Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 79
77
Umfjöllun þessara manna spannar allt frá
íhaldssömum skoðunum um að karlar eigi
að ná aftur hefðbundnu karlahlutverki sínu
yfir í framsæknar hugmyndir um aðra vídd í
tjáningu karlmennskunnar og í átt að enn meira
jafnrétti kynjanna.
En hvernig hefur kvenfrelsisstefnan brugðist
við hugmyndafræði ýmissa karlasamtaka?
Margar kvenfrelsiskonur eru hræddar og
tortryggnar vegna þess að mörg karlasamtök
leggja fremur áherslu á að kenna konum um
vandamál karla en að vinna með femínistum
að því að auka jafnrétti í samfélaginu. Til þess
að eyða þessari hræðslu og tortryggni verða
karlar að sýna fram á að þeir séu einlægir í
ásetningi sínum að vinna með konum (Lingard
og Douglas 1999:48).
En hver skyldu vera viðhorf íslenskra karla
til jafnréttismála? í bók sinni „Karlmenn eru
bara karlmenn - viðhorf og væntingar íslenskra
karla“ eftir Ingólf Gíslason koma fram nokkrar
áhugaverðar staðreyndir. Islenskir karlar eru
jafnréttissinnaðir því samkvæmt Gallupkönnun
frá 1997 sem höfundur vitnar í kemur fram
að rúm 97% aðspurðra karla töldu að konur
ættu að hafa sömu atvinnutækifæri og karlar.
I annarri könnun sem höfundur bókarinnar
vitnar í, könnun Félagsvísindastofnunar frá
árinu 1994, töldu 85% karla að stjórnvöld ættu
að vinna betur að því að konur hefðu sömu
möguleika og karlar, um 80% töldu að konur
hefðu of lág laun í samanburði við karla og
rúm 90% töldu að stéttarfélög ættu að vinna
að því að jafna tekjur kynjanna (Ingólfur V.
Gíslason 1997:47—49).
I bók Ingólfs er einnig fjallað um
karlmennskuhugtakið og þær breytingar
sem orðið hafa á því. Hér áður fyrr var
ímynd karlmennskunnar tengd því að vera
fyrirvinna og faðir. Þetta hefur breyst með
aukinni menntun kvenna og þátttöku þeirra
á vinnumarkaði, þannig að konur geta séð
fyrir sér sjálfar og þurfa ekki fyrirvinnu. A
sama tíma hefur foreldrahlutverkið breyst
og samfélagið hefur í auknum mæli tekið
það að sér. Karlar hafi því um tvennt að
velja: afturhvarf til fortíðar eða að breyta
karlímyndinni. Það geta þeir gert með því
t.d. að taka meiri þátt í umönnun og uppeldi
barna sinna og heimilishaldi. Einnig virðast
karlar tengja líkamlegan og andlegan styrk
karlmennskuhugtakinu. Það styður kenningar
femínista um að í hinum vestrænu samfélögum
sé tenging á milli styrks og karlmennsku og að
veikleikinn sé tengdur kvenleikanum (Ingólfur
V. Gíslason 1997:50-56).
Rannsóknin
Rannsóknin var gerð árið 2001. Spurningar-
listar voru sendir út í febrúar það ár og
viðtölin fjögur voru tekin í apríl og maí 2001.
Skólastjórar brugðust vel við þátttöku. Alls voru
sendir út 185 listar til skólastjóra um allt land.
A þessum tíma voru karlskólastjórar 114 og
kvenskólastjórar 71. Samtals bárust 136 listar
til baka eða um 73%. Ef skoðað er hlutfall milli
kynja þá bárust svör frá 52 kvenskólastjórum
eða 74% og frá 85 karlskólastjórum eða 73%.
Spurningarlistinn skiptist í átta hluta. I
fyrsta hlutanum var verið að leita ýmissa
bakgrunnsupplýsinga, s.s. kyn, aldur, starfs-
aldur o.fl. I öðrum hluta voru þátttakendur
beðnir um upplýsingar um þann skóla sem þeir
stjórnuðu, s.s. fjölda kennara og kynjahlutfall.
í þriðja hlutanum voru spumingar er vörðuðu
starfsval þátttakenda, s.s. hvenær viðkomandi
ákvað að verða kennari/skólastjóri og hvað/
hverjir höfðu áhrif á starfsvalið. í fjórða
hlutanum voru spurningar um hvernig og
hverjir taka ákvarðanir í skóla þátttakenda, s.s.
hvort skólastjórinn tæki einn ákvarðanir eða
hvort fleiri kæmu að ákvarðanatökunni, hvort
skólastjórinn leitaði eftir áliti og skoðunum
kennara. I fimmta hluta voru spurningar sem lúta
að völdum og ábyrgð skólastjórans, s.s. h vort öll
ábyrgð hvíli á herðum skólastjórans eða hvort
um valddreifingu sé að ræða. í sjötta hlutanum
voru spurningar um hlutverk skólastjórans við
að setja fram markmið og vinna að þeim auk
spurninga um leiðtogahlutverk skólastjórans,
s.s. hver stýrir þróunarvinnu í skólanum, er
það hlutverk skólastjórans eins að setja fram
markmið. í sjöunda hlutanum voru spurningar
er vörðuðu samstarf og samskipti, s.s. líðan
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004