Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 232

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 232
230 það ekki komið í stað leiðbeiningar, aðstoðar og hvatningar góðs kennara (Collinson, et.al, 2000). Eða eins og Reid segir ”technology can be used to complement other aspects of good teaching rather than replace them” (Reid, 2002). Kennara geta nýtt sér tæknina til að bæta kennslu og auka fjölbreytileika til að koma til móts við sífellt stærri og margbreytilegri hóp nemenda. Nemendur munu áfram þurfa aðstoð og leiðbeiningar til að geta nýtt sér þau náms- tækifæri sem bjóðast á hvaða formi sem þau eru. Nám og kennsla byggjast á flóknum samskiptum milli kennara og nemenda. Með aukinni notkun á UST í skólum geta kennara þurft að endurskoða hlutverk sitt í kennsluferlinu. Hlutverk þeirra getur þróast út r að verða verkstjórn eða leiðbeinendur sem bjóða nemendum upp á hvetjandi námsumhverfi. Aherslan getur orðið meira nemendamiðuð ef vel tekst til og aukið virkni og ábyrgð nemenda. Nú er áherslan á Netinu meiri á ritmál en talmál, þar sem samskipti byggjast að mestu á textaskrifum og getur það eflt markmiðsbundið námsumhverfi og umræður. Tímaskeið umræðna hefur breyst með notkun á Netinu þar sem bæði kennarar og nemendur geta hugsað um svarið, leitað að gögnum og heimildum, endurskoðað hug sinn en einnig brugðist skjótt við og svarað því sem fyrst kemur upp í hugann. Kennarinn getur notað þetta tækifæri til að þjálfa nemendur í umræðu og röksemdafærslu en einnig til að virkja nemendur og gera þá ábyrgari fyrir sínu námi. Það er auðvelt að sjá hverjir taka ekki þátt þegar ekki er hægt að fela sig bak við sam- nemendur. Að taka þátt í uppbyggjandi umræðu er mikilvægur hluti af menntun. Kennari sem vill nota UST til að efla umræðu og samskipti hvort sem það er í hefðbundinni staðbundinni kennslu, dreifkennslu eða fjarkennslu verður að kynna sér vel þá tækni sem stendur til boða og þær hugmyndir sem eru um notkun hennar. Þessi nýju samskiptaform geta í senn verið spennandi, hvetjandi og ögrandi en um leið ókunnugleg og fráhrindandi. Ekki má gleyma að ólíklegt er að nemendur séu öruggir í nýju námsumhverfi með nýjum kröfum um virkni og samskipti. Þó að þeir séu margir vanir tölvuleikjum og fimir með þumalinn á farsímanum þá er ekki vrst að þeir séu undirbúnir undir kerfisbundna og markvissa notkun á UST í námi og kennslu. Kennarar og nemendur þurfa tíma til að kynnast nýjum möguleikum sem bjóðast með aukinni notkun á UST í skólastarfi. Samskipti með hjálp tækninnar geta gefið nemendum nýja frelsistilfinningu þegar þeir geta haft samband við kennara, spurt og svarað spurningum þegar þeim hentar og á þeim stað sem þeim hentar. En þessi samskipti geta einnig skapað fjarlægð frá umræðunni, þátttaka getur verið dræm eða sein og lifandi umræða og hugarflug augnabliksins hverfur. Nemendur geta nýtt sér það persónuleysi sem Netið býður upp á en gæði samskiptanna byggjast á því skipulagi sem er til staðar og þeim tækjum sem notuð eru, sem og hlutverki nemenda og kennara (Ásrún Matthíasdóttir, 2002). Nemendum og kennurum verður að líða vel í því tækniumhverfi sem þeir vinna í og breyt- ingar á viðhorfum tengjast reynslu þeirra þar sem jákvæð reynsla leiðir til jákvæðra viðhorfa (Ásrún Matthíasdóttir, 2002; Reid, 2000; Huang et al., 1995; Liao, 1993). Tæknin er ekki það sem skiptir mestu máli heldur hvernig hún er notuð. Hlutverk kennarans er mikil- vægt þar sem hann hefur nú nýja möguleika á samskiptum við nemendur sem einstaklinga eða sem hóp með hjálp nýrra miðla. Hedberg et al. (1997) telja að “Tlie multitude of ways the teacher and learner can communicate and the time and feedback quality of those communications largely determine the success of the teacher/learner relationship and tlie learning outcomes“. Samskiptamöguleikarnir gefa kennurum tækifæri til að efla jákvæð viðhorf og auka sjálfsvirðingu nemenda, sem og að efla þeirra nám. Mat erhluti af kennslu- og námsferlinu og hér getur UST boðið upp á marga möguleika, s.s. gagnvirk próf og verkefni, sem og margskonar Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.