Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 10
FRÁ RITSTJÓRA
á almennur grunnskóli að vera fyrir alla, og
þá lendir það á kennuruni að finna lausnir
fyrir börn sem áður var kennt í sérskólum.
Þegar mörg slík börn eru saman kornin í
sörnu kennslustofunni þurfa þau auka-
legan tíma kennarans og þá er ekki mikill
tími afgangs til að sinna hinum börnunum.
Á niðurskurðartímum er heldur ekki von á
eins mikilli liðveislu og kennarar vildu og
þyrftu. Mikið starf hefur verið unnið til að
finna þær kennsluaðferðir sem best duga í
þessari stöðu, en spurning er hvort kennarar
hafa kynnt sér allar þessar aðferðir eins og
með þarf. Þarna verður hver skóli að svara
fyrir sig.
í annan stað er gott að hafa í huga að
óþarfa orka fer í að kenna öðrum um allar
ófarir. Stofnanir sem það iðka glata gjarn-
an trausti sínu, innan frá sem utan, eins og
áður var nefnt. Betri leið er að horfast í augu
við það að hér virðist eitthvað hafa farið
úrskeiðis og fólk þarf að vinna saman að
því að finna leiðir til úrbóta. Ganga verður
út frá því að kennarar vilji gera vel og séu
hæfir fagmenn. Þegar skólakerfi sýnir að
árangri hrakar í heildina er svaranna ekki
að leita hjá einstökum kennurum heldur hjá
kerfinu í heild. Hver skóli getur hins vegar
leitað svara um það hvernig hægt væri að
gera betur í þágu bæði kennara, nemenda
og foreldra. í þessu skyni eru gerðar rann-
sóknir á menntakerfinu, en þær koma fyrir
lítið ef þær eru ekki notaðar í skólunum.
Hver skóli þarf að skoða hvort þar eru
notaðar bestu hugsanlegar aðferðir. Nú er
betra að hugsa til lengri tíma og taka styttri
skref. Reynslan úr matsfræðunum sýnir að
vel er hægt að bæta árangur ef skynsam-
lega er að því farið, markmiðið sett til lengri
tíma en stöðugt stefnt í áttina að því, og
væri hægt að tína til frásagnir af mörgum
slíkum átökum. Hér verður látið nægja að
benda á tvö íslensk dæmi. Annað þeirra er
árangur Halldóru Kristínar Magnúsdóttur
og félaga hennar af því að nota svokallað
„Bright Start"-námsefni í nokkrum grunn-
skólum á Suðurlandi árin 2004-2010, en
þar sýndu börnin marktækt betri árangur
en samanburðarhópar í flestum mælingum
og skólabragur batnaði verulega. Meistara-
verkefni Halldóru Kristínar um þetta efni er
hægt að nálgast á Skemmu, þar sem nem-
endaverkefni í háskólum eru geymd. Hitt
dæmið er úr Holtaskóla í Keflavík, sem var
með slökustu skólum á landinu á könnunar-
prófurn í lesskilningi barna í 4. bekk. Skólinn
tók upp lestrarkennsluaðferðina „Leið til
læsis" sem Námsmatsstofnun hefur unnið
að ásamt Steinunni Torfadóttur og Helgu
Sigurmundsdóttur, og skólinn rauk á nokkr-
urn árum upp kvarðann þar til hann var á
meðal þeirra langefstu. Mörg fleiri dæmi
væri hægt að tína til um kennsluaðferðir
sem hafa verið rannsakaðar og sýna bættan
árangur nemenda. Gott er að hafa í huga að
þegar árangur er ekki eins og best verður á
kosið er reynslan ekki endilega besti leið-
beinandinn um það hvert stefna skal, heldur
getur verið gott að leita nýrra leiða.
Meðal þeirra ráða sem stundum er horft
til þegar greinilega þarf að bæta ástandið
á einhverjum sviðum þjóðfélagsins er að
einkavæða starfsemina, í trausti þess að ef
þeir sem reka þjónustu eiga hana sjálfir sé
hún þeim hjartfólgnari en ella og því sé
meira lagt í reksturinn án þess að til aukins
kostnaðar þurfi að koma. í því sambandi er
athyglisvert að skoða grein í þessu tölubiaði
TUM, Uppsker hver eitis og hann sáir? Hefur
val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum
vinnumarkaði?, en hana skrifa Kári Krist-
insson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik
Eysteinsson. Þau bera þar saman viðbrögð
mannauðsstjóra í fyrirtækjum við umsókn-
um um störf eftir því hvort umsækjendur
eru úr ríkisreknum skólurn eða einkaskólum
og eftir því hvort einkunn þeirra var há eða í
meðallagi. Mannauðsstjórar voru jafnlíkleg-
ir til að velja umsækjendur úr ríkisskólum
og einkaskólum og voru jafnvel líklegir til að
8