Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 172

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 172
170 verkum að þeir þurfa endurskoða kennsluhætti sína og temja sér annað verklag í kennslu. Auk nemendafjöldans telja kennararnir að skortur á aðstöðu til verklegar kennslu svo og skortur á almennri kennsluaðstöðu sem er vel kennslutækjum búin setji skipulagi náms og kennslu verulegar skorður. Kennarar benda á að mikill kostnaður fylgi verklegu námi ef vel á að vera. Fjárskortur veldur því að samkenna þarf námskeið og hagræða í framboði náms og þó að kennarar skilji vel nauðsyn þess að halda kostnaði niðri gætir þó ákveðinnar gagnrýni á stefnu Háskólans. Þegar Ragnar er spurður um það hvort að Háskólinn sem slíkur hafi áhrif á það hvernig hann skipuleggi nám og kennslu svarar hann: „Ég verð bara ekki var við neina sérstaka stefnu þar nema bara þessa einu stefnu, það er að spara. Skera niður. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Þá er sumum kennurum tíðrætt um hversu rannsóknarþætti starfsins er gert hátt undir höfði á kostnað kennslunnar og telja að rannsóknaráhersla í stefnu Háskólans geti gert þeim erfitt um vik að sinna kennslu sinni af alúð og þróa og þroska kennsluhætti sína. Að lokum Hér að framan hef ég leitast við að greina þær leiðir sem háskólakennarar innan ákveðinnar háskólagreinar fara við að taka ákvarðanir um nám og kennslu og hvað hefur áhrif á þær ákvarðanir. Þótt ekki er hægt að alhæfa út frá þessari rannsókn gefa viðtölin við kennarana ákveðna innsýn inn í námskrárgerð við Háskólann. Þannig er ljóst að kennarar telja sig býsna einráða um skipulag námskeiða sem þeir kenna. Þeir sinna þeirri námskrágerð að mestu einir sumpart vegna þess að þeir eru einu sérfræðingarnir á sínu sérsviði og vegna þess að innan skorar er það ekki hluti stofnanahefðar að kennarar séu að bera sig saman og ræða slíkar ákvarðanir. Þó kunna þeir allir vel að meta samstarf og samræður um námskrá og kennslu gefist þess kostur og á það einkum við þann reynsluminnsta í kennslu. Kennararnir greinarinnar deila viðhorfí til fræðigreinarinnar og hafa svipaðar hugmyndir um hvaða þekking er mikilvæg innan hennar. Þeir segja að þekking fræðigreinarinnar eins og hún birtist í skipulagi námskeiða sé stöðluð og eins um allan heim þegar um er að ræða grunnnámskeið greinarinnar. Þessi sýn birtist m.a. í því að hversu miklu námsbækur ráða um skipulag námskeiða og í því hvernig kennarar spegla eigin kennslu í námskeiðslýsingum erlendra háskóla. A meistarastigi virðist kennarar hins vegar upplifa svigrúm sitt í námskrárgerð meira og þar taka þeir meira mið af sérþekkingu sinni á fræðasviði, starfsreynslu og séríslenskum aðstæðum. Þótt kennarar deili hugmyndum um inntak námskrár eru viðhorf þeirra til framkvæmdar eða kennslu misleitari Hugmyndir sínar um nám og kennslu sækja kennararnir í eigin námsreynslu í verkfræði og telja þá reynslu ráða miklu um það hvemig þeir skipuleggja námskeið sín og kenna. Þeir taka sér gjaman til fyrirmyndar ákveðna kennara á námsáram eða fyrstu árum háskólakennslu. Þeir kennarar búa yfirkostum semfalla vel að kennsluhugmyndum viðmælenda. Reynsla þeirra af starfsvettvangi hefur einnig áhrif á hugmyndir þeirra um kennslu auk þess sem hún auðveldar þeim að finna nemendum sínum aðgang að vettvangi. Kennslureynsla virðist hafa mest mótandi áhrif á hugmyndir kennara um nám og kennslu þó sú reynsla sé gjaman orðuð með hversdagslegum og næstum ómeðvituðum hætti. í upphafi kennsluferils eru kennarar óöruggir en vex smátt og smátt ásmegin og verða þá óragari við að breyta til í skipulagi náms og kennslu og kenna meira eftir eigin höfði og tilfinningu. Þó að margt virðist ken.iurum í rannsókninni sameiginlegt í námskrárgerð ber að taka vara á alhæfingargildi hennar. Fyrst og fremst er úrtak lítið og takmarkarkað við kennara ákveðinnar háskólagreinar. Líklegt má telja að fræðigreinin hafi ekki aðeins áhrif á þekkingarfræðilegar hugmyndir háskólakennara svo og hugmyndir þeirra um nám og kennslu heldur móti einnig sjálfsmynd þeirra, samskipti, tungutak og vinnulag (Becher, 1989; Clark, 1977; Kogan, 2000; Kogan og fleiri, 2000; Valimaa, 1998). Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.