Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 158

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 158
156 og skiljum verk okkar í ljósi eigin talshátta . Með því að yrða hlutina öðruvísi opnast nýir heimar og þá um leið ný sóknarfæri, leiðir til að gera betur. Um langa hríð hafa starfshættir í kennaranámi mótast af þeirri sýn að kennaranemi læri „fræðin” í kennaraskólanum og beiti þeim síðan í skólastofu. I seinni tíð hafa menn sett spurningamerki við þessa sýn og bent á að hún sniðgengur það flókna samspil sem kennaraneminn upplifir í náminu og þau áhrif sem hann verður fyrir á vettvangi skólans (Feiman-Nemser & Remillard, 1996; Putnam og Borko, 2000). Vilji menn hins vegar taka slíkt með í reikninginn koma hefðbundin viðhorf til náms að litlu haldi því þau takmarka námshugtakið við einstaklinginn og heilastarfsemi hans. Góðu heilli hafa komið frarn á sjónarsviðið ný viðhorf til náms sem gefa því félagslega og menningarlega vídd (Cobb, 1994; Lave, 1988; Lave & Wenger, 1991). Að læra felur þá í sér að verða fullgildur þátttakandi í lífi hinna fullorðnu. Horfi maður í kennaranám þessum augum opnast nýjar víddir. Að læra að kenna snýst nú ekki bara um að afla sér þekkingar á kennsluaðferðum og þess háttar heldur líka að læra að taka þátt í skólasamfélaginu sem kennari og aðlagast þeim lífsformum sem þar hafa þróast (Putnam & Borko, 2000). Ritgerð mína má skoða sem framlag til þessarar nýju umræðu um kennaranám. Nálgun Ég kalla rannsókn mína „pragmatic self-study”. Fyrri hluta orðasambandsins - „pragmatic” - hef ég þegar útlistað: Ég skoða sviðið frá sjónarhóli verkhyggju. Seinni hlutinn, „self- study” vísar til þess að ég beini athyglinni að eigin starfi. Nærtækast er að nota íslenska orðið sjálfskoðun, jafnvel þó það minni óþægilega mikið á “introspection” sem þótti góð og gild aðferð til að rannsaka sálarlíf fólks á upphafsárum sálfræðinnar (Cole, 1996). í reynd er hér um að ræða nýja grein á meiði menntunarrannsókna. í megindráttum felst aðferðin í því að rannsakandinn (kennarinn - teacher educator) rýnir í eigið starf undir ljóskeri fræðanna með það fyrir augum að skilja betur hvað hann er að gera og hvernig hann geti bætt sig sem starfsmaður (Bullough og Pinnegar, 2001). Lýsingin minnir á starfendarannsókn (action research) enda náin tengsl þarna á milli. Það sem helst skilur á milli þessara rannsóknaleiða er meiri áhersla á rannsakandann í self-study rannsóknum. Self-study rannsakandi skiirist jafnvel ekki við að skoða grundvallarviðhorf sín, hvernig hann hugsar, til dæmis um menntun og skólastarf, og hvernig hann gæti hugsað betur. Þetta reyndi ég í ritgerð minni og endaði í herbúðum pragmatista sem áður greinir, fór að skoða nokkur verk Devveys og líkaði vel - svo vel raunar að ég ákvað að gera hann að leiðsögumanni mínum, hjálpa mér að ná áttum sem fræðimaður og kennari. Þegar ég fór að vinna með gögnin mín komst ég að þeirri niðurstöðu að hlutverk mitt sem rannsakanda væri untfram allt að opna nýjan glugga, lýsa kennaranámi með öðrum hætti en gerist og gengur og í takt við ný viðhorf til náms sent ég vék að hér að framan. Að lýsa hlutunum upp á nýtt er krefjandi verkefni og ég sá fljótlega að ég yrði að hafa gott fólk mér til fulltingis, fólk sem gæti lánað mér ný orð og nýja talshætti. í ritgerðinni kalla ég þetta fólk leiðsögumenn mína („my guides”). Devvey og Rorty voru sjálfkjörnir í þetta hlutverk en auk þeirra valdi ég Jerome Bruner, Jean Lave, James Wertsch og Mikhail Bakhtin en allir þessir fræðimenn hvetja okkur til að skoða manninn sem félagsveru fremuren einstakling. Ritgerðin mín er að verulegu leyti samtal við þetta ágæta fólk. Aðdragandinn Doktorsverkefni mittertilraun tilaðendurskoða eigin hugmyndirogeigin starfshætti. Það liggur því beint við að gefa gaum að aðdragandanum: Hvað vakti fyrir mér? Hvers vegna ákvað ég að fara út í þetta verkefni? Þegar ég hélt til Kanada síðsumars 1997 hafði ég að baki um það bil tveggja áratuga starf sem efnafræðikennari við framhaldsskóla og tæpan áratug sem leiðbeinandi kennaranema Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.