Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 41
„Þetta er á langtímaplaninu hjá okkur" Kennslufræðileg forysta skólastjóra við íslenska grunnskóla rekstrarlega þætti og því séu fagleg mál- efni komin á borð millistjórnenda (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Stein- unn Helga Lárusdóttir, 2008; Honig 2012. íslenskir millistjórnendur í skólum ættu þó almennt að vera vel í stakk búnir til að sinna þessu hlutverki vegna þess að þeir eru flestir kennaramenntaðir og koma úr röðum kennara (Sigríður Anna Guðjóns- dóttir, 2006). Millistjórnendur eru, rétt eins og skóla- stjórar, misvel í stakk búnir til þess að vera leiðandi á þessu sviði. Fæstir þeirra hafa t.d. formlegt stjórnunarnám að baki (Sigríður Anna Guðjónsdóttir, 2006) og lítið framboð er á sérhæfðu háskólanámi fyrir millistjómendur í skólum. Ólíklegt má því telja að þeir hafi haft tök á því að afla sér handleiðslu eða ráðgjafar um kennslufræðileg málefni. Margir deildar- stjórar gegna auk þess öðrum störfum, svo sem kennslu, þannig að forystuhlut- verkið víkur fyrir öðrum viðfangsefnum sem eru meira aðkallandi í dagsins önn. í rannsóknum hefur einmitt komið fram að þeim finnst oft og tíðum erfitt að sinna starfi sínu eins og þeir helst vildu vegna þess hve verkefnin eru mörg og starfið eril- samt (Laufey María Hreiðarsdóttir, 2002; Sigríður Anna Guðjónsdóttir, 2006). Litlar upplýsingar eru til um kennslu- fræðilega forystu millistjórnenda því fáar rannsóknir hafa beinst að því lykilhlut- verki sem þessir starfsmenn geta gegnt við að auka árangur nemenda. I þessu sam- bandi hefur verið bent á að þótt millistjór- nendum í skólum hafi í tvo áratugi verið falið að hafa forystu um nám og kennslu þá sé lítið vitað um það hvernig þeir beri sig að við að veita slíka forystu og hvers konar fagþróun kæmi þeim best til að sinna þessu hlutverki (Neumerski, 2012). Forystuhlutverk millistjórnenda er því mikilvægt rannsóknarefni hér á landi sem annars staðar. Eins og fram hefur komið benda áður- nefndar rannsóknir Barkar Hansen o.fl. (2008) til þess að skólastjórar vilji leggja megináherslu á verkefni tengd þróun námskrár, kennsluhátta og tengdra þátta en oft og tíðum hafi þeim þótt erfitt að setja þau í forgang vegna vinnu við rekstrarleg atriði. Fyrir þessu geta legið ýmsar ástæð- ur. I einhverjum tilvikum telja skólastjórar sig ekki búa yfir þeirri þekkingu og leikni sem þarf til að veita kennslufræðilega leið- sögn. 1 öðrum tilvikum kunna kennarar að vera andsnúnir afskiptum skólastjóra af kennsluháttum þeirra, það er þeir li'ta á sig sem helstu sérfræðingana um nám og kennslu. Loks má benda á að rannsóknir sýna að fjármál og rekstrarþættir hafa tekið mikið af tíma og orku skólastjóra. Þessu þurfa yfirmenn fræðslumála að gefa alvarlegan gaum. Skólastjórar verða að hafa svigrúm og vera færir um að skipuleggja beina kennslufræðilega ráðgjöf, hvort sem þeir sinna henni sjálfir eða fela öðrum það við- fangsefni. Kröfur um góðan námsárangur fara vaxandi og mikilvægt er að efla beina kennslufræðilega leiðsögn og ráðgjöf á vettvangi. Fjármál og rekstrarþættir eru mikilvæg viðfangsefni sem þarf að sinna af kostgæfni. Leiðsögn og stuðning skóla- stjóra við kennara á vettvangi verður eigi að síður að líta á sem grundvallaratriði í hlutverki þeirra sem kennslufræðilegra leiðtoga. Niðurstöðurnar sýna að skólastjór- 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.