Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 40

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 40
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir opna fyrir gagnrýni (Darling-Hammond, 1990; Hargreaves, 1999). I þessu sambandi minnir Trausti Þorsteinsson (2003) á að skólastarfi fylgi mikil ábyrgð og ætli þeir sem í skólunum starfa að njóta viðurkenn- ingar sem fagmenn verði þeir að taka hlut- verk sitt alvarlega hvað fagleg vinnubrögð snertir. Það verður því að teljast fagleg og ábyrg aðgerð að hver skóli móti verklag um öflun gagna af vettvangi og leiðsögn fyrir kennara (e. data driven supervision). Leiðsögn fyrir skólastjórnendur Hér að framan hefur verið fjallað um það hlutverk skólastjóra að veita kennurum leiðsögn um nám og kennslu. En hvað um skólastjórana sjálfa? Er víst að þeir séu í stakk búnir til að veita kennslufræðilega forystu og sinna leiðsögn af því tagi sem hér um ræðir? Er jafnvel verið að krefjast einhvers af þeim sem þeir eru illa færir um að sinna? Ekkert einhlítt svar er við þess- um spurningum. Ætla má að skólastjórar séu mishæfir til að veita kennurum sfnum faglega ráðgjöf. Ekki er t.d. gerð krafa um að íslenskir skólastjórar hafi lokið form- legu námi í stjórnun menntastofnana. Menntun þeirra er því afar mismunandi, starfsreynslan mislöng og aðstaða þeirra til símenntunar og handleiðslu er misgóð. Formleg leiðsögn fyrir skólastjóra er yfirleitt á vegum fræðslustjóraembætta eða skólaskrifstofa. Hún felst oft í því að sett eru markmið um það að hvaða þekkingu eða leikni skuli stefnt með leiðsögninni (Hopkins-Thompson, 2000). Hún gefur skólastjórum tækifæri til að ræða þau mál sem á þeim brenna og fá mat annars aðila á hugmyndum sínum og verkum (Reyes, 2003). Leiðsögn af þessu tagi er ekki síst mikilvæg í því síbreytilega umhverfi sem skólar hafa lengi búið við og hefur breytt bæði umfangi og eðli skólastjórastarfsins (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2008; Hopk- ins-Thompson, 2000; Steinunn Helga Lár- usdóttir, 2008). Bent hefur verið á að leið- sögn nýtist ekki eingöngu skólastjórunum heldur einnig fræðsluumdæmunum í heild sem fá með henni öflugri og hæfari stjórnendur til starfa (Daresh, 2004). í fámennum sveitarfélögum úti á lands- byggðinni er þess ekki að vænta að í boði sé formleg leiðsögn fyrir skólastjóra. í Reykjavík er aftur á móti rekin öflug fræðsluskrifstofa, Skóla- og frístundasvið, og á hennar vegum er starfsmönnum skóla veitt margs konar fræðsla og ráð- gjöf, m.a. millistjómendum. Honig (2012) bendir á að síðasta áratuginn hafi fjölmörg sveitarfélög í þéttbýli í Bandaríkjunum boðið skólastjórum sínum metnaðarfull námskeið með það að leiðarljósi að bæta nám og kennslu í skólum umdæmanna. í sumum tilvikum hafa starfsmenn fræðslu- skrifstofanna verið þjálfaðir sérstaklega til þess að vera ráðgjafar eða mentorar til að styðja við það mikilvæga hlutverk skóla- stjóra að veita kennslufræðilega forystu og vera ráðgefandi um nám og kennslu. Skólastjórar eru þó ekki þeir einu sem veita forystu í þróun náms og kennslu. Víða hafa skólastjórar falið millistjórnend- um að sjá um kennslufræðilega forystu og handleiðslu kennara. Hlutverk milli- stjórnenda í þessu tilliti er ekki síst mikil- vægt fyrir þá sök að fram hefur komið að skólastjórar hafa á síðustu árum talið sig eiga í erfiðleikum með að sinna faglegu forystuhlutverki sínu vegna anna við 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.