Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 113

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 113
111 árangursleysi kennslunnar og áherslunnar á bóknámið. A sama tíma verði aðrir þættir útundan svo sem meiri áhersla á siðferðileg gildi og uppbygging einstaklings sem getur borið ábyrgð á sér og sínum. Eins og áður hefur komið fram sækir á kennarana sú hugsun að þeir hafi ekki getað sinnt nemendum sínum nógu vel. Of fjölmennir bekkir og mikil breidd í nemendahópi, tíma- skortur og hegðunarvanamál eru meðal þess sem þeir nefna sem orsakavalda. Þetta veldur áhyggjum og sektarkennd. Kennararnir ræða um álagið sem fylgir því að kenna við aðstæður þar sem vandi nemenda tengist erfiðum aðstæðum foreldra og heimila. Það gerir það að verkum að enn erfiðara en ella er að taka á vandanum. Hulda segir: Mér finnst þetta vera ansi mörg mál sem eru ekki grunnskólans aö leysa en eru hér og þetta er farið að íþyngja starfsfólki, að vinna við aðstæður sem það í raun getur ekki ráðið við þótt það séu allir af vilja gerðir, og getur ekki lagað. Það eru niður- drepandi aðstæður. Hulda segir að þrátt fyrir mikla reynslu þá sé starfsfólk skólans orðið „virkilega þreytt" og að þreytan sé komin á hættulegt stig. Hún segir að það sé ekki endalaust hægt að láta fólkið „axla svona mikla ábyrgð“. Alagið kemur vel fram í orðum Bimu: Maður verður svo hundsvekktur. Það tekur á mann að vera svona svekktur. Fer mikil orka í það. Bölvar aðstæðum hér og þar, aðallega aðstæðum bamanna. Það fer mest orka í það hjá mér. Eg er að gera mér grein fyrir því hvað þetta er alvarlegt. Hjá ýmsum kemur fram að þeir séu ekki menntaðir til að takast á við vandamál af því tagi sem þeir eru að glíma við, að það sé ekki gert ráð fyrir því í kennaramenntuninni og að þetta séu ntál sem heyri undir aðrar fagstéttir. Aður var fólk að tala um að hætta út af laununum en nú er fólkið hér að hætta af því að það sé ekki vinnandi við þetta. Það á nánast ekkert annað líf. Það er vakandi og sofandi yftr þessu og þunginn er orðinn mikill ... Ég fékk ekki menntun sem geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi. Ég fékk ekki menntun til að takast á við þetta. Kennararnir draga ekki úr því að skólinn hafi ýmis úrræði og sérkennslutíma umfram aðra skóla en vegna vaxandi vanda sé það hvergi nærri nóg og vandi bamanna sé engan veginn leystur með þeim úrræðum. Þeir óska eftir meiri stuðningi og fleiri úrræðum fyrir nemenduma. Þeir segja að það vanti meiri sálfræðiþjónustu og þörfin fyrir félagsráðgjafaþjónustu sé brýn því vandi nemenda sé í mörgum tilvikum þess eðlis að félagsráðgjafi þurfi að koma að málinu. Til að geta létt þunganum af eigin herðum vildu þeir geta rætt vanda sinn og áhyggjur við sérfræðing sem gæti veitt þeim handleiðslu. Það myndi byggja þá upp og auðvelda þeim að takast á við starfið. Samstaða kennara Margir kennaranna hafa starfað lengi við skólann og eru orðnir reyndir í því að taka á erfiðum málum. Þrátt fyrir langvarandi álag og þreytu vilja kennararnir helst ekki gefast upp fyrir aðstæðum. Þeir hafa stutt hver annan og sýnt mikla samstöðu og skilning. Það ríkir góður starfsandi og hreinskilin umræða um þá erfiðleika sem við er að fást. Kennararnir segja samstarfsfólkið sérstaklega gott og hópinn skemmtilegan og að því leyti sé ánægjulegt að vinna við skólann. Kennaramir hafa tekið tryggð við skólann og þeir segja það fyrst og fremst samstarfsfólkinu að þakka að þeir séu áfram í starfi, þrátt fyrir allt. Nokkrir tala um að þetta sé þeirra skóli: „Þetta er skólinn minn og þetta er mjög gott starfsfólk og skemmtilegt og góður andi meðal þess og ég get ekki sagt annað en að mér líður mjög vel ... miðað við aðstæður og þrátt fyrir þær“ eins og einn orðar það. Annar talar um það sem „spennandi og ögrandi verkefni að þroska þessa nemendur". Þessum hluta lýkur með orðum Þórunnar: „Þegar við erum að stynja yfir erfiðleikunum þá erum við búin að segja mjög oft að það er vegna samstarfsfólksins sem við höldum áfram og það vita allir [...] en ég veit ekki hversu lengi það heldur“. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.