Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 140

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 140
138 þættir eins og sjálfsöryggi fólks, hæfni til að taka á fjölskyldumálum, áhugamál, víðsýni og stuðningur við nám barna séu þættir sem meta má til mannauðs. Hér er því gert ráð fyrir að þótt atvinnulífið væri ekki í blóma gæti menntakerfið aukið gildi mannauðsins. I meginatriðum hefur hér verið tekið undir með Pallas (2000) að menntun hafi víðtæk áhrif á líf einstaklinga og þau séu mun flóknari en svo að launin séu eini afrakstur menntunar eins og mannauðskenningin og merkjakenningin gera ráð fyrir. Mannauðskenningunni er ekki hafnað hér. Sýnt hefur verið fram á að menntun leiði til hærri launa, þó það sé ekki algilt enda benda niðurstöður til að fólk geti jafnvel lækkað í launum í kjölfar aukinnar menntunar. Niðurstöður eru óljósari um hvort menntun leiði til aukinnar framleiðni þar sem enginn viðmælandi nefndi það. Hins vegar töldu sumir viðmælendur að menntun leiði til aukinnar þekkingar á sérsviði eða almennrar færni. Menntun er talin gefa merki um hæfni og að því leytinu tekið undir merkjakenninguna. Hér er gert ráð fyrir að atvinnugrein og atvinnuástand geti haft áhrif á hvert gildi menntunar verður fyrir einstaklinga sem ekki er að sjá í fyrrgreindum kenningum. Menntunin er talin hafa áhrif í einkalífi. Sé það borið saman við það sem Pallas (2000) heldur fram, þó með þeim fyrirvara að hann telur námið fyrst leiða til bættrar stöðu á vinnumarkaði, má benda á að bæði líkönin gera ráð fyrir að menntunin hafi áhrif á fjölskyldulíf. Pallas fjallar um fjölskyldumál í tengslum við hvenær fólk hugar að bameignum eða hverjum það giftist, hér er frekar litið á mál fjölskyldunnar út frá því hvemig fólk tekst á við daglegt líf og talið að námið geti leitt til þess að fólk hvetji börnin sín til að læra. Hér er einnig tekið fram að aukin menntun eykur víðsýni og fólk því tilbúnara að vega og meta viðfangsefni sín út frá mörgum sjónarhornum. Þetta svipar til hugmyndar Pallas um að menntunin geri fólk frjálslyndara og það hugsi meira á jafnréttisgrunni og minna sé um manngreinarálit. Niðurstöður hér benda til að áhugamál fólks verð fjölbreyttari þegar menntunin eykst. Pallas telur að með meiri menntun sæki fólk frekar ýmsa menningarviðburði. Hann telur að þátttaka í félagasamtökum og stjórnmálum aukist en ekki er að sjá merki um það í þeim gögnum sem hér eru kynnt. Sálrænt og líkamlegt ástand er ekki tekið inn í líkanið hér á sama hátt og Pallas gerir. Hvers vegna fullorðið fólk fer í nám Á 2. mynd eru drög að líkani sem á að sýna hvers vegna fullorðið fólk með litla menntun fer í nám, samkvæmt þeim viðtölum sem tekin voru í þessari rannsókn. Niðurstöður benda til að það sé fjölmargt sem geti haft áhrif á að fólk fer í nám og eftir því sem fleiri lykilþættir eru til staðar því líklegra er að fólk taki af skarið og fari í nám. Hér eru þættir sem skipta máli flokkaðir í þrennt. Þetta eru einstaklingsbundnir þættir, þættir sem tengjast fjölskyldunni og skólakerfinu. Ákvörðun um að fara í nám byggist rnikið á vilja einstaklingsins og því sem hann er tilbúinn að gefa í námið. Þó einstaklingurinn sé allur af vilja gerður geta umhverfi og aðstæður þó gert það að verkum að hann getur ekki stundað nám, til dæmis ef ekkert nám er í boði sem viðkomandi vill stunda eða námið er ekki í boði á þeim tíma sem hentar. Einn viðmælandi er dæmi um hvernig þessir þrír þættir þurfa að fara saman. Honum hafði verið hafnað um inngöngu í starfsmenntaskóla þegar hann var um tvítugt. Áhuginn á að stunda þetta nám var samt alltaf til staðar, þrátt fyrir að fjölskyldan gengi fyrir. Þegar hann var um fertugt sá hann annað tækifæri til að ná sér í þessa menntun og hann sagði: „Það kom bara svona punktur. Nú geri ég þetta“. Þannig varð leiðin greið þar sem hann vildi fara í námið, námið og fjölskylduábyrgðin gat farið saman og nú fékk hann inngöngu í skólann. Ef litið er fyrst á einstaklingsbundna þætti sem koma hér fram (sjá 2. mynd) þá sögðu flestir viðmælendur að hvatinn að náminu hafi verið áhugi fyrir því að læra (14). Sumir þeirra Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.