Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 12

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 12
taka fólks með þroskahömlun scm lokið hefur starfstengdu diplómunámi frd Háskóla íslands, kemur fram að háskólanám fólks með þroskahömlun hefur skilað þeim árangri að eftir útskrift var helmingur hópsins með vinnu sem tengdist viðfangsefnum námsins og 70% af hópnum voru í vinnu á almennum vinnumarkaði. Þá virtist einnig sjálfsmynd og sjálfstraust þátttakenda hafa batnað meðan á náminu stóð. Þannig virtist námið hafa þjónað hagsmunum þátttakenda svo merkjanlegt væri. Fjölbreytileiki mannlífsins eykst með ári hverju hér á íslandi eins og annars staðar í heiminum. Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir fjalla um það í grein sinni, Sam- skipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi, hvernig íslenskum unglingum gengur að fóta sig í þessari nýju stöðu, en flestir svarendanna voru af íslenskum uppruna. Niðurstöðurnar sýna að þátttakendur eru almennt jákvæðir gagnvart fjölbreytileika samfélagsins, telja lærdómsríkt að eiga vini af ólíkum uppruna, sjálfsagt að taka tillit til ólíkra hefða fólks eftir menningu og trú og gefandi að umgangast fólk sem hefur aðrar skoðanir. Stór hluti svarenda tekur jafnframt mjög ákveðna afstöðu gegn kynþáttafor- dómum. Viðhorf unga fólksins endurspegla almennt jákvæð viðhorf til margbreytileik- ans, ákveðna sýn á einelti og nokkurt öryggi um sína stöðu í félagamenningunni. Sömu sögu er ekki að segja af þeim ung- lingum sem Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir fjalla um í grein sinni Líðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda i 5.-7. bekk grunnskóla i fiistundastarfi: Saman- burður á svörum barna eftir móðurmáli töluðu heima. Þar kemur fram mikill munur á við- horfi unglinganna eftir því hvort heima hjá þeim er töluð íslenska eða ekki. Börn með annað móðurmál en íslensku standa höllum fæti félagslega, þeim líður verr en jafn- öldrum, er frekar strítt, þau eru minna sam- vistum við jafnaldra og eiga færri vini. Þau taka síður þátt í skipulögðu frístundastarfi og æfa sjaldnar ef þau taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Stígandi virðist vera í öllum mælingunum, þannig að ef annað móður- mál en íslenska er talað heima hefur það áhrif á líðan, félagsleg samskipti og þátt- töku í frístundastarfi. Skýr tengsl koma fram í þá veru að ef annað foreldrið talar annað móðurmál en íslensku eru tvöfalt meiri líkur á vanlíðan og stríðni og enn meiri líkur ef eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað heima. Við virðumst því enn eiga eitt- hvað í land með að taka þannig á móti fólki af erlendum uppruna að því gangi vel að aðlagast íslensku þjóðfélagi. Þórdi's Þórðardóttir fjallar í grein sinni, Barnaefni og fjölski/Iduhabitusar, um notkun heimila leikskólabarna á barnabókum, sjón- varpsefni fyrir börn, mynddiskum og tölvu- leikjum. Þótt oft væri lesið upphátt fyrir börnin á heimilum þeirra eyddu þau mun drýgri tíma í sjónvarps- og mynddiskaáhorf en að hlusta á upplestur. Skemmstum tíma eyddu börnin í tölvuleiki. Börnin á heimilum þátttakenda höfðu greiðan aðgang að marg- víslegu barnaefni, en val á því fór aðallega eftir kyni barnanna, frernur en eftir menntun foreldranna. Teiknimynda- og ofurhetju- sögur voru aðallega lesnar fyrir drengina en prinsessusögur og efni tengt bóklestri var aðallega lesið fyrir stúlkurnar. Höfundur greinir umhverfi barnanna með klasagrein- ingu og fær fram klasana alætuhabitus, sjón- varpshabitus, kvenleikahabitus, bóklmeigð- arhabitus og karlmennskuhabitus. Gretar L. Marinósson hefur látið af Iöngu og farsælu starfi sem ritstjóri TUM og nýr ritstjóri tekið við. Ég er enn að læra á innviði starfsins og mun sennilega gera einhver mis- tök í því ferli, vonandi fyrirgefst það og mis- tökin verða færri eftir því sem á líður. Mikil- vægt er í þessari stöðu að hafa hæft fólk sér við hlið. Því eru kærar þakkir færðar þeim sem korna að þessari útgáfu ásamt mér, rit- stjórn, ritrýnum, yfirlesurum, höfundum, umbrotsmanni og Háskólaútgáfunni. Sigurlina Daviðsdóttir 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.