Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 98
96
og kennslu sem hann byggði á þekkingu og
aðferðafræði frumrannsókna í atferlisgreiningu.
PT byggir á arfleifð Skinners og er hvort
tveggja í senn aðferð til rannsókna, kennslu og
þjálfunar. Þrátt fyrir nafnið og þjálfunarþáttinn
þá er PT frekar hnitmiðuð aðferð til að mæla,
meta og spá fyrir um færni á hlutlægan hátt, en
kennsluaðferð í hefðbundinni merkingu þess
orðs.
I greininni var lagt upp með spurninguna
hvernig kennsla geti verið rannsókn?
Því er haldið fram að svarið felist í PT og
í því sambandi var helstu vörðum tækninnar
lýst. Vörðurnar eru fjórar: Skynjunar- og
verkleiðir, vísitölur, þarfagreining og staðlað
hröðunarkort.
Með umfjölluninni voru leidd að því rök að
kennarar sem öðlast haldbæra þekkingu á, og
fljúgandi færni í að beita PT í starfi, ráði þar
með yfir öflugri tækni til að klæðskerasníða
kennsluna eftir þörfum hvers nemanda, og
sýna fram á með ótvíræðum hætti hver árangur
hennar er.
Einnig var sagt frá aðferðafræði frumrann-
sókna í atferlisgreiningu sem er sérsniðin til
að svara spurningum um athafnir einstaklinga
og samspil þeirra við umhverfið. Sérstaklega
var undirstrikað hvernig PT vörðurnar tengjast
lykilstoðum atferlisgreiningar. Stoðirnar eru
þrjár: Mælitæki sem skráir og sýnir sambönd
mælieininganna - hinna virku athafna sem
mældar eru með mælistikunni tíðni -fjölda
skipta á tímaeiningu. Þessar lykilstoðir eru
forsenda þess að hægt er að greina, prófa
og spá fyrir um athafnir einstaklinga með
þeim kerfisbundna hætti sem almennt kallast
vísindalegur.
Fjallað var um mikilvægi þess að greina
námsefnið í frumeindir sínar og raða þeim
síðan eftir þyngd með þá einföldustu fyrst. í
því sambandi var undirstrikað að nemandinn
æfði sig í og næði valdi á einstökum
grundvallareindum efnisins (e. tool skills), áður
en hann tæki til við næstu eindir eða samsett
verkefni sem ofar lægju í kröfustiganum.
Einnig var útskýrt hvernig þessi sértæka
framsetning námsefnisins, og skynjunar- og
verkleiðir ásamt öðrum athöfnum kennarans,
væru þær frumbreytur sem skilgreina þarf
til að hægt sé að skoða áhrif þeirra á hegðun
nemandans, sem er hin skilgreinda fylgibreyta.
Með hnitmiðaðri greiningu og magnbindingu
breytanna er mögulegt að stýra þeim á
markvissan hátt. I frumrannsóknum skoðum
við hvernig sambönd frum- og fylgibreyta
liggja. Ur slikri greiningu fæst þekking á eðli
sambandanna sem við getum kallað tækni
þegar hún er nytjuð á vettvangi.
Þegar PT tæknin er notuð í skólastofunni
getur kennarinn beitt einni og sömu aðferðinni
samtímis við kennslu og vísindaleg vinnubrögð
af þessu tagi til að skoða áhrif kennslunnar
og námseindanna á hegðun hvers nemenda,
jafnvel í stórum getublönduðum bekk. Með PT
auka kennarar líkur á því að nemendurnir bæti
færni sína a.m.k. tvöfalt í hverri viku í þeim
námsefniseindum sem verið er að þjálfa þá í,
og „muni” áfram það sem þeir lærðu.
Jafnframt því sem nemendur eru þjálfaðir
í nýjum atriðum námsefnisins, skrá þeir
jafnóðum hjá sér á mælitækið hið staðlaða
hröðunarkort, nákvæmar, tölulegar upplýsingar
um það hvernig þeim gengur. Hröðunarkortið
er ekki gagnageymsla, heldur er það stýritæki.
Það er sú hlutlæga, megindlega og myndræna
mælistika sem hver kennari getur haft til að
rannsaka stöðugt árangur kennslu sinnar. Á
grundvelli þess tekur hann ákvarðanir um
hvað hann gerir í kennslunni og hverning. Á
að halda áfram eins, eða þarf einhverju að
breyta? Það eru ákvarðanir sem byggjast
á raungögnum frá hverjum nemanda. en
ekki á hugmyndum, kenningum eða tilfallandi
tískufyrirbærum.
Af upplýsingum um athafnir nemandans
sem skráðar eru á hröðunarkortið, geta
nemandinn og kennarinn fylgst nákvæmlega
með framvindu námsins. Á hverjum degi, í
hverri kennslustund, jafnvel frá einni mínútu
til annarrar sjá þeir hvort nemandinn bætir
sig, honum fer aftur eða hann stendur í stað.
Á grundvelli þessara gagna tekur kennarinn
ákvarðanir um hvað gagnlegast er að gera
næst:
a
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004