Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 140
138
þættir eins og sjálfsöryggi fólks, hæfni til að
taka á fjölskyldumálum, áhugamál, víðsýni
og stuðningur við nám barna séu þættir sem
meta má til mannauðs. Hér er því gert ráð fyrir
að þótt atvinnulífið væri ekki í blóma gæti
menntakerfið aukið gildi mannauðsins.
I meginatriðum hefur hér verið tekið undir
með Pallas (2000) að menntun hafi víðtæk áhrif
á líf einstaklinga og þau séu mun flóknari en
svo að launin séu eini afrakstur menntunar eins
og mannauðskenningin og merkjakenningin
gera ráð fyrir. Mannauðskenningunni er ekki
hafnað hér. Sýnt hefur verið fram á að menntun
leiði til hærri launa, þó það sé ekki algilt enda
benda niðurstöður til að fólk geti jafnvel
lækkað í launum í kjölfar aukinnar menntunar.
Niðurstöður eru óljósari um hvort menntun
leiði til aukinnar framleiðni þar sem enginn
viðmælandi nefndi það. Hins vegar töldu sumir
viðmælendur að menntun leiði til aukinnar
þekkingar á sérsviði eða almennrar færni.
Menntun er talin gefa merki um hæfni og að
því leytinu tekið undir merkjakenninguna.
Hér er gert ráð fyrir að atvinnugrein og
atvinnuástand geti haft áhrif á hvert gildi
menntunar verður fyrir einstaklinga sem ekki
er að sjá í fyrrgreindum kenningum.
Menntunin er talin hafa áhrif í einkalífi. Sé
það borið saman við það sem Pallas (2000)
heldur fram, þó með þeim fyrirvara að hann
telur námið fyrst leiða til bættrar stöðu á
vinnumarkaði, má benda á að bæði líkönin
gera ráð fyrir að menntunin hafi áhrif á
fjölskyldulíf. Pallas fjallar um fjölskyldumál í
tengslum við hvenær fólk hugar að bameignum
eða hverjum það giftist, hér er frekar litið á
mál fjölskyldunnar út frá því hvemig fólk
tekst á við daglegt líf og talið að námið
geti leitt til þess að fólk hvetji börnin sín til
að læra. Hér er einnig tekið fram að aukin
menntun eykur víðsýni og fólk því tilbúnara að
vega og meta viðfangsefni sín út frá mörgum
sjónarhornum. Þetta svipar til hugmyndar
Pallas um að menntunin geri fólk frjálslyndara
og það hugsi meira á jafnréttisgrunni og
minna sé um manngreinarálit. Niðurstöður hér
benda til að áhugamál fólks verð fjölbreyttari
þegar menntunin eykst. Pallas telur að
með meiri menntun sæki fólk frekar ýmsa
menningarviðburði. Hann telur að þátttaka
í félagasamtökum og stjórnmálum aukist en
ekki er að sjá merki um það í þeim gögnum
sem hér eru kynnt. Sálrænt og líkamlegt ástand
er ekki tekið inn í líkanið hér á sama hátt og
Pallas gerir.
Hvers vegna fullorðið
fólk fer í nám
Á 2. mynd eru drög að líkani sem á að sýna
hvers vegna fullorðið fólk með litla menntun
fer í nám, samkvæmt þeim viðtölum sem
tekin voru í þessari rannsókn. Niðurstöður
benda til að það sé fjölmargt sem geti haft
áhrif á að fólk fer í nám og eftir því sem fleiri
lykilþættir eru til staðar því líklegra er að fólk
taki af skarið og fari í nám. Hér eru þættir
sem skipta máli flokkaðir í þrennt. Þetta eru
einstaklingsbundnir þættir, þættir sem tengjast
fjölskyldunni og skólakerfinu. Ákvörðun um að
fara í nám byggist rnikið á vilja einstaklingsins
og því sem hann er tilbúinn að gefa í námið.
Þó einstaklingurinn sé allur af vilja gerður geta
umhverfi og aðstæður þó gert það að verkum
að hann getur ekki stundað nám, til dæmis
ef ekkert nám er í boði sem viðkomandi vill
stunda eða námið er ekki í boði á þeim tíma
sem hentar.
Einn viðmælandi er dæmi um hvernig þessir
þrír þættir þurfa að fara saman. Honum hafði
verið hafnað um inngöngu í starfsmenntaskóla
þegar hann var um tvítugt. Áhuginn á að
stunda þetta nám var samt alltaf til staðar, þrátt
fyrir að fjölskyldan gengi fyrir. Þegar hann var
um fertugt sá hann annað tækifæri til að ná sér
í þessa menntun og hann sagði: „Það kom bara
svona punktur. Nú geri ég þetta“. Þannig varð
leiðin greið þar sem hann vildi fara í námið,
námið og fjölskylduábyrgðin gat farið saman
og nú fékk hann inngöngu í skólann.
Ef litið er fyrst á einstaklingsbundna þætti
sem koma hér fram (sjá 2. mynd) þá sögðu
flestir viðmælendur að hvatinn að náminu hafi
verið áhugi fyrir því að læra (14). Sumir þeirra
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004