Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 184

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 184
182 (49%) núverandi kvenna í TD hafði áhuga á þessari brautarhugmynd og aðeins 17% þeirra hafði ekki áhuga eins og mynd 5 sýnir. Rúmlega íjórðungur (27%) karla við TD hafði áhuga á þessari brautarhugmynd. Gagnlegt er að vita hvernig er gott að kynna tölvunarfræðideildina betur fyrir framhalds- skólanemum og má sjá svör núverandi nemenda í TD á mynd 6. Þar kemur fram að þær hugmyndir að bjóða framhaldsskólanemum í heimsókn og hafa kynningardaga eru vinsælastar á meðal nemenda. Nýnemar telja það að fara í heimsóknir í kennslustundir vera vænlegasta kostinn í kynningarmálum en að öðru leyti hafa þeir svipaðar hugmyndir og núverandi nemendur. Kynjamunur kemur hér fram einna helst í viðhorfum til að bjóða nemendum í heimsókn þar sem mun fleiri karlar (67%) velja það atriði sem æskilegt í kynningarstarfi eins og sést á mynd 7. Lokaorð Megin niðurstöður þessarar könnunar eru þær að konur þekkja ekki nægjanlega vel til tölvunarfræði, þekkja ekki vel hvað fagið felur í sér og hvaða möguleika það skapar. Einnig hafa konur í þessari könnun minni reynslu en karlar af tölvum og tölvunarfræðifögum áður en þær koma í skólann. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að aðgengi kynjanna að tölvum sé mismunandi þar sem karlar fá aðgang að tölvum mun fyrr bæði heima og í skóla. Hugsanlega hefur þetta mótandi áhrif á áhuga kvenna til tölvunarfræði en eitt af þeim atriðum sem nefnt er til úrbóta í rannsókn á vegum Stanford háskóla er að kynna konum sem fyrst tölvur og tölvunarfræði á skemmtilegan hátt til að auka áhuga þeirra á faginu (Agrawal, Goodwill, Judge, Sego, og Williams, 2003). Munur á notkun kvenna og karla á tölvum í grunnskóla og framhaldsskóla sem fram kemur í þessari könnun styður einnig við þá tilgátu að konur þekki ekki nægilega til tölvunarfræði. Annað sem styður þetta er að um helmingur kvenna við TD HR segjast hafa valið námið bara til að prufa sem að bendir einnig til að þær hafi ekki reynslu og þekkingu á tölvum og tölvunarfræði. Hugmyndir nemenda um kynningastarf eru í samræmi við þær aðferðir sem nú þegar eru notaðar en hugsanlega þurfa kynningar að eiga sér stað fyrir yngri nemendur. Hér gæti skólinn því komið að málum með auknu kynningar- starfi þar sem áherslan væri á að kynna tölvunarfræði fyrir stúlkum frá grunnskólaaldri til að þær geti frekar tekið ákvarðanir um námsval byggða á reynslu og þekkingu. Áhugavert er að skoða nánar möguleika á hönnun nýrrar brautar við HR þar sem lögð yrði áhersla á samspil tölvunarfræði og félags- og hugvísinda. Um helmingur núverandi kvennema í TD hafði áhuga á þannig braut en stór hluti svarenda var óákveðin enda var brautin ekki nánar skilgreind í þessari könnun. Þessi áhugi er í samræmi við reynslu fráTækni- háskólanum í Skövde í Svíþjóð sem nefnd var í inngangi og er hér hægt að sækja hugmyndir í þeirra smiðju (Jafnréttisnefnd Háskóla íslands, 2000). Nokkur atriði í þessari rannsókn hefðu mátt fara betur og hafa þau hugsanlega haft einhver áhrif á niðurstöðurnar, t.d. var form svara við þrem spurningum til núverandi nemenda í TD gallað og olli því að svör duttu út og eru því ekki nýtt hér. Tímasetning þ.e. að leggja spurningalistana fyrir um sumar og lengd þeirra virðist ekki hafa haft áhrif á svarhlutfall sem var nokkuð gott. Einnig ber að hafa í huga að í sumum hópum eru ekki mörg svör og á það sérstaklega við nýnema í tölvunarfræðideild en þar svöruðu aðeins 11 konur. Því ber að taka sumum niðurstöðum með fyrirvara. Þessi könnun vekur upp margar spurningar sem áhugvert er að kanna nánar, t.d. að bjóða upp á nýja tölvunarfræðibraut sem áður hefur verið nefnd en einnig hvernig hægt er að kynna stúlkum fyrr tölvunotkun og tölvunarfræði þannig að þær komi ekki í skólann bara til að prufa eitthvað nýtt heldur velji námið vegna þekkingar á faginu og þeim möguleikum sem að tölvunarfræðin býður upp á. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.