Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 108
106
geta virkað hvetjandi og eflt vilja til að styrkja
og bæta. Það geti einnig dregið úr hæfni
kennarans og afköstum, valdið flótta úr starfi,
tortryggni og kulnun (Hargreaves, 1998:141-
156). Langtímaáhrif neikvæðra tilfinninga geta
haft áhrif bæði á andlega- og líkamlega heilsu
(Hargreaves og Fullan, 1998:51-56).
I rannsókn Trausta Þorsteinssonar (2001)
var m.a. spurt um líðan kennara í starfi. Nær
allir kennarar sem rannsóknin náði til sögðu að
þeim liði vel í starfi. Anægjan var heldur meiri
hjá þeim sem kenndu í fámennum skólum.
Ekki var spurt nánar út í þætti er snertu líðan.
1 annarri hérlendri rannsókn sem Anna Þóra
Baldursdóttir (2000) gerði á kulnun í starfi
meðal grunnskólakennara og leiðbeinenda í
íslenskum skólum kom í ljós að tæplega 2/3
þeirra kennara sem þátt tóku í könnuninni
hugleiddu að hætta kennslu. Það sem einkum
réði var mikið álag í starfi, lág laun og lítil
virðing fyrir starfi kennara. „Það að hætta
kennslu er meðal annars afleiðing vanlíðunar
í starfi“, skrifar hún (bls. 128). Hún bendir á
að kulnun kennara sé vandamál skólans og
samfélagsins alls og að á því þurfi að taka (bls.
134).
Rannsóknarspurningar
Þessi rannsókn var gerð til að fá innsýn í
kennslustarf við erfiðan grunnskóla. Ég skil-
greini „erfiðan grunnskóla“ sem skóla er sker
sig úr sökum mikilla námslegra, félagslegra og
tilfinningalegra erfiðleika margra nemenda sem
fá takmarkaðan stuðning frá heimilum sínum
og fjölskyldum og koma úr skólahverfi þar
sem mikið er um félagslega erfiðleika (heimild
úr gögnum skólans). Það eru kennararnir sjálfir
sem veita þá innsýn. Leitað var eftir skoðunum
þeirra á vanda nemenda og því sem olli þeim
mestu álagi, en einnig eftir upplýsingum um
líðan þeirra sjálfra í starfi. Með rannsókninni
var vonast til að fá aukna þekkingu og skilning
á vanda þessara skóla og á líðan kennara sem
þar starfa.
Rannsóknin
Gerð var eigindleg rannsókn í meðalstórum
grunnskóla (um 500 nemendur) veturinn
1998-1999. Eigindlegar rannsóknir byggja á
kenningarlegu sjónarmiði fyrirbærafræðinnar
sem felst í því að rannsaka og reyna að
skilja félagsleg fyrirbær, eða reynslu, eins
og þau koma þeim fyrir sjónir sem sjálfir
eru þátttakendur (Taylor og Bogdan, 1998).
Tekin voru opin viðtöl við 45 kennara skólans
og sex „fagaðila" sem ég kalla svo en það
voru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, náms-
og starfsráðgjafi og þrír einstaklingar sem
störfuðu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
þegar rannsóknin var gerð og höfðu komið
að málefnum skólans á einn eða annan hátt.
Það eru viðtölin við þetta fólk sem niðurstöður
rannsóknarinnar byggjast fyrst og fremst á.
Flest viðtalanna voru hópviðtöl og voru þrír til
fimm viðmælendur í hverjum hópi. í opnum
viðtölum sögðu þátttakendur frá hvernig þeir
skildu og skilgreindu þá þætti sem rannsóknin
beinist að og lýstu sínu sjónarhorni með eigin
orðum (Kvale, 1996). Viðtölin voru hljóðrituð
og síðan skráð. Auk viðtalanna gerði ég
þátttökuathuganir á vettvangi þar sem fylgst var
með því sem fram fór og það skráð skipulega
niður (Bogdan og Biklen, 1992). Ég kom oft
í skólann meðan á rannsókninni stóð, fylgdist
með kennslu, sat marga fundi og kynntist þeirri
þjónustu sem skólinn veitti nemendum. Þá
las ég yfir mikið af rituðum gögnum um starf
skólans og stöðu skólahverfisins.
Urvinnsla gagna
Viðtölin skráði ég jafnóðum og þau voru
tekin. Eftir hverja skráningu hófst fyrsta stig
úrvinnslu með frumgreiningu gagnanna.
Með því móti fékk ég all góða innsýn í
það sem rannsóknargögnin höfðu að geyma
fljótlega eftir að öflun þeirra lauk. Það var
þó ekki fyrr en alllöngu seinna sem tími
fékkst til frekari úrvinnslu og hægt var að
greina rannsóknargögnin af nákvæmni með
ítarlegri kóðun, flokkun og samanburði. Sú
greining tók langan tíma, ekki síst vegna hóp-
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
É