Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 152
150
almennrar menntunar og starfsmenntunar,
veita öllum börnum kost á að njóta hennar, og
gera aðrar ráðstafanir sem við eiga, svo sem
með því að veita ókeypis menntun og bjóða
fjárhagslega aðstoð þeim sem hennar þurfa
með. Enn fremur er nefnt að veita skuli öllum
kost á æðri menntun eftir hæfileikum, með
hverjum þeim ráðum sem við eiga, sjá til þess
að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval
séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum
og gera ráðstafanir til að stuðla að reglulegri
skólasókn og draga úr því að nemendur hverfi
frá námi. I 29. grein sáttmálans er áhersla lögð
á sérstaka hæfileika hvers barns. Þar segir
að aðildarríki séu sammála um að menntun
barns skuli beinast að því að rækta eftir því
sem frekast er unnt persónuleika, hæfileika og
andlega og líkamlega getu þess; móta með því
virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi og
grundvallarsjónarmiðum þeim er fram koma í
sáttmála hinna Sameinuðu þjóða; móta með því
virðingu fyrir foreldrum þess, menningai'legri
arfleifð þess, tungu og gildismati, þjóðernis-
legum gildum þess lands er það býr í og þess
er það kann að vera upprunnið frá, og fyrir
öðrum menningarháttum sem frábrugðnir eru
menningu þess sjálfs; undirbúa barn til að
lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi, í anda
skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis
karla og kvenna og vináttu milli allra þjóða,
þjóðhátta-, þjóðemis- og trúarhópa, og fólks
af frumbyggjaættum. Enn fremur segir í 30.
grein að í ríkjum þar sem minnihlutahópar hafa
myndast vegna sérstakra þjóðhátta, trúarbragða
eða tungumála, eða þar sem frumbyggjar eru,
skuli barni sem heyrir til slíks hóps ekki
meinað að njóta eigin menningar, játa og iðka
eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi
með öðrum í hópnum. í Barnasáttmálanum er
því í raun að finna þær grundvallarundirstöður
fyrir skólastarf sem rannsóknir erlendis hafa
sýnt að hafa gefið góða raun þegar börn
af erlendum uppruna eru annars vegar, þ.e.
jafnrétti og fjölbreytileika. Því má álykta að
tímabært sé að huga betur að þessum þáttum í
skólastarfi á íslandi.
Niðurlag
Hér hafa verið raktir nokkrir grundvallarþættir í
stefnuerframkemuríaðalnámskrámgrunnskóla
og leikskóla á íslandi og stefnumörkun
Reykjavíkurborgar ásamt grundvallarþáttum
í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi
barnsins. Samkvæmt nýlegum erlendum
rannsóknum er ljóst að markviss stefnumörkun
í skólum er mikilvæg fyrir velgengni bama af
erlendum uppruna. Hins vegar nægir hún ekki,
ef ekki er fyrir hendi samstaða starfsfólks um
hugmyndafræði, markmið og leiðir. Spyrja má
hvort þær leiðir í móttöku og kennslu barna
af erlendum uppruna sem famar hafa verið
í leik- og grunnskólum á íslandi hafí skilað
þeim árangri sem ætlast var til. Samkvæmt
nýlegum rannsóknum þarf hugmyndafræði
er byggir á jafnrétti og fjölbreytileika sem
tveimur grundvallarþáttum að vera sýnileg í
skólamenningu, námi og kennslu, námskrá,
foreldrasamstarfi og tengslum við samfélag,
svo og í stjómun, ef raunverulegur árangur á
að nást í fjölmenningarlegu skólastarfi (Cotton
o.fl., 2003; Wrigley, 2000; Wrigley, 2003;
Nieto, 1999). Þá er mikilvægt að traust og góð
samvinna sé fyrir hendi, t.d. milli fyrstu kennara
barnanna og umsjónar- og bekkjarkennara
í grunnskólunum, svo og samvinna
leikskólastjóra, deildarstjóra og annars
starfsfólksíleikskólunum.Frumkvæðieinstakra
kennara getur einnig verið mjög hvetjandi og
haft góð áhrif á þróun skólamenningar sem er
hliðholl margbreytileikanum (Wrigley, 2000;
Hanna Ragnarsdóttir, 2002). Þá er fjallað um
í nokkrum rannsóknunt að afar mikilvægt
sé að litið sé á tvítyngi og fjöltyngi sem
kost eða mikilvægan eiginleika (Wrigley,
2003; Conteh, 2003). I ýmsum rannsóknum
kemur fram að grundvallaratriði í skólastarfi
sé að unnið sé markvisst gegn ójöfnuði og
að hugmyndafræði og kennsluaðferðir séu í
anda fjölmenningarlegrar kennslu, þar sem er
m.a. hugað að stöðu allra barna og litið á þau
sem auðlind (Edvvards, 1998; Germundsson,
2000; Hanna Ragnarsdóttir, 2002; Hanna
Ragnarsdóttir, 2004; Kampmann, 2003).
Nauðsynlegt er að viðhorf alls starfsfólks
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004