Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 132

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 132
130 að framförum í þjóðfélaginu. í krafti þessarar menntunar geti fólk tileinkað sér nýjungar, hafi þá færni sem nútíma samfélag krefst og kunni að nýta sér þá möguleika sem í boði eru. Vel menntað vinnuafl er talið geta verið grunnur að velferð í samfélaginu (Gerður G. Oskarsdóttir, 2000; Giddings og Barr-Telford, 2000; OECD, 1998,2001). Til að meta gildi menntunar er hér litið til mannauðskenningarinnar, merkjakenn- ingarinnar og hugmyndar Pallas (2000) um fjölþættan afrakstur menntunar. Mann- auðskenningin (human capital theory) hefur verið áberandi í allri umfjöllun um fjárhagslegt gildi menntunar. Þar er því haldið fram að með aukinni menntun aukist framleiðni einstaklingsins sem bætir afkomu hans og litið svo á að fjárfesting í menntun sé sambærileg annarri fjárfestingu (Cohn og Geske, 1990; Tryggvi Þór Herbertsson, 1996, 1997). Þegar atvinnurekandi kaupir vél, þá gerir hann það í þeirri von að auka framleiðnina sem skili sér í betri afkomu. A sama hátt fjárfestir fólk í menntun, meðal annars í þeirri von að sá tími og peningar sem það leggur til, komi til með að skila þeim auknum tekjum til lengri tíma litið. Upp úr 1960 færðu ýmsir fræðimenn rök fyrir því að eftir því sem menntunarstig þjóða hækkaði þá ykist framleiðni þjóðfélagsins. Því var talin full ástæða til þess að líta á þann auð sem býr í einstaklingum, og meta framlag fólks í þjóðfélaginu ekki síður en náttúruauðlindir, tækni og fjármagn (Gray og Herr, 1998) enda yrði lítið úr náttúruauðlindum, tækni og fjármagni án mannauðsins. Merkjakenningin (credential theory) skýrir afrakstur menntunar þannig að með aukinni menntun fái einstaklingur einhvers konar gæðastimpil sem eykur tekjur hans. Þetta er vegna þess að atvinnurekendur nota menntunina eða öllu heldur prófin sem vegvísi til að finna hæft starfsfólk (Cohn og Geske, 1990; Gerður G. Óskarsdóttir, 2000; Tryggvi Þór Herbertsson, 1997). Fólk fær því hærri laun á grundvelli þess að vinnuveitandi treystir því að menntunin skili sér þegar til lengri tíma er litið, þótt hann sjái ekki endilega merki þess í auknum afköstum þegar við ráðningu (Cohn og Geske, 1990). Pallas (2000) setur fram líkan um fjölþætt áhrif skólagöngu á líf fullorðinna og setur menntun þannig í víðara samhengi en það sem aðeins vísar í fjárhagslegan ávinning. Hann telur að gildi menntunar sé háð þeirri menningu og sögulegu aðstæðum sem eru við lýði hverju sinni. Hann telur að nám í skóla hafi bein áhrif á þá þekkingu sem fólk býr yfir og síðan á fjárhagslega afkomu og vinnuaðstæður. Þetta hafi svo áhrif á virkni einstaklinga í félagsskap við annað fólk þar sem þeir fá til að mynda félagslegan stuðning og menntunin bæti sálræna heilsu og líkamlegt ástand. Ahrifa gæti einnig í fjölskyldunni, meiri virkni sé í stjórnmálalífi, gildi fólks verði önnur og frítímanum sé betur varið. Rannsóknir benda til að það sem hvetur fullorðið fólk til náms tengist fjölmörgum þáttum, þar á meðal lífsfyllingu, hvetjandi starfsumhverfi, áhuga fyrir að afla sér aukinnar þekkingar eða að bæta hæfni sína á vinnumarkaði (Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 1999, 2001a, 2001b; Knowles, Holton og Swanson, 1998). Knowles og fleiri (1998) gera greinarmun á hvatningu sem einkennist af ósk um aukið sjálfsálit, meiri starfsánægju og aukin lífsgæði og þeirrar sem vísar til betra starfs, stöðuhækkunar og hærri launa. I þessari rannsókn er leitast við að meta hvaða þættir komi þarna helst við sögu. Fáar rannsóknir hafa beinst að því að skoða hvað hvetji fullorðið fólk að fara í nám og mikilvægt er að skoða þetta frekar (Brookfield, 1988; Wladkowski, Mauldin og Gahn, 2001). Hér eru að vísu tekin viðtöl við valinn hóp, það er að segja þann hóp fólks sem tekst á við námið og lýkur því. Þessari rannsókn svipar því um sumt til rannsókna á þrautseigju (resilience) þar sem áherslan er á að skoða þann hóp sem tekst á við lífið þrátt fyrir erfið skilyrði, og reynt að læra af þeirra reynslu (Werner og Smith, 2001). Tfmarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.