Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 193
191
rannsókn gætu verið dæmigerð íslensk börn
og ekkert bendir til annars. Þau voru samt ekki
valin af handahófi né kerfisbundið úr hópi
íslenskra bama á leið úr leikskóla í grunnskóla.
Engu að síður var ályktandi tölfræði notuð, en
sjálfsagt að hafa þann fyrirvara sem hentiúrtaki
fylgir.
Sú fylgni hljóðkerfisvitundar og lesturs
sem fram kemur í þessari rannsókn þýðir að
sameiginleg dreifíng þessara tveggja þátta er
nálægt 30%. Það eru svipaðar niðurstöður og
fundist hafa í öðrum rannsóknum hérlendis
og erlendis (Adams, 1994; Ásthildur, 1999;
Ehri o.fl., 2001; Ingibjörg Símonardóttir o.fl.,
2002). Marktæki munurinn á þeim hópi sem
fékk kennslu í Markvissri málörvun og þeim
sem fékk hana ekki, ætti að sýna að það
borgi sig að kenna Markvissa málörvun. Það
tilraunasnið sem hér var notað breyttist þó, eins
og oft gerist í menntarannsóknum, í tilraunarlíki
(enska: quasi-experimental design), þar sem
börnunum var ekki raðað af handahófi í hópana
tvo. Þau höfðu fengið sín leikskólapláss löngu
áður en síðasta leikskólaárið, lykilárið í þessari
rannsókn, rann upp. Hvergi mældist marktækur
munur á leikskólunum í árgangi 1, en í árgangi
2 var marktækur munur á því hversu miklu
fleiri bókstafi sá hópur þekkti, sem átti að
fá Markvissu málörvunina. Þar munaði 10
stöfum á meðalbókstafaþekkingu hópanna og
bókstafaþekkingin reyndist vera sú breyta sem
best spáði fyrir um lestrargetu í lok fyrsta
bekkjar. Otal rannsóknir á forspá um lestrargetu
sýna fylgni lestrargetu og bókstafaþekkingar.
Á síðustu árum hefur sú staðreynd ekki verið
eins mikið í umræðunni og hljóðkerfisvitund
og vitund um málhljóð, enda hefur gengið
erfiðlega að sýna fram á tengsl bókstafakennslu
og lesturs. Sem dæmi um nýlega rannsókn á
slíkri kennslu má nefna rannsókn Schneider,
Roth og Ennemoser (2000) sem skoðuðu
böm sem hætta var á að lentu í erfiðleikum
með lestramám. Þessum bömum var skipt af
handahófi í þrjá kennsluhópa, þar sem einn
hópur fékk kennslu í hljóðkerfisvitund, annar
lærði stafina og hljóð þeirra og sá þriðji bland
af báðum kennsluaðferðum. Síðastnefndi
hópurinn las best þegar upp var staðið.
Hljóðkerfisvitundarhópurinn skilaði mestri
hljóðkerfisvitund, sem ekki kemur á óvart í
ljósi þeirra niðurstaðna sem hér er fjallað um.
Böm læra hljóðkerfisvitund sé þeim kennd
hún. Áður var minnst á að málhljóðavitund sé
bömum erfiðari en sú hljóðkerfisvitund sem
byggir á tilfinningu fyrir rími og atkvæðum.
Vera má að það að læra stafina og hljóð þeirra
krefjist meiri málhljóðavitundar en flest börn
ráða þægilega við í byrjun lestrarnáms. Blanda
af bókstafanámi og hljóðkerfisvitundamámi,
svo sem rími, atkvæðaklappi og hlustun gæti
því einfaldlega verið meira við hæfi barnanna
en bókstafanám eingöngu.
Markvissa málörvunin er blanda af leikjum
og verkefnum. Hún tekur stuttan tíma í einu eða
um 20 mínútur og er vinsæl hjá börnunr. Því
gæti hvatinn sem innbyggður er í málörvunina
líka skýrt að einhverju leyti þann litla mun sem
fram kom á hljóðkerfisvitund barnanna eftir
því hvort þau fengu aðlöguðu eða hefðbundnu
kennsluna. Munur á bókstafaþekkingu er þó
líklegri skýring á þeim lestrarmun sem fram
kom á þessum hópum í lok fyrsta bekkjar.
Bókstafaþekking er breyta sem ókleift er að
horfa fram hjá og eðlilegt er, þegar spá á fyrir
um getu til að ráða í samanraðaða bókstafi, að
bókstafaþekking skipti máli.
Hugtökin tölfræðilega marktækur munur
og hagnýtur munur koma upp í hugann þegar
stuðningskennsluþörfin í lok fyrsta bekkjar
er skoðuð. Skortur á tölfræðilegri marktækni
þýðir að þótt færri börn nái fullnægjandi
lestrargetu í hópnum sem fékk ekki Markvissa
málörvun, sé sá munur tilkominn fyrir tilviljun
í þessum hópi og því illa treystandi. Hinn
praktíski skólasálfræðingur eða sérkennari
segði hins vegar: „En er ekki mikilvægt að
fækka þeim sem ekki ná lestrinum úr 19,4% í
7,5%?“ Samkvæmt einhliða tölfræðiprófi voru
7% líkur á því að hending ein réði þessum
mun. Frekari rannsókna er því þörf til þess að
unnt sé að draga þá ályktun, með rneiri vissu,
að Markviss málörvun fjölgi þeim sem ná
fullnægjandi árangri í lestri í fyrsta bekk.
Árgangur 1, sá sem ekki fékk Markvissa
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004