Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 91
89
eftir námsefninu.
I öðrum námsgreinum er unnið með sama
lagi. Geti nemandinn t.d.ekki leyst orðadæmi
í stærðfræði er athugað hvort hann ræður við
þau tækniatriði sem eru nauðsynleg forsenda
þess að reikna dæmið. Getur hann hiklaust
fundið samnefnara, stytt, tekið til láns eða
geymt? Ef svarið er neitandi, þarf að fara
aftar á fyrri kröfustig í námsefninu. Getur
nemandinn deilt, margfaldað, dregið frá og
lagt saman, reiprennandi? Ef ekki, er enn
bakkað. Getur hann lesið rétt úr tölum, skrifað
þær rétt og talið án þess að þurfa að hugsa sig
sérstaklega um?
Greining af þessu tagi miðar út stöðu
nemandans f námsefninu. Kennarinn getur
komið til móts við hann þar og þjálfað í þeim
frumeindum námsefnisins sem nemandinn
ræður ekki við, en eru nauðsynlegur undanfari
þess sem hann á að geta gert samkvæmt aldri
og námskrá.
Johnson og Layng (1994) undirstrika að
það sé hönnun námsefnisins - hvernig það
er samið, greint og lagt fyrir nemendur, sem
ræður ein og sér mestu um þann árangur
sem náðst hefur í Morningside skólanum. Til
að tryggja árangur hvers og eins nemanda
er þó ekki nægilegt að hluta námsefnið í
örsmáar eindir. Athafnir nemandans verða að
vera í snertingu við hverja einustu eind (e.
component, element) námsefnisins (Guðríður
Adda Ragnarsdóttir, 2000a og b), þ.e. að hann
geti beitt reiprennandi þeirri þekkingu eða
leikni sem verið er að þjálfa. Þetta þýðir að í
kennslu felist ekki eingöngu hin aðgerðabundna
(e. operational) skilgreining að kennarinn hafi
vald á efninu, sýni það eða segi frá því (komist
yfir efnið), heldur að kennsla hverrar einustu
eindar sem námsefnið er greint f, fullnægi
hinni fallbundnu (e. Junctional) skilgreiningu
orðsins kennsla (Barrett, 2002), eins og fjallað
var um hér að framan.
4. Hröðunarkort.
Þegar eindir námsefnisins eru smáar og færni
nemandans er mæld í hvert skipti sem hann
lýkur tiltekinni æfingu, er hægt að meta stöðu
hans og framfarir þétt og markvisst. Með
PT má kenna allt sem hægt er að gera oftar
en einu sinni, frá margvíslegum frumatriðum
eins og að telja, skrifa tölustafí eða kveða
að röð bókstafa, upp í að kenna merkingu
óhlutbundinna (e. abstract) hugtaka og önnur
flókin fræði. Oháð því hvað verið er að kenna,
eru tölulegar upplýsingar um afköstin skráðar
á þar til gerð stöðluð hröðunarkort (Lindsley,
1964a) sem sýna getu nemandans og færnileitni
(e. trend) í þeim atriðum sem verið er að æfa.
Hröðunarkort eru skilgreindur hluti PT.
Af upplýsingunum sem skráðar eru á
hröðunarkortið sér kennarinn hvort nemandinn
hafi náð þeim afköstum sem færnimörkin
segja til um, og getur í Ijósi þeirra ákveðið
hvað gera skuli næst. Þarf nemandinn að æfa
atriðin áfram? Er nauðsynlegt að fara til baka
á fyrri stig í námsefninu? Eða er tfmabært að
hann færi sig upp á næsta kröfuþrep? Skráning
afkasta á hröðunarkort gerir kennaranum
kleift að fínstilla kennsluna og mæta þannig
þörfum hvers og eins nemanda á hans eigin
forsendum.
Nemandi sem er að læra tiltekin lykilatriði
s.s. fjórum sinnum töfluna eða beygingu
ákveðins greinis í þýsku, endurtekur æfingarnar
aftur og aftur þar til hann hefur lausnirnar á
hraðbergi, svipað og þekkt er úr íþróttum og
tónlistarnámi. Hann skráir afköstin jafnóðum á
þá gerð hröðunarkorta sem kalla má æfingakort
og velur síðan úr þeim bestu mælingu dagsins
til að skrá á dagskortið sitt. Sú skráning sýnir
tíðni, þ.e. hnit afkastanna úr æfingunni, og
mánaðardags.
4.1 Tíðni
Hröðunarkort spannar tíðni athafna sem geta
birst frá einu sinni á sólarhring upp í þúsund
sinnum á einni mínútu.
Lárétti ásinn neðst á kortinu sýnir 140 daga
í röð sem gerir 20 vikna tímabil. Til að skrá
færni í tilteknu námsefni nægir nemandanum
þ.a.l. tvö kort yfir veturinn. Þegar hann flytur
sig frá einu námsatriði yfir í annað er það
merkt á kortið. Þannig má í einni svipan sjá
hversu vel gekk með hvert atriði, og þróunina
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004