Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 36
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir
aðstoð, að sögn skólastjóranna, samanber
„viltu koma og skoða, viltu koma og vera
aðeins hjá mér" eða „heyrðu, við erum að
gera frábært verkefni, kíktu við." í nokkr-
um tilvikum sögðu skólastjórarnir að
aðstoðarskólastjórarnir sinntu þessu eitt-
hvað en í engu þeirra tilvika var um kerfis-
bundnar athuganir og leiðsögn að ræða.
Einungis einn skólastjóranna sagðist
sinna þessu hlutverki kerfisbundið. í hans
skóla er skipulag skólastarfsins sveigjan-
legt og ráðandi fyrirkomulag er teymis-
kennsla í litlum námshópum. Skólastjór-
inn sagðist fara um skólann á hverjum
degi og heimsækja námshópana og teym-
in til að fylgjast með og afla upplýsinga.
Hann sagði: „... það vill nú til að ég hef
... pínulítið prófað hluti á eigin skinni,
þannig að ég get líka veitt þeim leiðsögn."
Hann sagðist funda reglulega með teym-
unum í hverri viku á samráðsfundum þar
sem teyrnin færu yfir málin og hann veitti
þeim ráð á grundvelli heimsókna sinna
og athugana. Teymin væru því í „stöðugri
kennslufræðilegri þróun."
Óbeinn stuðningur og leiðsögn utan
kennslustofunnar kom fram með ýmsum
hætti hjá flestum skólastjóranna. í við-
tölum við þá kom fram að þeir tóku allir
starfsmannaviðtöl, flestir einu sinni á ári
en aðrir tvisvar og jafnvel þrisvar á ári.
Flestir skólastjóranna notuðu viðtölin
kerfisbundið til að afla upplýsinga frá
starfsfólki um símenntunarþarfir og fleira
til að styðja við það og þróa í starfi eins og
eftirfarandi ummæli eins þeirra er dæmi
um:
Ég fæ í þessum samtölum mjög miklar upplýs-
ingar, bæði um áhersiur viðkomandi, hugmyndir,
hvað viðkomandi er að hugsa um sín framtíðar-
plön, framtíðarplön skólans, hvað viðkomandi
langar að gera. Og svo nota ég þau mjög mark-
visst til að sá hugmyndunum mínum. Ég reyni að
leiða þau ... að því, ef ég einhvers staðar finn færi,
ég hef áhuga fyrir að fara að þoka einhverju til, þá
er ég nánast alltaf búinn að undirbúa það í starfs-
mannaviðtölum árið áður.
Skólastjórinn segir að starfsfólk sitt fái
upplýsingar fyrirfram um hvað skuli rætt
hverju sinni. Hann segist undirbúa sig vel
fyrir viðtölin og með góðum fyrirvara og
spyrji í hverju „þau eru að standa sig vel
og hvar er eitthvað sem að [skólastjórinn]
þarf að ræða um að þau taki sig á með."
Að mati skólastjórans virkar þetta fyrir-
komulag vel og segir hann: „[Þjetta er al-
veg snilld." í nokkrum tilvikum var um
afslappaðra viðhorf að ræða varðandi til-
gang og notkun starfsmannaviðtala. Einn
skólastjóranna segir til dæmis þegar hann
er spurður um starfsmannaviðtölin:
Jú, jú, en almenna reglan er sú að það er alltaf opið
hérna inn og ég vinn fyrir opnum dyrum og ef það
eru einhver mál sem að svona brenna á mönnum
þá koma þau gjarnan. Sumir koma nú gjarnan inn
bara til að spjalla, bara daglega nánast, það er bara
allt í lagi. Aftur á móti veit ég alveg að það er einn
þáttur sem að ég hef ekkert verið að styðja neitt
svakalega eða fylgt eftir og það er kannski þessi
kennslufræðilegi þáttur.
Ljóst er af orðum þessa skólastjóra að
hann lítur fremur á starfsmannaviðtöl sem
vettvang til að eiga góðar samverustundir
og óformleg skoðanaskipti við kennara en
sem tæki til starfsþróunar.
Óbeinn stuðningur og leiðsögn getur
einnig falist í að skapa aðstæður fyrir
starfsfólk til að meta og breyta starfs-
háttum sínum í samstarfi við aðra, svo
sem með þróun námskrár eða kennslu-
skipulags. Sýn skólastjóra á hlutverk sitt í
þessu samhengi var nokkuð mismunandi;
flestir virtust beita sér talsvert markvisst
34