Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 184
182
(49%) núverandi kvenna í TD hafði áhuga
á þessari brautarhugmynd og aðeins 17%
þeirra hafði ekki áhuga eins og mynd 5 sýnir.
Rúmlega íjórðungur (27%) karla við TD hafði
áhuga á þessari brautarhugmynd.
Gagnlegt er að vita hvernig er gott að kynna
tölvunarfræðideildina betur fyrir framhalds-
skólanemum og má sjá svör núverandi nemenda
í TD á mynd 6. Þar kemur fram að þær
hugmyndir að bjóða framhaldsskólanemum
í heimsókn og hafa kynningardaga eru
vinsælastar á meðal nemenda.
Nýnemar telja það að fara í heimsóknir í
kennslustundir vera vænlegasta kostinn í
kynningarmálum en að öðru leyti hafa þeir
svipaðar hugmyndir og núverandi nemendur.
Kynjamunur kemur hér fram einna helst í
viðhorfum til að bjóða nemendum í heimsókn
þar sem mun fleiri karlar (67%) velja það atriði
sem æskilegt í kynningarstarfi eins og sést á
mynd 7.
Lokaorð
Megin niðurstöður þessarar könnunar eru
þær að konur þekkja ekki nægjanlega vel til
tölvunarfræði, þekkja ekki vel hvað fagið felur
í sér og hvaða möguleika það skapar. Einnig
hafa konur í þessari könnun minni reynslu
en karlar af tölvum og tölvunarfræðifögum
áður en þær koma í skólann. Niðurstöður
könnunarinnar gefa til kynna að aðgengi
kynjanna að tölvum sé mismunandi þar sem
karlar fá aðgang að tölvum mun fyrr bæði
heima og í skóla. Hugsanlega hefur þetta
mótandi áhrif á áhuga kvenna til tölvunarfræði
en eitt af þeim atriðum sem nefnt er til úrbóta
í rannsókn á vegum Stanford háskóla er að
kynna konum sem fyrst tölvur og tölvunarfræði
á skemmtilegan hátt til að auka áhuga þeirra á
faginu (Agrawal, Goodwill, Judge, Sego, og
Williams, 2003).
Munur á notkun kvenna og karla á tölvum í
grunnskóla og framhaldsskóla sem fram kemur
í þessari könnun styður einnig við þá tilgátu að
konur þekki ekki nægilega til tölvunarfræði.
Annað sem styður þetta er að um helmingur
kvenna við TD HR segjast hafa valið námið
bara til að prufa sem að bendir einnig til að
þær hafi ekki reynslu og þekkingu á tölvum og
tölvunarfræði.
Hugmyndir nemenda um kynningastarf eru
í samræmi við þær aðferðir sem nú þegar eru
notaðar en hugsanlega þurfa kynningar að eiga
sér stað fyrir yngri nemendur. Hér gæti skólinn
því komið að málum með auknu kynningar-
starfi þar sem áherslan væri á að kynna
tölvunarfræði fyrir stúlkum frá grunnskólaaldri
til að þær geti frekar tekið ákvarðanir um
námsval byggða á reynslu og þekkingu.
Áhugavert er að skoða nánar möguleika á
hönnun nýrrar brautar við HR þar sem lögð
yrði áhersla á samspil tölvunarfræði og félags-
og hugvísinda. Um helmingur núverandi
kvennema í TD hafði áhuga á þannig braut
en stór hluti svarenda var óákveðin enda var
brautin ekki nánar skilgreind í þessari könnun.
Þessi áhugi er í samræmi við reynslu fráTækni-
háskólanum í Skövde í Svíþjóð sem nefnd var í
inngangi og er hér hægt að sækja hugmyndir í
þeirra smiðju (Jafnréttisnefnd Háskóla íslands,
2000).
Nokkur atriði í þessari rannsókn hefðu mátt
fara betur og hafa þau hugsanlega haft einhver
áhrif á niðurstöðurnar, t.d. var form svara við
þrem spurningum til núverandi nemenda í
TD gallað og olli því að svör duttu út og eru
því ekki nýtt hér. Tímasetning þ.e. að leggja
spurningalistana fyrir um sumar og lengd
þeirra virðist ekki hafa haft áhrif á svarhlutfall
sem var nokkuð gott. Einnig ber að hafa í huga
að í sumum hópum eru ekki mörg svör og á það
sérstaklega við nýnema í tölvunarfræðideild en
þar svöruðu aðeins 11 konur. Því ber að taka
sumum niðurstöðum með fyrirvara.
Þessi könnun vekur upp margar spurningar
sem áhugvert er að kanna nánar, t.d. að bjóða
upp á nýja tölvunarfræðibraut sem áður hefur
verið nefnd en einnig hvernig hægt er að kynna
stúlkum fyrr tölvunotkun og tölvunarfræði
þannig að þær komi ekki í skólann bara til að
prufa eitthvað nýtt heldur velji námið vegna
þekkingar á faginu og þeim möguleikum sem
að tölvunarfræðin býður upp á.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004