Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 38

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 38
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir þróunarverkefni í gangi. Sýn þeirra ein- kenndist af jákvæðni og stuðningi en ekki framsækni. Einn sagði:„... þetta kemur oft frá starfsfólkinu sjálfu og við tökum það og bökkum það upp." Langfestir skólastjóranna virtust aftur á móti li'ta svo á að hlutverk þeirra fælist í því að hvetja og styðja starfsfólk sitt og skólastjórarnir virtust gera sér góða grein fyrir hæfileikum og styrk starfsfólksins. Einn þeirra sagði til dæmis: „Ég vil frekar vinna með fólki og láta hugmyndirnar spretta í hópnum ..." Sá hinn sami sagði einnig: „[Ég] sé það ekki ganga að ég geti komið hérna einn góðan veðurdag á starfs- mannafund og segi, ég er búinn að ákveða að við ætlum að vera PBS-skóli eða eitt- hvað annað." Tveir skólastjóranna virtust hafa nokkra sérstöðu með framangreindri af- stöðu; til viðbótar því að vera hvetjandi og styðjandi voru þeir einnig framsæknir og virkir. Annar þessara skólastjóra segir að „kennsluhættir í stofnuninni hafi gjör- breyst á þeim 25 árum" sem hann hefur verið þar við störf og það sé ekki einungis verk skólastjórans: „Það er sko andrúms- loft... sem skólastjórnendur og skólastjóri og kennarar búa til sameiginlega." Síðan segir hann: Ég lít á stjórnun sem list, og það er mitt hlutverk að koma „sólunum" upp á himinhvolfið. Skilurðu! Ef það er bara ein sól, þá dofnar hún og það er fullt af skuggum. En því fleiri sem sólirnar eru á himin- hvolfinu, þeim mun meira birtir í herberginu. Sambærileg áhersla kom fram hjá hin- um skólastjóranum sem segir að megin- áherslan í hans skóla sé „að útskrifa krakk- ana okkar sterk, sjálfstæð og lífsglöð ..." Hann segir jafnframt að þau byggi skóla- starfið á samvinnu og teymisvinnu og ræði mikið um leiðir. Um þetta segir hann: „... teymin eru kannski að koma með eitthvað sem hefur gengið vel og deila þvf með hin- um, til þess að láta eignarhaldið á þessu öllu vera hjá þeim líka. En ég náttúrulega er bara ákveðinn leiðtogi, og mér finnst ágætt að vera það." ,,[V]ið höfum verið að prófa alltaf endalaust eitthvað nýtt og nýtt til þess að finna bestu leiðina. Og við erum ekkert endilega komin niður á fast land alls staðar ..." Af framangreindu má ráða að leiðsögn og stuðningur við nám og kennslu var öllum skólastjórunum í þátttökuskólunum hugleikin. Þeir beittu ýmsum leiðum f því sambandi en einungis einn þeirra sagðist markvisst veita kennurum beina leiðsögn á vettvangi. Þá er átt við að fara í kennslu- stundir og safna gögnum um kennslu við- komandi kennara og veita leiðsögn á þeim grundvelli. Þeir stuðluðu aftur á móti allir að leiðsögn með óbeinum hætti, svo sem með því að skapa kennurum og öðru starfsfólki aðstæður til þróunar í starfi með samstarfi og samvinnu um þróun náms- og kennsluskipulags og með þátttöku í mati af ýmsu tagi. Umræða Forysta um nám og kennslu Sergiovanni (2009) telur að það sem mestu máli skipti í stjórnun skóla sé að veita for- ystu á sviði náms og kennslu til að geta komið betur til móts við þarfir nemenda og stuðlað að betri námsárangri. Þessi áhersla er studd rannsóknum sem sýna að sterkir kennslufræðilegir leiðtogar hafa áhrif á námsárangur (Hallinger, 2009; Leithwood, 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.