Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 132
130
að framförum í þjóðfélaginu. í krafti þessarar
menntunar geti fólk tileinkað sér nýjungar, hafi
þá færni sem nútíma samfélag krefst og kunni
að nýta sér þá möguleika sem í boði eru. Vel
menntað vinnuafl er talið geta verið grunnur að
velferð í samfélaginu (Gerður G. Oskarsdóttir,
2000; Giddings og Barr-Telford, 2000; OECD,
1998,2001).
Til að meta gildi menntunar er hér litið
til mannauðskenningarinnar, merkjakenn-
ingarinnar og hugmyndar Pallas (2000)
um fjölþættan afrakstur menntunar. Mann-
auðskenningin (human capital theory) hefur
verið áberandi í allri umfjöllun um fjárhagslegt
gildi menntunar. Þar er því haldið fram að
með aukinni menntun aukist framleiðni
einstaklingsins sem bætir afkomu hans og litið
svo á að fjárfesting í menntun sé sambærileg
annarri fjárfestingu (Cohn og Geske, 1990;
Tryggvi Þór Herbertsson, 1996, 1997). Þegar
atvinnurekandi kaupir vél, þá gerir hann það
í þeirri von að auka framleiðnina sem skili sér
í betri afkomu. A sama hátt fjárfestir fólk í
menntun, meðal annars í þeirri von að sá tími
og peningar sem það leggur til, komi til með
að skila þeim auknum tekjum til lengri tíma
litið. Upp úr 1960 færðu ýmsir fræðimenn rök
fyrir því að eftir því sem menntunarstig þjóða
hækkaði þá ykist framleiðni þjóðfélagsins. Því
var talin full ástæða til þess að líta á þann auð
sem býr í einstaklingum, og meta framlag fólks
í þjóðfélaginu ekki síður en náttúruauðlindir,
tækni og fjármagn (Gray og Herr, 1998)
enda yrði lítið úr náttúruauðlindum, tækni og
fjármagni án mannauðsins.
Merkjakenningin (credential theory)
skýrir afrakstur menntunar þannig að með
aukinni menntun fái einstaklingur einhvers
konar gæðastimpil sem eykur tekjur hans.
Þetta er vegna þess að atvinnurekendur nota
menntunina eða öllu heldur prófin sem vegvísi
til að finna hæft starfsfólk (Cohn og Geske,
1990; Gerður G. Óskarsdóttir, 2000; Tryggvi
Þór Herbertsson, 1997). Fólk fær því hærri
laun á grundvelli þess að vinnuveitandi treystir
því að menntunin skili sér þegar til lengri tíma
er litið, þótt hann sjái ekki endilega merki þess
í auknum afköstum þegar við ráðningu (Cohn
og Geske, 1990).
Pallas (2000) setur fram líkan um fjölþætt
áhrif skólagöngu á líf fullorðinna og setur
menntun þannig í víðara samhengi en það
sem aðeins vísar í fjárhagslegan ávinning.
Hann telur að gildi menntunar sé háð þeirri
menningu og sögulegu aðstæðum sem eru
við lýði hverju sinni. Hann telur að nám í
skóla hafi bein áhrif á þá þekkingu sem fólk
býr yfir og síðan á fjárhagslega afkomu og
vinnuaðstæður. Þetta hafi svo áhrif á virkni
einstaklinga í félagsskap við annað fólk þar
sem þeir fá til að mynda félagslegan stuðning
og menntunin bæti sálræna heilsu og líkamlegt
ástand. Ahrifa gæti einnig í fjölskyldunni,
meiri virkni sé í stjórnmálalífi, gildi fólks verði
önnur og frítímanum sé betur varið.
Rannsóknir benda til að það sem hvetur
fullorðið fólk til náms tengist fjölmörgum
þáttum, þar á meðal lífsfyllingu, hvetjandi
starfsumhverfi, áhuga fyrir að afla sér
aukinnar þekkingar eða að bæta hæfni sína á
vinnumarkaði (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna
Rósa Arnardóttir, 1999, 2001a, 2001b;
Knowles, Holton og Swanson, 1998). Knowles
og fleiri (1998) gera greinarmun á hvatningu
sem einkennist af ósk um aukið sjálfsálit, meiri
starfsánægju og aukin lífsgæði og þeirrar sem
vísar til betra starfs, stöðuhækkunar og hærri
launa. I þessari rannsókn er leitast við að meta
hvaða þættir komi þarna helst við sögu. Fáar
rannsóknir hafa beinst að því að skoða hvað
hvetji fullorðið fólk að fara í nám og mikilvægt
er að skoða þetta frekar (Brookfield, 1988;
Wladkowski, Mauldin og Gahn, 2001). Hér
eru að vísu tekin viðtöl við valinn hóp, það er
að segja þann hóp fólks sem tekst á við námið
og lýkur því. Þessari rannsókn svipar því um
sumt til rannsókna á þrautseigju (resilience)
þar sem áherslan er á að skoða þann hóp sem
tekst á við lífið þrátt fyrir erfið skilyrði, og
reynt að læra af þeirra reynslu (Werner og
Smith, 2001).
Tfmarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004