Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 150
148
þeim tiltekinn stað í skólakerfinu. Á móti og til
stuðnings þeim leiðum sem farnar hafa verið
má segja að börn af erlendum uppruna þurfa
oft mikla aðstoð fyrstu ár skólagöngu sinnar,
en innan þess hóps er þó mikil breidd og e.t.v.
varasamt að líta á fjölbreyttan hóp barna af
erlendum uppruna sem eina heild og miða
úrræði við hópinn í heild. Er e.t.v. vænlegra að
breyta grundvallarhugsun í skólastarfi á íslandi
og fara í auknum mæli að starfa markvissar í
anda jafnréttis og fjölbreytileika, eins og að
ofan hefur verið rætt? Skiptar skoðanir eru
um þennan þátt og samkvæmt rannsóknum
erlendis eru algengar þær hugmyndir kennara
að þeir komi eins fram við alla og því séu
þeir í raun að starfa í þessum anda (Siraj-
Blatchford, 1994). En þar sem einstaklingar
af ólíkum uppruna, með ólíka menningar- og
trúarlega afstöðu og ólíka fjölskyldureynslu
mætast, nægir ekki alltaf sú hugsun að telja
sig koma eins fram við alla. Slíkt getur
auðveldlega haft í för með sér misskilning og
e.t.v. rangtúlkanir í samskiptum, eins og komið
hefur fram í yfirstandandi rannsókn höfundar
(Hanna Ragnarsdóttir, 2004). Mikilvægt er
fyrir starfsfólk skóla að temja sér víðsýni
og vera reiðubúið að sýna sveigjanleika í
samskiptum við ólíka einstaklinga. Hins vegar
hefur gjarnan verið spurt hvar eigi að setja
mörkin í samskiptum fólks af ólíkum uppruna.
Hve langt á starfsfólk skóla að ganga í því að
laga starfið að ólíkum þörfum fjölskyldna?
Að hve miklu leyti er hægt að ætlast til
að foreldrar lagi sig að þörfum og kröfum
skólanna? í rannsókn höfundar hefur komið
fram að foreldrar af erlendum uppruna eru
reiðubúnir til að laga sig að miklu leyti að
kröfum skólanna (Hanna Ragnarsdóttir, 2004).
Enn má spyrja hvort sú leið sé æskileg, þar
sem aðlögun fjölskyldnanna að samfélaginu og
skólum verður nánast einhliða. í því felst m.a. að
hlutverk innan fjölskyldu breytast, trúariðkun
breytist eða fellur jafnvel niður, fjölskyldur
laga sig að nýjum uppeldisaðferðum. Er hætt
við að grafið sé undan sameiginlegum gildum
fjölskyldna með þessu móti? Að mati ýmissa
fræðimenna er heldur ekki æskilegt að fólk
lifi í tveimur ólíkum heimum sem eiga lítið
sameiginlegt (Gullestad, 2002). Reynsla af
skólastarfi erlendis bendir til þess að til lengri
tíma litið sé æskilegra að sýna sveigjanleika
í samstarfi, koma til móts við fjölskyldur að
vissu marki um leið og gert er ráð fyrir að þær
lagi sig að skólastarfi; með öðrum orðum að
gagnkvæm aðlögun skóla og fjölskyldna eigi
sér stað (Millam, 2002; Cotton o.fl., 2003;
Siraj-Blatchford, 1994; Edwards, 1998).
I niðurstöðum yfirstandandi rannsóknar
höfundar (Hanna Ragnarsdóttir, 2004)
má benda á tiltekna þætti sem einkenna
skólastarf í leik- og grunnskólum þar sem
erlendu börnunum vegnar vel. Þessir þættir
eru m.a. markviss stefna í málefnum bama
af erlendum uppruna, góð og traust þekking
starfsfólks á ýmsum þáttum fjölmenningarlegs
samfélags, frumkvæði, víðsýni og sveigjanleiki
í skólastarfinu. I þeim skólum þar sem
börnunum hefur ekki vegnað eins vel má m.a.
sjá skort á samstöðu og samvinnu kennara,
skort á tengslamyndun í barnahópnum, skort
á trausti milli heimilis og skóla og að samspil
heimila og skóla er óhagstætt barninu, m.a.
vegna þekkingarleysis í skólanum. Á sama hátt
má nefna að viðhorf foreldra og væntingar til
skólastarfsins eru ólíkar, að því er virðist m.a.
af menningarlegum ástæðum og virðist það
að einhverju leyti fara saman við velgengni
barnanna eða skort á velgengni. Jákvæð
afstaða foreldra gagnvart skólum barna sinna,
sveigjanleiki og jákvæðni kemur fram hjá
öllum foreldrum í rannsókninni, en fram koma
einnig áhyggjur af einangrun bamanna og
þeirri staðreynd að flest þeirra eiga fáa félaga
og helst félaga af erlendum uppruna.
Stefnumörkun í aðalnámskrám
og hjá Reykjavíkurborg
I aðalnámskrá leikskóla 1999 segir m.a.
um markmið leikskólastarfs, að foreldrar
beri frumábyrgð á uppeldi barna sinna en
leikskólastarfið sé viðbót við það uppeldi sem
börnin fá á heimilum sfnum. Enn fremur að
leikskólinn sé fyrir öll börn, óháð andlegu
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004