Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 79

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 79
77 Umfjöllun þessara manna spannar allt frá íhaldssömum skoðunum um að karlar eigi að ná aftur hefðbundnu karlahlutverki sínu yfir í framsæknar hugmyndir um aðra vídd í tjáningu karlmennskunnar og í átt að enn meira jafnrétti kynjanna. En hvernig hefur kvenfrelsisstefnan brugðist við hugmyndafræði ýmissa karlasamtaka? Margar kvenfrelsiskonur eru hræddar og tortryggnar vegna þess að mörg karlasamtök leggja fremur áherslu á að kenna konum um vandamál karla en að vinna með femínistum að því að auka jafnrétti í samfélaginu. Til þess að eyða þessari hræðslu og tortryggni verða karlar að sýna fram á að þeir séu einlægir í ásetningi sínum að vinna með konum (Lingard og Douglas 1999:48). En hver skyldu vera viðhorf íslenskra karla til jafnréttismála? í bók sinni „Karlmenn eru bara karlmenn - viðhorf og væntingar íslenskra karla“ eftir Ingólf Gíslason koma fram nokkrar áhugaverðar staðreyndir. Islenskir karlar eru jafnréttissinnaðir því samkvæmt Gallupkönnun frá 1997 sem höfundur vitnar í kemur fram að rúm 97% aðspurðra karla töldu að konur ættu að hafa sömu atvinnutækifæri og karlar. I annarri könnun sem höfundur bókarinnar vitnar í, könnun Félagsvísindastofnunar frá árinu 1994, töldu 85% karla að stjórnvöld ættu að vinna betur að því að konur hefðu sömu möguleika og karlar, um 80% töldu að konur hefðu of lág laun í samanburði við karla og rúm 90% töldu að stéttarfélög ættu að vinna að því að jafna tekjur kynjanna (Ingólfur V. Gíslason 1997:47—49). I bók Ingólfs er einnig fjallað um karlmennskuhugtakið og þær breytingar sem orðið hafa á því. Hér áður fyrr var ímynd karlmennskunnar tengd því að vera fyrirvinna og faðir. Þetta hefur breyst með aukinni menntun kvenna og þátttöku þeirra á vinnumarkaði, þannig að konur geta séð fyrir sér sjálfar og þurfa ekki fyrirvinnu. A sama tíma hefur foreldrahlutverkið breyst og samfélagið hefur í auknum mæli tekið það að sér. Karlar hafi því um tvennt að velja: afturhvarf til fortíðar eða að breyta karlímyndinni. Það geta þeir gert með því t.d. að taka meiri þátt í umönnun og uppeldi barna sinna og heimilishaldi. Einnig virðast karlar tengja líkamlegan og andlegan styrk karlmennskuhugtakinu. Það styður kenningar femínista um að í hinum vestrænu samfélögum sé tenging á milli styrks og karlmennsku og að veikleikinn sé tengdur kvenleikanum (Ingólfur V. Gíslason 1997:50-56). Rannsóknin Rannsóknin var gerð árið 2001. Spurningar- listar voru sendir út í febrúar það ár og viðtölin fjögur voru tekin í apríl og maí 2001. Skólastjórar brugðust vel við þátttöku. Alls voru sendir út 185 listar til skólastjóra um allt land. A þessum tíma voru karlskólastjórar 114 og kvenskólastjórar 71. Samtals bárust 136 listar til baka eða um 73%. Ef skoðað er hlutfall milli kynja þá bárust svör frá 52 kvenskólastjórum eða 74% og frá 85 karlskólastjórum eða 73%. Spurningarlistinn skiptist í átta hluta. I fyrsta hlutanum var verið að leita ýmissa bakgrunnsupplýsinga, s.s. kyn, aldur, starfs- aldur o.fl. I öðrum hluta voru þátttakendur beðnir um upplýsingar um þann skóla sem þeir stjórnuðu, s.s. fjölda kennara og kynjahlutfall. í þriðja hlutanum voru spumingar er vörðuðu starfsval þátttakenda, s.s. hvenær viðkomandi ákvað að verða kennari/skólastjóri og hvað/ hverjir höfðu áhrif á starfsvalið. í fjórða hlutanum voru spurningar um hvernig og hverjir taka ákvarðanir í skóla þátttakenda, s.s. hvort skólastjórinn tæki einn ákvarðanir eða hvort fleiri kæmu að ákvarðanatökunni, hvort skólastjórinn leitaði eftir áliti og skoðunum kennara. I fimmta hluta voru spurningar sem lúta að völdum og ábyrgð skólastjórans, s.s. h vort öll ábyrgð hvíli á herðum skólastjórans eða hvort um valddreifingu sé að ræða. í sjötta hlutanum voru spurningar um hlutverk skólastjórans við að setja fram markmið og vinna að þeim auk spurninga um leiðtogahlutverk skólastjórans, s.s. hver stýrir þróunarvinnu í skólanum, er það hlutverk skólastjórans eins að setja fram markmið. í sjöunda hlutanum voru spurningar er vörðuðu samstarf og samskipti, s.s. líðan Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.