og
kvenleg gildi að leiðarljósi (Coleman 1996:165-
166).
Það má segja að rannsóknir á stöðu kvenna
í stjórnunarstöðum innan menntageirans hafi
hafist fyrir alvöru um og eftir 1970 þegar
kvennabaráttan var í fullum gangi og konur
voru orðnar sýnilegir stjórnendur stofnana.
Markmiðið var að kanna raunverulegan
hlut kvenna í stjórnunarstöðum og auka
hlut þeirra í þeim. Þessar rannsóknir voru
gerðar af konum vegna þess að þær töldu að
rannsóknir sem gerðar höfðu verið beindust
eingöngu að körlum og gæfu því ranga mynd
af veruleikanum (Humm 1995:5).
I fyrstu rannsóknunum var sjónum beint
að því hve margar konur væru í stjómunar-
stöðum innan skólakerfisins og í hvaða
stjórnunarstöðum. Þá tóku við rannsóknir
sem leituðu að konum í stjórnunarstöðum og
einkenni þeirra sem stjómendur voru skoðuð.
Síðan var röðin komin að rannsóknum þar
sem leitað var svara við því hvers vegna svo
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004