Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 108

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 108
106 geta virkað hvetjandi og eflt vilja til að styrkja og bæta. Það geti einnig dregið úr hæfni kennarans og afköstum, valdið flótta úr starfi, tortryggni og kulnun (Hargreaves, 1998:141- 156). Langtímaáhrif neikvæðra tilfinninga geta haft áhrif bæði á andlega- og líkamlega heilsu (Hargreaves og Fullan, 1998:51-56). I rannsókn Trausta Þorsteinssonar (2001) var m.a. spurt um líðan kennara í starfi. Nær allir kennarar sem rannsóknin náði til sögðu að þeim liði vel í starfi. Anægjan var heldur meiri hjá þeim sem kenndu í fámennum skólum. Ekki var spurt nánar út í þætti er snertu líðan. 1 annarri hérlendri rannsókn sem Anna Þóra Baldursdóttir (2000) gerði á kulnun í starfi meðal grunnskólakennara og leiðbeinenda í íslenskum skólum kom í ljós að tæplega 2/3 þeirra kennara sem þátt tóku í könnuninni hugleiddu að hætta kennslu. Það sem einkum réði var mikið álag í starfi, lág laun og lítil virðing fyrir starfi kennara. „Það að hætta kennslu er meðal annars afleiðing vanlíðunar í starfi“, skrifar hún (bls. 128). Hún bendir á að kulnun kennara sé vandamál skólans og samfélagsins alls og að á því þurfi að taka (bls. 134). Rannsóknarspurningar Þessi rannsókn var gerð til að fá innsýn í kennslustarf við erfiðan grunnskóla. Ég skil- greini „erfiðan grunnskóla“ sem skóla er sker sig úr sökum mikilla námslegra, félagslegra og tilfinningalegra erfiðleika margra nemenda sem fá takmarkaðan stuðning frá heimilum sínum og fjölskyldum og koma úr skólahverfi þar sem mikið er um félagslega erfiðleika (heimild úr gögnum skólans). Það eru kennararnir sjálfir sem veita þá innsýn. Leitað var eftir skoðunum þeirra á vanda nemenda og því sem olli þeim mestu álagi, en einnig eftir upplýsingum um líðan þeirra sjálfra í starfi. Með rannsókninni var vonast til að fá aukna þekkingu og skilning á vanda þessara skóla og á líðan kennara sem þar starfa. Rannsóknin Gerð var eigindleg rannsókn í meðalstórum grunnskóla (um 500 nemendur) veturinn 1998-1999. Eigindlegar rannsóknir byggja á kenningarlegu sjónarmiði fyrirbærafræðinnar sem felst í því að rannsaka og reyna að skilja félagsleg fyrirbær, eða reynslu, eins og þau koma þeim fyrir sjónir sem sjálfir eru þátttakendur (Taylor og Bogdan, 1998). Tekin voru opin viðtöl við 45 kennara skólans og sex „fagaðila" sem ég kalla svo en það voru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, náms- og starfsráðgjafi og þrír einstaklingar sem störfuðu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur þegar rannsóknin var gerð og höfðu komið að málefnum skólans á einn eða annan hátt. Það eru viðtölin við þetta fólk sem niðurstöður rannsóknarinnar byggjast fyrst og fremst á. Flest viðtalanna voru hópviðtöl og voru þrír til fimm viðmælendur í hverjum hópi. í opnum viðtölum sögðu þátttakendur frá hvernig þeir skildu og skilgreindu þá þætti sem rannsóknin beinist að og lýstu sínu sjónarhorni með eigin orðum (Kvale, 1996). Viðtölin voru hljóðrituð og síðan skráð. Auk viðtalanna gerði ég þátttökuathuganir á vettvangi þar sem fylgst var með því sem fram fór og það skráð skipulega niður (Bogdan og Biklen, 1992). Ég kom oft í skólann meðan á rannsókninni stóð, fylgdist með kennslu, sat marga fundi og kynntist þeirri þjónustu sem skólinn veitti nemendum. Þá las ég yfir mikið af rituðum gögnum um starf skólans og stöðu skólahverfisins. Urvinnsla gagna Viðtölin skráði ég jafnóðum og þau voru tekin. Eftir hverja skráningu hófst fyrsta stig úrvinnslu með frumgreiningu gagnanna. Með því móti fékk ég all góða innsýn í það sem rannsóknargögnin höfðu að geyma fljótlega eftir að öflun þeirra lauk. Það var þó ekki fyrr en alllöngu seinna sem tími fékkst til frekari úrvinnslu og hægt var að greina rannsóknargögnin af nákvæmni með ítarlegri kóðun, flokkun og samanburði. Sú greining tók langan tíma, ekki síst vegna hóp- Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004 É
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.