Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 136
134
talið hafa áhrif á hvort þessir fjórir þættir
sem einstaklingur hefur fengið út úr náminu
nýtist á starfsvettvangi. Sérhæfð þekking úr
læknisfræði skilar sér til að mynda með öðrum
hætti inn í sjávarútveg en í heilbrigðisgeira.
Atvinnuástand skiptir jafnframt máli því þegar
niðursveifla er í atvinnulífi eru meiri líkur á því
að fólk fái ekki vinnu.
Flestir viðmælendur (14) töldu að menntunin
hefði bætt stöðu þeirra á vinnumarkaði og um
helmingur þeirra sagðist vera sáttur við stöðu
sína. Um helmingur kvennanna (6) sagðist hafa
lækkað í launum við það að ljúka námi. Flestir
karlamir (4) töldu að líklega hefðu þeir getað
haft jafnhá ef ekki hærri laun í fyrra starfi.
I viðtölunum kom fram að konur sem
höfðu starfað við skrifstofustörf og fóru að
starfa við umönnun lækkuðu í launum eftir
námið. Það gaf tilefni til að athuga nánar hvort
launabreyting í kjölfar menntunar gæti verið
önnur ef fólk skipti um atvinnugrein. Til að
skoða það voru meðalheildarlaun svarenda úr
könnun á símenntun greind eftir menntun og
atvinnugrein (sjá 1. töflu).
I fjölbreytudreifigreiningu kom fram að
svarendur sem störfuðu við fiskveiðar eða
fiskvinnslu voru með hærri heildarlaun að
meðaltalien svarenduríöðrumatvinnugreinum.
Svarendur sem störfuðu í iðnaði voru með
lægri heildarlaun að meðaltali en svarendur
í fiskveiðum eða fiskvinnslu, en með hærri
laun en svarendur í öðrum atvinnugreinum.
Ekki var munur á meðalheildarlaunum milli
heilbrigðisgeirans, menntageirans, þjónustu og
verslun eða annarri opinberri þjónustu.
Fram komu samvirkniáhrif menntunar og
launa þar sem laun hafa mismunandi áhrif
eftir því hver atvinnugreinin er. Til að meta
áhrifin var reiknuð dreifigreining innan hverrar
atvinnugreinar og Tukey-próf til að meta hvort
munur á meðalheildarlaunum væri marktækur
eftirmenntun svarenda. Þegarmeðalheildarlaun
eru skoðuð innan sömu atvinnugreina eru
launin hærri meðal svarenda sem höfðu lokið
háskólaprófi í samanburði við þá sem höfðu
aðeins lokið grunnskólaprófi. Þó er opinberi
menntageirinn undantekning þar á, þar sem
laun eru ekki marktækt hærri eftir menntun.
Þegar eingöngu voru skoðaðir svarendur í
menntageiranum sem störfuðu 30-70 klst. að
meðaltali á viku, var niðurstaðan sú sama.
Meðalheildarlaun svarenda í fiskveiðum
eða fiskvinnslu með grunnskólapróf eru
marktækt hærri en svarenda með háskóla-
próf innan menntageirans. Ekki er munur
á meðalheildarlaunum svarenda með grunn-
skólapróf í fiskveiðum eða fiskvinnslu og
svarenda með háskólapróf innan heilbrigðis-
geirans, annarri opinberri þjónustu og sem
störfuðu við þjónustu og verslun. Niðurstaðan
bendir því til að fólk sem starfar við fiskveiðar
eða fiskvinnslu með grunnskólapróf hækkar
ekki endilega í launum ljúki það háskólaprófi sé
miðað við svarendur sem starfa í menntageira,
heilbrigðisgeira, opinberri þjónustu eða við
þjónustu og verslun. Svarendur sem aðeins eru
með grunnskólapróf og störfuðu í iðnaði voru
með lægri laun en háskólafólk í iðnaði, í annarri
opinberri þjónustu eða við þjónustu og verslun.
Hins vegar er ekki munur á laununum sé miðað
við menntageirann og heilbrigðisgeirann.
Niðurstaðan bendir því til að fólk sem starfar
í iðnaði með grunnskólapróf hækkar ekki
alltaf í launum ljúki það háskólaprófi sé miðað
við svarendur sem starfa í menntageira eða
heilbrigðisgeira.
Til að skoða nánar tengslin milli menntunar
og launa var tekinn lógariþmi af laununum
til að fá normaldreifingu. í dæmunum hér að
framan var það ekki gert til að niðurstöður
væru auðtúlkanlegri. Hér eru hins vegar
skoðaðir fleiri þættir sem geta haft áhrif á laun.
Til að meta það er reiknuð fjölbreytuaðhvarfs-
greining þar sem frumbreytur eru: menntun,
atvinnugrein, kyn, aldur og vinnutími. Hér
er eingöngu verið að bera saman svarendur
sem höfðu aðeins lokið grunnskólaprófi við
svarendur sem höfðu lokið háskólaprófi.
í 2. töflu er að sjá hallatölurnar (b), staðlaða
hallatölu (þ) og hvað hver þessara breyta skýrir
án leiðréttingar fyrir hverja breytu. Einnig er að
sjá heildarfjölda svarenda og hvað breyturnar
skýra samanlagt í launadreifingunni. Menntun
hefur áhrif á laun þegar búið er að taka tillit
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004